Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 168
SKAGFIRÐINGABÓK
á vegum Hraunabónda, en eftir að hann gerðist lausamaður,
má ætla, að hann hafi fljótlega eignazt bát og búð. Um það
leyti kemst hann í kynni við Ingibjörgu Jónsdóttur, þá
vinnukonu á Illugastöðum. Ingibjörg var systir Jóns bónda
á Illugastöðum og Olafs bónda á Sléttu og síðar á Gauta-
stöðum. Hún var fædd í Hvammkoti í Hofshreppi 1865,
fylgir bróður sínum í búferlaflutningi að Brúnastöðum 1893
og í Nefsstaðakot 1914, í Hring 1915, þar sem hún dvelur til
1919.
Bogi og Ingibjörg eignuðust tvö börn: Kristin, fæddan á
Illugastöðum 1890. Hann dvelst hjá föður sínum á Sléttu
1892, en fer þá til móður sinnar og er á hennar vegum á
Brúnastöðum, þar til hann dó, 18. október 1899; og Jónínu
Gubnýju (Guðrúnu), fædda á Illugastöðum 22. október
1892. Hún fór strax sem tökubarn að Minni-Þverá til hjón-
anna Sigurðar Sigmundssonar og Guðfinnu Jónsdóttur.
Jónína dó 14. janúar 1899. Þannig misstu þau Bogi og Ingi-
björg bæði börn sín á sama árinu. Þetta ár var mjög mik-
ill barnadauði í Fljótum; skæð barnaveiki gekk um sveit-
ina.
Eftir góðum heimildum má telja fullvíst, að þau Bogi og
Ingibjörg hafi áformað sambúð og jafnvel giftingu og þá að
sjálfsögðu afnot af jarðnæði. Þetta fór þó á annan veg. A
þeim tímum töldu ýmsir sjálfgefið að leiðbeina eða hafa
áhrif á fyrirætlanir fólks um barneignir og hjónabönd. For-
svarsmenn sveitarfélaga töldu sér skylt að hlutast til um slík
mál hjá fátæklingum ef stefndi í aukin sveitarþyngsli. Ætt-
ingjar og venzlafólk þurftu einnig að leggja sitt mat á hlut-
ina á stundum. Má vera, að svo hafi verið í þessu tilfelli, en
um það verður ekki rætt frekar.
En Bogi eignaðist fleiri börn. Hinn 26. apríl árið 1905
fæddi Sigríður Guðvarðardóttir á Mjóafelli dóttur. Sigríður
var þá orðin ekkja eftir Gunnlaug Jónsson á Mjóafelli. Bogi
gekkst við faðerni stúlkunnar, sem var skírð Gunnlaug.
166