Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 192
SKAGFIRÐINGABÓK
um hætti, en lífinu þar verða ekki gerð skil hér. Svo rann
upp vorið 1932. Eg kvaddi foreldra mína og hélt aftur fram í
Litladal. Eg saknaði leikfélaga minna á Króknum, en það
var ekkert hjá tilhlökkuninni yfir því að sjá senn vinina
mína aftur, Brand, Lappa og Gæfu. Nú væri Gæfa líklega
orðin stærðar kind, Oli hafði nefnilega sagt, að hann ætlaði
að ala hana vel, svo að hún gæti strax sem gemlingur gefið
mér lamb. Hann sótti mig niður að Okrum, var sjálfur á
Jarp sínum, en teymdi Grána, sem hann ætlaði mér.
Þegar heim kom og við höfðum drukkið kaffi hjá Mar-
gréti, hafði Oli orð á því, að hann væri ekki frá því, að Gæfa
væri komin með lambsóttina, hún væri farin að fara einför-
um, en slíkt benti einmitt til þess, að hún vildi vera í næði.
Þennan dag var fremur hráslagalegt veður, og Oli ákvað, að
við skyldum hýsa lambféð, sem við og gerðum. Hann útbjó
ofurlitla stíu innst í annarri krónni, og þangað lét hann
Gæfu, sem orðin var hin stæðilegasta kind. Eg talaði til
hennar í sama gælutón og ég hafði svo oft gert sumarið
áður. Hún kom til mín og ég klóraði henni kringum eyrun,
því það vissi ég, að hún kunni að meta og dillaði dindlinum
í þakklætisskyni. Þegar á kvöldið leið, spurði Oli mig, hvort
það væri ekki frekt að biðja mig að vaka fram eftir nóttu
yfir Gæfu, því að gemlingar ættu oft erfitt með burð og
skyldi ég vekja sig, ef svo reyndist með hana. Auðvitað varð
ég himinlifandi yfir því trausti, sem hann sýndi mér. Raunar
var ég hér að starfa í eigin þágu.
Fyrir háttatíma gekk ég upp í hlöðuna og hugðist láta þar
fyrir berast, þangað til eitthvað gerðist. Eg lét fara vel um
mig og hallaði mér upp að heystabba, því ríflegar fyrningar
voru í hlöðunni. Öðru hvoru var ég að gægjast fram í húsin,
en hafði þó hægt um mig. Eftir alllanga og óþreyjufulla bið
heyrði ég eitthvert klór. Eg forvitnaðist um hvað þetta væri
og sjá, þetta var Gæfa. Hún krafsaði ákaft með framfótun-
um í króna. Var þetta ekki einmitt vísbending um, að eitt-
190