Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 197
SAGNIR AF GUÐMUNDI ÁRNASYNI
hann vinnumaður. Var hann sjaldnast lengur en eitt eða eitt
og hálft ár í vist í sama stað í einu, þá gekk hann í burtu. A
efri árum sínum var hann í lausamennsku og fór þá víða um
sýsluna. Aldrei giftist hann, en trúlofaðist einu sinni, en
sökum þess að bæði hann og konuefnið voru eignalaus,
fengu þau ekki að eigast. En eitthvað hefir Guðmundi þótt
að konuefninu, því hann kallaði hana jafnan „veraldar
stökkul“.
Gestrisni Gudmundar
Fátt var Guðmundi verr við en það, er gestir komu, þar sem
hann átti heima, eins og eftirfarandi saga ber ljóst vitni um.
Guðmundur var vinnumaður á Merkigili í Austurdal oft-
ar en einu sinni. Þá var það eitt sinn að vetri til, er hann hirti
ær á svokölluðum Vætuhúsum suður frá Merkigili, að
ferðamaður kom til Guðmundar á húsin, um það bil sem
hann er að fara heim. Það var hríðarveður og harðneskja og
komið fram yfir dagsetur. Verður maður þessi Guðmundi
samferða heim og biður hann að skila til húsbónda síns, að
sig langi til að fá gistingu. Guðmundur lofar því og fer inn
og sezt að án þess að nefna nokkuð um gestinn. Svo líða
einir tveir klukkutímar. Þá fer Guðmundur að smáhlæja og
að síðustu segir hann: „Ætli honum fari ekki að kólna á
kjúkunum, sem úti stendur." Var þá farið að grennslast eft-
ir, hvað hann meinti með þessu, og sagði hann þá frá því. Þá
var maðurinn auðvitað farinn sína leið. Hafði hann sig með
harðheitum út að Stigaseli.
Um þrifnað Guðmundar
Guðmundur var þrifinn með afbrigðum. Einhverju sinni
vildi það til, er hann var á Merkigili og hirti á Vætuhúsum,
195