Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 201
BRÉF UM BREKKUHÚSAFÓLK
SÖLVI SVEINSSON tók saman
BREKKUHÚS voru beitarhús nefnd, frá Brekku, og þar var
„húsfólk öðru hvoru, líklega aðallega á tímabilinu 1860-
1880“ segir Jón á Reynistað í Jarða- og búendatali. Þar er
hins vegar enginn talinn til heimilis, enda átti þar enginn
heima að lögum. Þrátt fyrir það bjó fólk í Brekkuhúsum, og
þar dó Bólu-Hjálmar sunnudaginn 25. júlí 1875. „Yfir liðinn
líkama hans signdu tveir fátæklingar, góðhjartaðir en svo
afskiptir veraldargengi, að sóknarprestur lét vera að telja þá
til lifandi manna“ segir Hannes Pétursson í þætti um síðustu
daga skáldsins.1 Þetta voru Bjarni Bjarnason og Rannveig
Sigurðardóttir, og Hannes leiðir að því líkur, að þau hafi
komið með föggur sínar í þessi fjárhús árið 1874 eða „önd-
vert árið 1875“.
Bjarni Bjarnason átti sveitfesti í Seyluhreppi, en öðru máli
gegndi um Rannveigu Sigurðardóttur. Hún var fædd hand-
an Vatnsskarðs, en hafði unnið sér framfærslurétt í Lýtings-
staðahreppi og var óvelkominn gestur í Brekkuhúsum að
mati hreppsnefndar Seyluhrepps. Hjálmar skáld kom í
Brekkuhús frá Starrastöðum, að líkindum fyrir atbeina
Guðrúnar dóttur sinnar, sem fór í kaupamennsku til Péturs
bónda Pálmasonar í Valadal; Bólu-Hjálmarssaga segir raun-
ar, að Guðrún hafi flutzt að Brekkuhúsum og verið ráðin í
1 Sjá Síðasta hteli Bólu-Hjálmars í Misskipt er manna láni, I, bls. 117-147.
199