Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 204
SKAGFIRÐINGABÓK
En Friðrik lét sér ekki nægja að amast við Bólu-Hjálmari
og Guðrúnu: 11. júní 1875 gaf sýslumaður út annað vegabréf
til hreppaflutnings:
Þar eð stúlkuna Rannveigu Sigurðardóttur, sem nú er í
Brekkuhúsunum í Seyluhrepp, vantar löglega atvinnu,
þá vísast henni hérmeð til sveitar sinnar Lýtingsstaða-
hrepps og ber að veita henni skylduflutning af hrepp-
stjóranum í Seyluhrepp til hreppsnefndaroddvitans í
Lýtingsstaðahrepp.
Sama dag var Olafi Guðmundssyni í Litladalskoti, oddvita
Lýtinga, sent bréf:
Eftir ósk hreppsnefndarinnar í Seyluhrepp hef ég veitt
stúlkunni Rannveigu Sigurðardóttur Benediktssonar
frá Þorsteinsstöðum, sem nú er í húsum frá Brekku,
vegabréf til átthaga hennar Lýtingsstaðahrepps. . .
Hjálmar fór frá Brekkuhúsum heim í Blönduhlíð, en með
öðru attesti en vegabréfi sýslumanns: lagður í svarta kistu í
Víðimýrarkirkju, kvaddur þar og jarðaður í Miklabæjar-
garði við hlið Guðnýjar konu sinnar. Bjarni Bjarnason fór
með fátæklegan farangur sinn að Kirkjuhóli árið 1879.
Rannveig yfirgaf Brekkuhúsin - líklega sama ár - með son
þeirra Bjarna; þau fóru að Víðimýrarseli og ári síðar vestur í
Húnaþing. Þar var Rannveig lögð í mold harðindaárið 1887,
en sonur hennar barst síðar suður til Reykjavíkur, lézt 1969.
Bjarni Bjarnason dó 1882 á Þverá í Blönduhlíð, hálfsextugur
og 17 barna faðir, en aðeins sjö lifðu föður sinn; meðal niðja
hans er Stefán Islandi.
Fátækt fólk í beitarhúsum, í alfaraleið og þó utan garðs í
skýrslugerð yfirvalda. Bjarna og Rannveigar er ekki getið í
skyldufærslum valdsþjóna meðan þau hokra ofan við
Reykjarhólinn. Nöfn þeirra birtast aftur í reglubókhaldinu,
þegar þau fara úr ,húsum frá Brekku’.
202