Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 196
SAGNIR AF GUÐMUNDI ÁRNASYNI
eftir ÁRNA SVEINSSON frá Kálfsstöðum
Frásögn sú, sem hér fer á eftir, birtist 1. janúar 1934 í Elliða, hand-
skrifuðu sveitarblaði í Hjaltadal, sem nú er varðveitt í Héraðs-
skjalasafni Skagfirðinga. Stafsetning og greinarmerkja- var færð að
hætti þessa rits. Á stöku stað var orðalag lagfært, og var þá stuðzt
við eiginhandarrit Árna á Kálfsstöðum, sem er í eigu Sigurjóns
Páls Isakssonar. Pví er við að bæta, að í bókinni Hofdala-Jónas
(Ak. 1979) eru skráðar fleiri sagnir um Guðmund (bls. 352-356).
Hj. P.
GUÐMUNDUR hefur maður heitið, Árnason. Var hann hálf-
bróðir Margrétar1 langömmu minnar, er bjó allan sinn bú-
skap að Skatastöðum í Skagafjarðardölum. Bræður Guð-
mundar voru Gísli á Skatastöðum, orðlagt hraustmenni, og
Sigurður, er víða flæktist hér um Skagafjarðarsýslu. Allir
voru þeir bræður sérlegir í orðum og háttum svo að sögur
fóru af, en flestar munu þær nú gleymdar. Eg hef skrifað
upp nokkrar sagnir af Guðmundi, ef skeð gæti, að einhverjir
hefðu gaman af.
Guðmundur var fæddur árið 1800, og þótti hann strax í
bernsku svo sérlundaður, að Gísli bróðir hans sagði, að
aldrei hefði verið hægt að leika sér með honum eins og
öðrum börnum. Þegar Guðmundur var fullorðinn, gerðist
1 Margrét Árnadóttir (1796-1855). Sonur hennar, Eiríkur Eiríksson á
Skatastöðum, var afi Árna Sveinssonar.
194