Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 182
Hafsteinsstaðabærinn, byggður um 1884 af Jóni Jónssyni hreppstjóra, rif-
inn um 1950. Uti fyrir standa hjónin Jón Jónsson og Steinunn Arnadóttir.
Myndin er líkleea tekin laust fyrir 1930. T- ,
J ° ,J hinkaeign
en það var of seint, hann hafði þegar komið auga á mig. Ég
brast nú í grát, en hann fór af baki og gekk til mín, reisti
mig á fætur og strauk tárin af vöngum mér. Það þótti mér
góðs viti, hann mundi þá ekki ætla að flengja mig.
„Líkaði þér ekki vistin hjá mér, drengur minn,“ spurði
Jón. „Nei“ svaraði ég, en hafði þó ekki yfir neinu sérstöku
að kvarta, „mér leiddist bara svo óskaplega.“ „Nú reiði ég
þig heim til mömmu þinnar, og þú verður þar í nokkra
daga, svo kemurðu kannski aftur til mín. Ég þarf endilega
að hafa dreng til snúninga,“ sagði Jón.
Hann skilaði mér heim til mömmu, en ekki veit ég, hvað
þeim fór á milli þetta kvöld. Þau töluðu lengi saman í hálf-
um hljóðum, þau voru víst að ræða eitthvað, sem ég mátti
180