Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 176
SKAGFIRÐINGABÓK
skór úr hross- eða kýrleðri. Þeir voru að nokkru opnir í hæl
og tá til að vatn stæði ekki í þeim. Það voru kallaðir sjóskór.
Gúmmístígvél voru enn ekki komin til sögu, en sumir, sem
sóttu fast sjóinn, t.d. hákarlaveiðar, áttu útlend leðurstígvél.
Annars voru belgir algengastur fótabúnaður á sjó. Belgir
voru teknir af haustlambi, rakaðir, hertir og eltir lítið eitt.
Vandlega var búið um öll göt á belgnum, og mátti þetta
heita góður fótabúnaður. Bogi notaði svona belgi og skó úr
útlendu leðri. Þeir voru ekki eins hálir. Eg man ekki, hvort
um annan búnað var að ræða eða hlífðarföt, minnir þó, að
faðir minn ætti olíukápu og sjóhatt, sem ég hef ugglaust
farið með. Annars var ekki gert ráð fyrir ágjöf í vorblíð-
unni.
A sunnudag flutti móðir mín mig í verið. Nesti hafði ég
að heiman, enda reiknað með skrínukosti að nokkru; mjólk,
brauð og smjör, lítið eitt af kjöti, haframjöl í graut, svo og
kaffi og sykur. Mjólkina geymdum við í kaldri lind. Nýr
fiskur og lifur var oft soðin, einnig hafragrautur á meðan
mjólkin entist. Kaffi var oft hitað og mikið drukkið. Það var
ketilkaffi, enginn poki notaður og ekki hellt á könnu. Korg-
urinn settist á ketilbotninn, en stundum flutu þó með nokk-
ur korn, þegar hellt var í bollann, en sjómenn létu það ekki
á sig fá.
Bogi sá um alla eldamennsku. Eldsneytið var mest þurrir
þarastönglar og smásprek (mor), sem nóg var af á malar-
kambinum og við máttum nýta að vild. Þó minnir mig, að
Bogi ætti eitthvað lítils háttar af sauðataði, sem hann hefur
vafalaust flutt heiman frá Gautastöðum. Við uppkveikju
notaði hann steinolíu.
Bogabúð var hlaðin úr grjóti og torfi með allmiklu risi og
torfþaki, gluggi á stafni yfir dyrunum. Búðin var allrúmgóð
og sinn rúmbálkurinn undir hvorri hlið. Gátu tveir sofið í
hvorum bálki. Smáborð var við innri stafn. Eldavél (ka-
byssa) stóð aftan við annað rúmið, auk þess var rými fyrir
174