Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 202
SKAGFIRÐINGABÓK
kaupamennsku til Péturs í Valadal á tilteknum degi. Guð-
rún gekk með barni og var að falli komin, fæddi dóttur 17.
júní 1875 og móðirin skráð í kirkjubók „heimilislaus flæk-
ingur Akrahrepps“. „Ekki er fullvitað, hvenær Hjálmar
settist að í Brekkuhúsum, en það ætti í síðasta lagi að hafa
verið stuttu eftir fardaga, þ.e. snemma júnímánaðar“ segir
Hannes Pétursson. Hann var heldur enginn aufúsugestur að
mati hreppsnefndar.
Hreppstjórar - og síðar hreppsnefndir - höfðu ýmsum
skyldum að gegna, og var framfærsla þurfamanna þeirra
veigamest, enda runnu útgjöld sveitarsjóða að miklu leyti til
hennar. Hreppsstjórnir höfðu í hendi sér öll ráð þeirra, sem
þágu af sveit, og beittu margvíslegum brögðum til að „firra
sig sveitarþyngslum", eins og það var orðað, t.d. að meina
því fólki búsetu, sem átti sveit annars staðar.
Friðrik Stefánsson, síðar alþingismaður, bjó um skeið í
Ytra-Vallholti og var hreppstjóri í Seyluhreppi 1870-81 og
jafnframt fyrsti oddviti hreppsnefndar eftir að hún tók til
starfa, 1874. Honum hefur ekki líkað gestagangur í Brekku-
húsum og líklega sízt, að þangað væri komin vanfær vinnu-
kona, ,heimilislaus flækingur Akrahrepps’. Ef til vill yrði
barnið Seyluhrepps, og því var allur varinn góður. Hann
sendi Eggert Briem sýslumanni bréf um Brekkuhúsafólk,
það sem ekki átti sveit í Seyluhreppi, og bað um vegabréf til
hreppaflutnings. Yfirvöldum var skylt að hafa slíkan gjörn-
ing í höndum, þegar þau fluttu fólk milli hreppa eða héraða,
en gömlum hreppsstjórnarmönnum þótti það raunar óþörf
fyrirhöfn; vildu helzt setja ,ómenni með börn í eftirdragi’ á
hest og flytja til síns heima eftir ákvörðun ,beztu manna’.
Kannski hefur Friðrik farið eftir ritúalinu í ljósi þess, að
Olafur Sigurðsson umboðsmaður í Asi átti Brekku, og beit-
arhúsafólk var því með sínu lagi undir verndarvæng hans.
Skrif Friðriks hafa ekki fundizt, en svar sýslumanns er bók-
að 11. júní 1875:
200