Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 163
MANNFELLIR VEGNA HUNGURS í SKAGAFIRÐI 1756-1757
um fædda og dána árið 1756 og 1757, og ná þær yfir allt
biskupsdæmið, enda hafa sams konar prestaskýrslur um
fædda og dána borizt úr öðrum sýslum biskupsdæmisins.
Við gerð þessara skráa hefur verið aflað frekari upplýsinga
um orsakir dauðsfallanna en greindar eru í nefndum skýrsl-
um prestanna, og er því auðvelt að gera sér grein fyrir því
eftir þessu yfirliti biskupsyfirvalda um fædda og dána í bisk-
upsdæminu 1756 og 1757, hve margt manna hefur fallið úr
hungri á þessum árum á Norðurlandi. Hér er t.d. greint frá
því, að dauðsföll í Húnavatnssýslu hafi verið 162 árið 1756
og 212 árið eftir, samtals 374 bæði árin. Um orsakir þessara
dauðsfalla í sýslunni segir, að mestur hluti hinna dánu 1756
hafi látizt af völdum hungurs, og um þá, sem önduðust 1757
segir, að í Hofs- og Spákonufellssóknum hafi mannslát ver-
ið alls níu og hafi þeir látizt úr hungri; í Höskuldsstaðasókn
hafi mannslát verið 24 og flestir hafi dáið úr hungri; í Stað-
arbakka- og Núpssóknum hafi andazt 29, þar af 20 úr
hungri; í Staðarsókn hafi dáið 12, flestir vegna hungurs.
Aðrar sóknir eru afgreiddar með þeirri athugasemd, að flest
dauðsföllin þar hafi orðið vegna hungurs.1 Mannfellirinn í
Húnavatnsþingi var alls um 260 manns.
Dauðsföll í Skagafjarðarprófastsdæmi 1756 og 1757 sam-
kvæmt umræddri skrá biskupsdæmisins eru sett upp í eftir-
farandi töflu, og er þar einnig getið athugasemda um dánar-
orsök, sem fram koma í nefndri skrá. Samkvæmt henni hafa
540 manns andazt í Skagafjarðarsýslu árin 1756 og 1757, og
mestur hluti þessa fólks hefur dáið vegna hungurs. Fæddir á
þessum árum voru 75 árið 1756 og 48 árið 1757. Mannfellir
vegna hungurs hefur þó hafizt þegar árið 1755. Björn Mark-
ússon sýslumaður skrifar Rentukammerinu haustið 1755 og
1 Fortegnelse for dem som udi Holum Stift i Aaret 1756 er Fode [og]
Dode. Biskupsslcjalasafn, B, VII, nr. 4. Arsskýrslur um fædda, fermda,
gifta og dána í Skagafjarðarsýslu 1745-1798. Þjóðskjalasafn Islands.
161