Skagfirðingabók - 01.01.1988, Qupperneq 194
SKAGFIRÐINGABÓK
lamb, orðinn eigandi tveggja kinda. Eg fór niður í stíuna,
tók lambið í fang mér og þuklaði það. Eg vildi vita, hvort
það væri hrútur eða gimbur. Þetta var grá gimbur og ég
skírði hana strax Brynju. Skyndilega lá ég flatur í krónni,
hvað hafði komið fyrir? Gæfa hafði rennt á mig, hún var
svo hrædd um litla lambið sitt. Hélt hún virkilega, að ég,
eftir öll okkar kynni, væri sá ódrengur að gera þessum
frumburði hennar nokkurt mein? Auðvitað reiddist ég ekk-
ert við Gæfu út af þessu, hún var aðeins að þjóna móður-
hlutverki sínu. Eg steig upp í garðann, settist á garðabandið
og leit yfir hjörðina mína. Gimbur, kom aftur og aftur fram
í hugann. Ný von vaknaði í brjósti mér og til að uppfylla
hana taldi ég vænlegast að slá af kappi þetta sumar.
Sumarið leið líkt hinu fyrra. Eg fór í Víðivallaveizluna og
réttirnar. Gæfa var ekki rekin á afrétt, heldur fékk hún að
ganga í túninu og fékk margan brauðbitann, svo að Brynja
litla dafnaði vel. Skömmu fyrir heimför mína vorum við Oli
staddir úti á túni. Þá segir hann við mig: „Hvað ætlarðu að
gera við Brynju litlu í haust? Reyndar er hún ekki svo lítil
lengur, en ég geri samt ekki ráð fyrir, að þú hafir áhuga á að
borða hana.“ Mér vafðist tunga um tönn, en sagði þó: „Eg
veit ekki, hvað ég á að gera.“ „Ætli ég verði ekki að leysa úr
vanda þínum,“ sagði Oli, „þú hefur verið svo duglegur að
slá í sumar, að ég ætla að fóðra þær mæðgur báðar fyrir þig
næsta vetur.“
Hann Óli átti fáa sína líka, hann skildi svo vel lítinn
dreng. Um haustið kvaddi ég þau Margréti með söknuði og
málleysingjana mína alla. A þeirri stundu óraði mig ekki
fyrir því, að ég ætti ekki eftir að sjá Ola framar. Hann varð
úti 26. nóvember um veturinn, og varð öllum harmdauði, er
til hans þekktu.1 Þá var sýnt, að sumarævintýri mín í Litla-
dal yrðu ekki fleiri.
1 Sjá Skagfirðingabók 10, bls. 164-165.
192