Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 198
SKAGFIRÐINGABÓK
að hann missti hettuna af höfði sér í hríðarbyl. Varð hann
því að fara í tóttirnar berhöfðaður, en við það komu auðvit-
að óhreinindi í hárið, og mátti hann hátta um kvöldið með
blautt og óhreint hár. En heldur en að óhreinka koddann,
sem hann svaf við, tók hann það ráð að hengja höfuðið fram
af rúmstokknum alla nóttina.
Gubmimdur vill fœra frá
Einhverju sinni var Guðmundur smali á Merkigili. Ærnar
voru hafðar í seli á Miðhúsum, sem er mikið framar en
Merkigil, gegnt Skatastöðum. Þá var það stuttu eftir fráfær-
ur, að fráfærnalömb komu saman við ærnar hjá Guðmundi
og fóru að sjúga ærnar; voru það kölluð sugulömb. Guð-
mundur reyndi mikið til að koma lömbunum af sér, en það
gekk illa. Svo var það einn morgun, er stúlkur komu á kvíar
að mjalta, að Guðmundur var búinn að troða lömbunum
fimm að tölu ofan í poka, sagðist ætla að bera þau fram á
Miðhúsadal og vita, hvort helvítin kæmu aftur. Stúlkurnar
komu Guðmundi til að hætta við þetta ferðalag. En það
töldu allir víst, af skiljanlegum ástæðum, að lömbin myndu
ekki hafa komið aftur.
Gudmundur sækir kvíaærnar í Héraðsdal
Héraðsdalur heitir bær einn í Lýtingsstaðahreppi. Stendur
hann austanvert í Tungusveitinni [í svonefndu Dalsplássi],
skammt upp frá Héraðsvötnum. Litlu' neðar í Tungusveit-
inni vestanmegin1 2 standa Steinsstaðir. Guðmundur var
vinnumaður í Héraðsdal. Þá var það eitt sinn, að hann var
1 Mikib í ehdr.
2 Vatnamegin í ehdr.
196