Skagfirðingabók - 01.01.1988, Qupperneq 183
SUMARDVÖL í SVEIT
ekki heyra. Eg tók gleði mína að mestu, en kveið því þó að
verða kannski sendur frameftir á nýjan leik, og það varð.
Að viku liðinni kom Jón bóndi aftur og sótti mig á bílnum
sínum. Svo átti að heita, að þetta væri með mínu samþykki.
Eg vissi, að það var full þörf á að létta svolítið á fóðrunum
heima, því fátæktin var mikil. Mamma sagði mér líka, að ég
hefði gott af að komast að heiman og kynnast nýju fólki,
svo þyrfti ég að fara að læra að vinna.
Þessi brottfarardagur leið án þess nokkuð bæri til tíðinda.
Fólkið var mér gott og reyndi allt, sem í þess valdi stóð að
hressa mig við. Um kvöldið komst ég svo að því, að ég átti
að sofa hjá vinnukonunni, ekki aðeins í sama herbergi og
hún, heldur í sama rúmi. Auðvitað var þetta gert í góða
meiningu, en mér fannst tilhugsunin hræðileg. Vinnukonan
háttaði fyrst og skreiddist upp í rúmið, en ég kom á eftir og
lagðist alveg fram við stokk og fór nú að skæla. Hún talaði
hlýlega til mín og vildi hugga mig, en ég tók engum söns-
um, bara grét og grét, þó ekki upphátt. Að síðustu gafst hún
upp við mig og fór að sofa, en ég lá lengi andvaka alveg
fram við rúmstokk. Eg hafði litla sæng ofan á mér, enda
langt á milli okkar í rúminu, en að síðustu sofnaði ég þó.
Um nóttina vaknaði ég upp við, að ég lá frammi á gólfi. Eg
skreið upp í aftur og uppgötvaði þá, að vinnukonan hafði
vafið sænginni utan um sig í svefninum. Fór ég nú að toga í
sængurhornið og náði loks nógu miklu ofan á mig með því
að færa mig ofar í rúmið. Eg sofnaði síðan aftur og vaknaði
ekki fyrr en komið var langt fram á morgun. Var vinnukon-
an þá öll á bak og burt og mér satt að segja lítil eftirsjá að
henni.
Næsti dagur leið, og um kvöldið sótti ég kýrnar að beiðni
Jóns bónda og rak þær heim í fjós. Næsta nótt leið svo
svipað og hin fyrri, og ekki þorði ég að orða það, að ég vildi
helzt vera laus við vinnukonuna. Að kvöldi þriðja dagsins
kom ég svo að máli við Jón, ég féll meira að segja um háls-
181