Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 200
SKAGFIRÐINGABÓK
ef það gat. Guðmundur gekk á beitarhúsin á Kálfsstöðum.
Þau voru þar sem nú er stekkurinn, en til forna hét að
Grjótgarði. Stóð Guðmundur yfir ám sínum, þegar prestur
kom. Lét hann senda eftir Guðmundi til þess að hann gæti
yfirheyrt hann. Svo þegar Guðmundur kemur, tekur prest-
ur hann tali og spyr, hvort hann kunni mikið í kverinu.
Guðmundur lætur lítið yfir því, en þó kemur svo, að hann
segist kunna tvær greinar. Prestur biður hann að lofa sér að
heyra. Jú, Guðmundur er til með það. Og svo kemur hann
með þessar tvær greinar:
Innan að frá hugskoti mannsins koma vondar hugsan-
ir, hórdómur, frillulífi, manndráp, þjófnaður, ágirnd,
illska, svik, lauslæti, öfund, bakmælgi, dramb, hirðu-
leysi - allt þetta kemur að innan og saurgar manninn.
Og svo þessa:
Djöfullinn var morðingi frá upphafi og stóð ekki stöð-
ugur í sannleikanum, því sannleiki er ekki í honum.
Nær hann talar lygi, talar hann af sínu eigin, því hann
er lygari og lyginnar höfundur.
Þetta eru tvær ljótustu greinarnar í kveri því, sem þá var
kennt, og leizt presti ekkert á, ef Guðmundur kynni ekki
neitt annað úr því. En Guðmundur hélt að þessum lestri
loknum, að sér veitti ekki af að fara að hugsa um ærnar
sínar, þeim færi víst að kólna á kjúkunum, og fór hvor sína
leið, Guðmundur og prestur. Er sagt, að prestur hafi ekki
yfirheyrt Guðmund framar.
198