Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 162
SKAGFIRÐINGABÓK
lagsstjórnarinnar nægilega vel birgt upp að kornmeti bæði
árin, og fyrst innflutningur á mjöli og brauði hafði verið
nægilega mikill sumarið 1756, var engin ástæða til að skilja
eftir skreið á höfnunum þetta ár, segir í bréfi félagsstjórnar-
innar 28. febrúar 1757. Neitun kaupmanna að skilja fiskinn
eftir var þannig í fullkomnu samræmi við vilja félagsstjórn-
arinnar.
Athugun á mannfelli vegna hungurs á þessum árum leiðir
hins vegar til þeirrar niðurstöðu, að innflutningur á korn-
meti hefði þurft að vera mun meiri en hann varð og að ekki
hefði veitt af því að flytja inn a. m. k. eins mikið og sýslu-
menn höfðu pantað og sums staðar meira. Heimildir um
mannfellinn eru skrár sýslumanna og presta, sem tóku sam-
an skýrslur í embættisumdæmum sínum um þennan mann-
felli vegna tilmæla yfirvalda.
II
UM MANNFELLI í Skagafjarðarsýslu á þessum árum hafa
ekki varðveitzt sams konar vottorð og í Húnavatnssýslu, og
verður því að notast við aðrar heimildir.1 En svo heppilega
vill til, að varðveitzt hafa skýrslur frá prestum í Skagafirði
um fædda og dána í prestaköllum þeirra flestra fyrir þessi
ár, og er hér alloft getið um orsakir dauðsfallanna. Þessar
skýrslur hafa verið sendar Hólabiskupi, og eru þær varð-
veittar í skjalasöfnum biskupsdæmisins. Upp úr þessum
skýrslum hafa síðan verið gerðar skrár, vafalaust á Hólum,
1 Fyrir Húnavatnssýslu hafa varðveitzt skýrslur, sem prestar gerðu sér-
staklega sumarið 1757 um mannfelli vegna hungurs, og eru þær notaðar
í yfirlitinu um Húnavatnssýslu, sem kemur á undan Skagafjarðarsýslu í
umræddri óbirtri rannsókn. Umræddar skýrslur eru svör prestanna við
þeirri spurningu hve margir hafi dáið úr hungri. Fsk. m. br. Magnúsar
Gíslasonar til rentukammers, dags. 4. október 1757, nr. 2553.
160