Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 164
SKAGFIRÐINGABÓK
segir: „Næstforbigangne Vinter og Foraar ere af Hunger og
Ælendighed dode í dette Syssel henimod 7 á 8 Mennisker,
men mange som var nær ved Doden, mavre og ælendige.“'
Hinn ógnarlegi mannfellir árið 1756 kemur fram í bréfi,
sem prestar og bændur í Skagafirði skrifuðu til konungs
síðla sumars 1756. I þessu bréfi, sem er dagsett 20. septem-
ber 1756, grátbiðja þeir konung um hjálp í neyð sinni og
segja, að 200 manns hafi þegar orðið hungrinu að bráð í
sýslunni á yfirstandandi ári.1 2
Hinn 1. júlí 1756 var tekið þingvitni í Viðvík, og virðist
tilgangurinn hafa verið að útvega staðfestar upplýsingar um
ástand jarða Hólastóls. Hér er nokkuð minnzt á mannfell-
inn og segir hér m.a.: „. . .er svo fólk farið hrönnum að
deyja af hor og hungri alls staðar, þó sérdeilislega á út-
sveitum, hvar aldeilis bjargarlaust er og verið hefur í langan
tíma af sjó og landi samt margar jarðir í eyði komnar og
kúgildi fallin, en það fátt, sem eftir lifir, er fólk nú að skera
sér til bjargar." Vitnin voru m.a. spurð um, hvernig horfði
um jarða- og kúgildaleigur til stólsins á komandi hausti, og
töldu þau, að útlitið væri hörmulegt í þessu efni, þar eð svo
fátt lifði eftir af búpeningi, og „er ei annað fyrir vorum
augum að sjá en þessi sýsla, þó sérdeilis á útsveitum eftir
áðursögðu, sé hreint gjörfallin en fólkið yfir allt deyi af
hallæri og hungri af hverju við meinum nú allareiðu dautt
vera yfir stórt hundrað manneskjur og er nú hvað mest dag-
lega að deyja.“3
Arið eftir lét Hofsóskaupmaður taka þingvitni, dagsett
22. ágúst 1757, um ástandið í sýslunni, og kemur þar fram,
að síðastliðinn vetur hafi fjöldi fólks dáið úr hungri í sýsl-
1 Sbr. bréf Björns Markússonar til Rentukammers, dagsett 18. september
1755, nr. 2321.
2 Nr. 2618.
3 Sbr. Þingbók Skagafjarðarsýslu 1753-1761, 77.
162