Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 189
SUMARDVÖL f SVEIT
Um haustið var ákveðið, að ég skyldi fara með Ola á
Silfrastaðarétt, en hún var alllangt fram í sveitinni. Við lögð-
um árla af stað. Daginn varð að taka snemma, því koma
þurfti fénu heim fyrir myrkur. Nú hafði ég engan hnakk,
aðeins gæruskinn að sitja á, en svoleiðis smámuni setti ég
ekki fyrir mig. Margir voru komnir á réttina, börn og ung-
lingar, því þetta var hátíðisdagur sveitafólks. Allir, sem vett-
lingi gátu valdið, hömuðust við að draga féð, hver í sinn
dilk. Fjölgaði nú óðfluga í þeim, en fækkaði að sama skapi í
almenningnum. Er á daginn leið, fórum við Ólafur út úr
réttinni til að borða nestið okkar. Þar var þá margt um
manninn og glaðværð mikil. Nokkrir rosknir menn stóðu í
hnapp og létu landafleyginn ganga á milli sín. Ég tel víst, að
það hafi verið landi, því hann var víða bruggaður í Akra-
hreppi á þessum árum. Hundarnir létu ófriðlega, og sá ég
mig tilneyddan að skakka leikinn, þegar stór og grimmdar-
legur rakki hafði komið Lappa vini mínum undir, en þetta
tókst ekki betur en svo, að æ fleiri hundar bættust í slaginn.
Fóru menn þá að stilla til friðar. Olli það nokkru sundur-
lyndi meðal hinna drukknu manna og endaði með handa-
lögmálum. Engin stórvandræði hlutust þó af þessu, og
gengu gætnari menn á milli. Héldu menn svo áfram að
staupa sig, og heyrði ég nú í fyrsta skipti kveðið við raust.
Og hér var aldeilis kveðið, tvíraddað og jafnvel þríraddað.
Gangnamannavísur voru að sjálfsögðu einkum á dagskrá.
Það gætu hafa verið eftirfarandi stökur:
Glösin fríðu glóa enn,
glymur víða söngur.
Engu kvíða ungir menn,
er þeir ríða í göngur.
Trega líða tár á kinn,
tekur hríð að rofa.
187