Skagfirðingabók - 01.01.1988, Qupperneq 187
SUMARDVÖL í SVEIT
Aðrar skepnur á bænum voru tvær kýr og kálfur, og var
það að sjálfsögðu mitt hlutverk að reka þær í haga á morgn-
ana og sækja síðan á kvöldin, en þá tíðkaðist ekki eins og
nú, að kýrnar gengju í túninu allt sumarið. Um 60 ær voru á
bænum og tveir hestar, Gráni gamli og Jarpur. Búið var því
ekki stórt, en á þessu varð að draga fram lífið.
Aður en lengra er haldið vil ég geta þess, að Olafur hafði
orðið fyrir slysi nokkrum árum áður og misst annað augað.
Gerðist það með þeim hætti, að hann var að járna hest, og
brot úr hóffjöður lenti í auga hans. Gekk hann með gler-
auga í staðinn til að „flikka“ upp á útlitið.
Túnið á bænum var ógirt, eins og víðast mun hafa verið
um þessar mundir. Var það mjög bagalegt, því féð leitaði
ákaft í það, sérstaklega framan af sumri, en kýrnar þurfti
ekki að óttast, því þær voru alltaf hýstar. Þarna fékk ég
verkefni, ég var látinn vaka yfir vellinum. I sjálfu sér var
þetta lítið verk og löðurmannlegt, en þó nauðsyn. Til að
nýta starfskrafta mína enn betur var ég látinn bera af túninu.
Þetta voru hrúgur af húsdýraáburði, sem hafði verið borinn
á túnið. Var afganginum síðan rakað saman og hann fluttur
burtu. Til þess notaði ég trog og strigapoka, en hjólbörur
voru ekki til á bænum og ekki neins konar vélar. Féll mér
starf þetta bara vel. Margrét tók til handa mér bita til nætur-
innar, og mjólk fékk ég eins og ég vildi, því þótt kýrnar
væru aðeins tvær, var alltaf til nóg mjólk á þessum bæ.
Þannig leið vorið fram að slætti við leiki og störf. Eg
byggði mér bæ í hvamminum við Dalsá og lék mér að leggj-
um og hornum, en kýr hafði ég engar. Oftast voru félagarn-
ir þrír í fylgd með mér, Lappi, Brandur og heimagangurinn,
sem ég reyndar var búinn að skíra Gæfu. Tveir dagar eru
mér sérstaklega minnisstæðir frá þessu sumri, en þeir voru
þó næsta ólíkir.
Lilja Sigurðardóttir stóð fyrir búi bróður síns á Víðivöll-
um og hafði fyrir sið á hverju sumri í allmörg ár að bjóða
185