Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 172
SKAGFIRÐINGABÓK
nokkurt hey. Fullvíst má telja, að á fyrstu áratugum eigin
sjósóknar hafi Bogi selt drjúgan hluta þess afla, sem hann
dró á land.
Einar Guðmundsson á Firaunum keypti fisk og verkaði á
þessum árum og hefur vafalaust tekið fisk af fyrrverandi
vinnumanni sínum. Afganginn hefur hann notað til eigin
þarfa og selt og gefið þeim, sem ekki höfðu tök á að sækja
sjó. Bergur Guðmundsson, lengi bóndi á Nautabúi í Fíjalta-
dal, hefur sagt mér, að Bogi hafi oft komið við hjá foreldr-
um hans á Bakka og gefið þeim fisk, þegar hann var á leið úr
Hraunakróki heim í Gautastaði.
Hinir fornu Gautastaðabændur áttu búð og hjall í
Hraunakróki, en hvort tveggja fallið, þegar ég reri þaðan.
Olafur bóndi á Gautastöðum sótti sjó fram á efri ár, fór í
hákarlalegur seinnipart vetrar og haustróðra úr Hrauna-
króki. Bogi þurfti því ekki að hugsa um hann, hvað sjófang
snerti. Síðustu ár ævinnar fór Ólafur ekki til sjós, og þá
flutti Bogi mestallan aflann heim í Gautastaði. Bogi fæddi
sig sjálfur, tók í hvert sinn til í matinn, en Guðný húsfreyja
sauð fyrir hann. Eins var með kaffi og sykur, svo og efni í
kaffi- og matarbrauð. Mjólk fékk hann hjá þeim hjónum og
þjónustu alla. Kaffi færði Þorleifur honum oft á engjar, sér-
staklega þegar þurrkur var, og aldrei brást, að hann rétti
honum kandísmola eða brauðbita af því, sem hann átti að
hafa með kaffinu.
Bogi var ekki raupsamur, en væri hann við skál, sagði
hann gjarnan sögur af ferðum sínum á sjó og landi og gerði
þá hlut sinn ekki minni en efni stóðu til. „Osköp á aumingja
Væni bágt, hann er alltaf undir mér“, var haft eftir Boga.
,Væni’ var Jóhann Jónsson, talinn afburða sjósóknari og
aflamaður. Jóhann bjó nokkur ár í Hrúthúsum og sótti sjó
úr Hraunakróki samtímis Boga. Jóhann var skipstjóri á
Maríönnu, þegar hún fórst vorið 1922. Flestir, sem bezt
170