Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 177
„FRÍ VIÐ SLÓRIÐ FINNBOGI"
veiðarfæri og tunnur undir aflann. Dyrnar voru á vestur-
gafli. Ekki var hjallur við búðina, en rár settar við búðar-
vegg, þegar fiskur var hengdur upp.
Bogi var kominn í verið á undan mér, búinn að gera allt
klárt og fara aðeins á flot. Annar háseti mætti sama dag og
ég, Jakob Sigtryggsson, Eyfirðingur að ætt, þá til heimilis í
Hring. Hann ætlaði ekki að vera nema eina viku.
A mánudagsmorgun var ýtt úr vör, smáfjölum skotið
undir kjöl bátsins, svo hann drægist ekki í mölinni. Þegar
báturinn var kominn fram, tók Bogi ofan sjóhattinn og
hafði yfir sjóferðabænina, en við Jakob drúptum höfði á
hátíðlegri alvörustund. Formaður greip síðan stýrissveifina,
en hásetar settust undir árar. Ég kunni að sjálfsögðu ekki
áralagið í fyrstu, en það lærðist fljótlega.
Bogi hélt sig á hefðbundnum miðum, sem næst lágu
landi, Hryggnum og Torfnavíkinni, þó fórum við oft lengra
norður með Almenningum og einu sinni vestur undir
Bakka. Gott leiði var þá til baka, og setti Bogi upp segl. Það
var reglulega spennandi, enda skreið báturinn þá ólíkt hrað-
ar en þegar við Jakob réðum ferðinni. Ur þeim róðri feng-
um við einna stærstan hlut.
Yfirleitt var afli heldur rýr og fiskurinn smár, þá minnstu
kallaði Bogi kóðlunga, en venjulegt nafn var kóð eða smá-
kóð. Þó tel ég mestu furðu, hvað reyttist á hin frumstæðu
tæki, sem notuð voru, stór blýsakka og neðan í henni stærð-
aröngull (hneif). A færi Boga var þverás og öngull á hvorum
enda. Það bar við, að fiskur kom á báða krókana. Sagði
Bogi þá gjarnan: „Kem ég þá ekki tvílembdur." Ekki man
ég til, að við hefðum beitu, enda margur þorskurinn húkk-
aður. Línu lagði Bogi ekki, átti þó að mig minnir nokkra
stokka, en beituna vantaði.
Eg tel víst, að reytingsfiskur hafi verið á þessum slóðum,
en hvergi þéttur þar sem við renndum. Stundum þurfti að
vera í andófi, svo að ekki ræki of hratt, ef fiskur var undir.
175