Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 203
BRÉF UM BREKKUHÚSAFÓLK
Vegabréf
Þared Hjálmar skáld Jónsson og Gubrúnu. dóttur hans,
sem nú eru í Brekkuhúsunum í Seyluhrepp, vantar lög-
lega atvinnu, þá vísast þeim hérmed til sveitar sinnar
Akrahrepps og her að veita þeim skylduflutning af
hreppstjóranum í Seyluhrepp til hreppsnefndaroddvit-
ans í Akrahrepp.
Sama dag er bókað bréf til Gísla Þorlákssonar oddvita á
Frostastöðum:
Eftir ósk hreppsnefndarinnar í Seyluhrepp hef ég veitt
Hjálmari skáldi Jónssyni og Guðrúnu dóttur hans, sem
nú eru í Brekkuhúsunum, vegabréf til Akrahrepps, og
munu þau verða flutt til yðar nema þér leitið ráðstöf-
unar hreppstjórans í Seyluhrepp til þess, að þau verði
flutt á einhvern annan stað, sem ekki vœri öllu lengra
að flytja til.
I þessum gerningum er eftirtektarvert, að Guðrún
Hjálmarsdóttir er sögð án Jöglegrar atvinnu’ í Brekkuhús-
um, en í því felst, að hún hafi ekki verið vistráðin. Líklega
hefur hún dvalizt með föður sínum í Brekkuhúsum nokkra
daga áður en hún hélt upp á Skörð til Péturs í Valadal,
jafnvel búið þar um sig til að fæða barn sitt, en Friðrik í
Vallholti brugðizt skjótt við, þegar hann frétti af flutningum
fátæklinganna, talið að þeir gæti orðið til byrði eða unnið
sér sveitfesti með veru sinni. Hins vegar var flutningsheim-
ild sýslumanns ekki ævinlega beitt, heldur notuð sem vopn
til að knýja á um meðlög annarra sveitarstjórna eða til að
semja um rétt einstaklinga til að færa bú sitt. Freistandi er
að ætla, að nágrannar Brekkuhúsafólks hafi haldið hlífiskildi
yfir því, Björn í Brekku, Jón á Víðimýri, Pétur í Valadal
o.fl.; víst er, að mörg þénusta var því veitt frá þessum bæj-
um og fleirum.
201