Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 199
SAGNIR AF GUÐMUNDI ÁRNASYNI
beðinn að sækja kvíaærnar, sem voru hafðar þar út á hólm-
unum. Guðmundur fer af stað og er undralengi. Loks kem-
ur hann þó, en ekki með kvíaærnar frá Héraðsdal heldur
allar Steinsstaðaærnar. „Eg hélt það væri sama hverjar ærnar
voru“, sagði Guðmundur, en mikið hló hann að hugsa til
þess, hve Steinsstaðabóndinn mundi hafa orðið hátalaður,
þegar ærnar hans voru horfnar.
Gubmundur malar korn og ber fisk
Einhverju sinni var það í Héraðsdal, að Guðmundur var
beðinn að mala korn til matar, sem þá var títt, og auðvitað
var til bezta kvörn í Héraðsdal. En Guðmundi líkaði fremur
illa við hana, svo hann tekur kornið, sem hann átti að mala,
og fer með það út að Brenniborg, sem er nyrzti bær í Lýt-
ingsstaðahreppi og tveggja til þriggja klukkutíma gangur
þangað frá Héraðsdal. „Það verður ekki haft til matar í dag
kornið að tarna,“ sagði Guðmundur.
Sömuleiðis var það eitt sinn í Héraðsdal, að Guðmundur
var beðinn að berja fisk. Hann leggur af stað með fiskinn,
en finnur engan nægilega góðan fiskastein fyrr en kemur
upp á svokallaðan Hellisás, sem er einhver hæsti ás í Tungu-
sveitinni. Þar fann Guðmundur loks nógu góðan fiskastein,
en húsmóðurinni var, trúi ég, farið að lengja eftir fiskinum í
matinn.
Gudmundur yfirheyrður
Einhverju sinni var Guðmundur vinnu- eða vetrarmaður á
Kálfsstöðum, sennilega hjá Jóni heitnum Arnasyni, sem þar
bjó lengi. Þá kom séra Benedikt Vigfússon að Kálfsstöðum í
húsvitjunarferð. Var prestur vanur að láta bæði börn og
fullorðið fólk hafa upp fyrir sér ritningargreinar úr kverinu,
197