Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 175
„FRÍ VIÐ SLÓRIÐ FINNBOGI"
Bogi var nú kominn á efri ár, hafði fengið orð fyrir gætni
á sjó og sótti ekki á djúpmið, enda stundum einn á báti,
þegar hér var komið. Lét hann sér nægja færri í hlut heldur
en tefla á fremstu nöf, enda öfundarlaus, þó aðrir kæmu
með fleiri þorska að landi. Kallaði hann bát sinn Búfót.
Guðmundur Stefánsson bóndi í Minnibrekku orti for-
mannavísur árið 1884. Þar er þessi um Boga:
Frí við slórið Finnbogi,
fokkujóinn drífur
út um kjóru eylendi
álmaþórinn glaðlyndi.
Aðrar formannavísur, yngri, er að finna í syrpum Hann-
esar frá Melbreið. Er óvíst um höfund þeirra, en líkur benda
til, að þær séu eftir Jón Magnússon bónda í Minnaholti:
Þó að tauti hrönnin há,
harla glaðsinnaður
stýrir brautum byrðings á
Bogi Gautastöðum frá.
Móður minni var vel kunnugt um varkárni Boga og bað
hann að taka mig sem háseta nokkra róðra, eða í tvær vikur.
Var það auðsótt mál. Eg hafði ekkert á móti því að fara á sjó
með Boga, man ekki til, að ég kviði neitt fyrir, var frekar
spenntur eins og títt er um 16 ára ungling, þegar eitthvað
nýtt og óþekkt er framundan. Það var einnig mikilsvert, að
mín litlu kynni af Boga voru öll af hinu góða.
Nú þurfti að búa strákinn út í verið, og það gerði móðir
mín eins vel og föng voru til. Saumaði hún skinnsokka, sem
náðu upp að hné. Þannig verjur voru oft notaðar á blautum
engjum og hlífðu allvel, en saumar þurftu að vera þéttir.
Voru sokkar þessir kallaðir vefjur. Þar utanyfir komu svo
* Kjóra = selavaða; vöðuselur.
173