Fréttablaðið - 28.04.2016, Síða 24
Þann 20. apríl sl. birtist í Frétta-blaðinu grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann Neyt-
endasamtakanna, og Guðjón Sigur-
bjartsson viðskiptafræðing um
mögulega lækkun verðs á tilteknum
matvælum við afnám tolla. Efni
greinarinnar er slíkt að gera verður
alvarlegar athugasemdir við það.
Greinarhöfundar leggja upp með
að bera saman verð á nokkrum vöru-
tegundum út úr búð (Bónus) í febrúar
2016 við það sem myndi gerast væri
innflutningur þeirra tollfrjáls. Svo vill
til að úr innflutningsskýrslum Hag-
stofu Íslands má lesa innkaupsverð
á sambærilegum vörum komnum á
hafnarbakka í Reykjavík auk þess sem
íslenska tollskráin er aðgengileg á
vef tollstjóra. Þar má með einföldum
hætti sjá hver raunverulegur tollur er
og bera saman við niðurstöður þeirra
félaga.
Útreikningar
sem standast ekki skoðun
Notast er við tolla á vörur sem koma
frá ESB en almennt er þar 18% verð-
tollur en mismunandi magntollur.
Fyrir nautalund er reiknað með tolli
samkvæmt opnum tollkvóta. Inn-
kaupsverð er meðal cif-verð á kg
fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt
skýrslum Hagstofunnar. Meðfylgj-
andi tafla sýnir þennan samanburð
fyrir þær vörur sem Jóhannes og
Guðjón birta í sinni grein og hægt
er að finna nokkuð nákvæmlega
sambærilegar vörur í innflutningi.
Því miður var ekki hægt að aðgreina
beikon frá öðrum vörum né heldur
eru fluttar inn svínakótelettur þessa
fyrstu tvo mánuði. Sama vanda-
mál á við ost. Þá er innflutningur á
hráum eggjum ekki leyfður vegna
heilbrigðiskrafna.
Niðurstaðan er í stuttu máli sú að
greinarhöfundar halda því fram að
verð á þessum vörum myndi lækka
meira og í sumum tilfellum mun
meira en nemur tollum á þessar
vörur í dag. Undantekning er heill
kjúklingur. En þess ber að geta varð-
andi verð á innfluttum vörum að í
öllum tilfellum er um frystar afurðir
að ræða en í grein þeirra Jóhannesar
og Guðjóns er verð á íslenskum
vörum greinilega miðað við ferskar
afurðir. Allir vita að ferskur kjúk-
lingur er dýrari en frystur, bæði heill
og bringur. Þá er ekkert tekið fram
um vatnsinnihald.
Rangar fullyrðingar
um lækkun matarverðs
Það er mat OECD að enginn mark-
aðsstuðningur sé við kindakjöts-
framleiðslu á Íslandi, með öðrum
orðum engin virk tollvernd. Fullyrð-
ingar um að ná megi fram verulegri
verðlækkun með afnámi tollverndar
eiga sér því ekki stoð í raunveruleik-
anum. Þessu til stuðnings má einnig
benda á að innfluttar matvörur sem
ekki bera tolla eru samkvæmt verð-
samanburði Eurostat einna dýrastar
hér á landi samanborið við önnur
Evrópulönd, s.s. ávextir og korn-
meti.
Hver er álagning
innflutningsaðila?
Standist fullyrðingar Jóhannesar og
Guðjóns um verðmun á innfluttum
og innlendum afurðum er niður-
staðan augljós. Tollverndin sem í
gildi er er svo lág að þessar vörur
ættu að vera fluttar inn nú þegar í
stórum stíl. Væri þá ekki sæmra að
beina spjótum sínum að innflutn-
ingsaðilum og spyrja hvort þeir geti
ekki nú þegar boðið innfluttar vörur
á hagstæðara verði í stað þessa að
hjala í kjöltu þeirra?
Virk umræða um matvælaverð er
af hinu góða og í raun nauðsynleg.
Það er hins vegar ekki boðlegt að
bera fram villandi og rangar upp-
lýsingar eins og gert er í umræddri
grein. Það er nefnilega ekki þann-
ig að betra sé að veifa röngu tré en
öngu.
Er betra að veifa
röngu tré en öngu?
Væri þá ekki sæmra að beina
spjótum sínum að innflutn-
ingsaðilum og spyrja hvort
þeir geti ekki nú þegar boðið
innfluttar vörur á hagstæð-
ara verði í stað þessa að hjala
í kjöltu þeirra?
Vöruflokkur Innkaupsverð Tollur Verðlækkun í grein JG og GS
Nautahakk 450 387 688
Nautalund frá
Danmörku 5.512 658 2.652
Kjúklingur, frystur 298 317 264
Kjúklingabringur
frá Þýskalandi 598 648 1.000
✿ Verð og tollar á kjöti – kr./kg
Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í mennt-un og mikilvægi þess að fólk hafi
jafnan aðgang að námi. Menntun er
fjárfesting sem skilar sér margfalt til
baka í samfélaginu. Á Íslandi býr fólk
við jöfn tækifæri til náms, greiðan
aðgang að námi eða eins og segir á
heimasíðu LÍN: „Hlutverk Lánasjóðs
íslenskra námsmanna er að tryggja
þeim sem falla undir lögin um sjóð-
inn tækifæri til náms án tillits til efna-
hags.“ Hins vegar eru blikur á lofti,
fréttir berast af því að ný ríkisstjórn
sé búin að leggja fram Málaskrá og á
henni eru ný heildarlög um Lánasjóð
íslenskra námsmanna, LÍN.
Í ársskýrslum LÍN undanfarin ár
hafa áhyggjur verið viðraðar af því
að hár meðalaldur námsmanna
við námslok dragi úr fullum endur-
heimtum og ýti undir afskriftir sjóðs-
ins. Þetta gefur sterklega til kynna að
stjórnvöld vilji leggja áherslu á ungt
fólk sem klári nám snemma eða á
„réttum tíma“. Vilji sé frekar til að
einblína á fólk sem komist fyrr út á
vinnumarkaðinn, byrji fyrr að borga
af sínum námslánum og sé því lík-
legra til að greiða þau til baka að
fullu. Sem sagt betri endurheimtur.
Það virðist ekki vera pláss í bókhald-
inu fyrir fólk með starfsreynslu sem
ákveður að skella sér á skólabekk til
að bæta við sig þekkingu og miðla
reynslu sinni í leiðinni.
Með því að einblína einungis á góðar
endurheimtur er hætta á að útiloka
ákveðna hópa frá jöfnu aðgengi að
námi. Undanfarið hafa námsmenn
verið að koma fram og tjá sig bæði á
samskiptamiðlum og í fjölmiðlum,
um bág kjör, vítahring skuldasöfnun-
ar og sálræn áhrif þess. Nýjasta reið-
arslagið er enn frekari niðurskurður
á framfærslu námsmanna erlendis,
20% niðurskurður. Einnig er dregið
verulega úr hámarkseiningafjölda
sem hægt verður að fá lán fyrir, verða
480 ECTS í stað 540 ECTS. Viljum við
sem samfélag draga úr möguleikum
fólks á að sækja sér frekari menntun
bæði hérlendis og erlendis? Þetta
er algjörlega óásættan leg staða, að
stjórnvöld þegi um stefnu sína í mál-
efnum námsmanna erlendis eins
og þetta sé þeirra einkamál. Stefna
þeirra snertir framtíð hundraða
námsmanna sem hafa þegar flust út
og hafið sitt nám út frá ákveðnum
forsendum, forsendur sem taka stöð-
ugum breytingum og sem jafnvel
ógna möguleika þeirra til að ljúka
sínu námi.
Svo segir mér hugur að ný heildar-
lög um LÍN séu ekki til að gera enn
betur við íslenska námsmenn og
stuðla að jafnrétti til náms – þvert á
móti!
Óvissa um framtíð LÍN
Í Kvosinni í Reykjavík hefur byggst upp kjarni menningar og stjórn-sýslu, sem nærir bæði borgina og
landsbyggðina. Nokkrar byggingar
tjá þetta, öðrum fremur, með tilveru
sinni, Dómkirkjan, Stjórnarráðið,
Alþingishúsið og Menntaskólinn.
Þær standa fyrir gildum, sem eiga sér
djúpar rætur, dýrmætar fyrir sam-
félagið.
Dómkirkjan á elstu ræturnar.
Bóndinn í Reykjavík, bæ fyrsta land-
námsmannsins, var allsherjargoði,
helgaði Alþingi ár hvert. Þar hlýtur að
hafa verið blótstaður, trúlega hörgur.
Þegar Þormóður allsherjargoði kom
heim af kristnitökuþinginu sumarið
1000, beið hans það hlutverk að reisa
nýjan guðsþjónustustað, kirkju, en
þörfin var þó ekki síðri fyrir kirkju-
garð. Að þeirra tíma trú var leg í
vígðri mold skilyrði fyrir himnavist.
Ekki er víst að þetta hafi tekist þegar
á fyrstu missirum. Því hafa e.t.v. ein-
hverjir verið settir í hin fornu kuml,
en verið fluttir þaðan í kirkjugarðinn
þegar hann var kominn. Þá gætu
aðrir kumlbúar hafa fylgt með, jafn-
vel landnámsmennirnir. A.m.k. hafa
engin kuml fundist í landi Reykja-
víkur. Staðreynd er, að hörgurinn
hvarf en kirkja og kirkjugarður risu
í túninu framan við Reykjavíkurbæ-
inn. Garðurinn var notaður í um 840
ár. Þar hvíla því nærri 30 kynslóðir
Reykvíkinga. Þetta er fólk, sem barðist
harðri baráttu til þess að lifa af og var
um leið dýrmætt fyrir umhverfi sitt og
samfélag. Meðal þeirra eru ýmsir, sem
mörkuðu djúp spor í þjóðarsöguna.
Við hljótum að sýna þessu fólki þá
virðingu að varðveita legstaði þess.
Sagt hefur verið, að umhirða kirkju-
garða sé mælikvarði á menningu
samfélagsins. Þeir hafa víða orðið
„lungu“ borganna og friðarreitir
fyrir þá sem vilja njóta sólar, sögu og
mannlífs. Því miður hefur okkur ekki
auðnast að halda Víkurgarði óskert-
um. Og enn er að honum ráðist. Nú
á að byggja hótel á hluta hans, hótel
sem á svo að hafa aðaldyr út í ósnerta
hlutann. Alþingi hefur amast við
þessari byggingu, tókst ekki að stöðva
áformin, en hefur þó sagt, að aðgengi
megi ekki vera frá Kirkjustræti. Þess
vegna vilja hóteleigendur nota Víkur-
garð. Það er auðvitað algjör óhæfa og
því þurfa rétt yfirvöld að stöðva vænt-
anlega byggingu. Víkurgarðs getur
beðið yndislegt og mjög þarft hlut-
verk. Skipulagi hans ætti að breyta,
taka burt gervileiðin og færa styttu
Skúla fógeta úr kirkjugrunninum, á
hentugri stað. Síðan mætti marka í
stéttina útlínur síðustu kirkjunnar,
sem var dómkirkja í 11 ár, koma fyrir
bekkjum, blómakerum, litlum gos-
brunni og síðast en ekki síst fræðslu-
skiltum, sem skýra sögu Reykjavíkur.
Þurfa fleira en hótel
Borgargestir þurfa fleira en hótel.
Við verðum að hafa eitthvað til að
sýna þeim. Þarna höfum við helgi-
stað tvennra trúarbragða á bæ fyrsta
landnámsmannsins. Það hygg ég sé
einstætt. Þarna er grunnur dóm-
kirkju, sem trúlega hefur verið sú
minnsta í heiminum. Við getum
miðlað sjaldgæfri sögu um upp-
haf byggðar og höfuðborgar og
sýnt hvernig hún tengist Alþingi,
menntun, myndlist, atvinnusögu
og frelsisbaráttu. Myndir dýrlinga
Víkurkirkju geta skreytt söguskiltin
ásamt myndum úr ásatrú. Mynd
Þorkels mána, sem þráði að deyja
inn í sólarljósið er þarna fyrir. Öll
þessi næring trúar og menningar
leitar til okkar á þessum stað eins
og eftir ósýnilegum naflastreng.
Getur ekki verið, að einmitt þarna
sé „nafli“ Reykjavíkur? Ef við leggj-
umst í skoðun á honum, held ég
að við hljótum að komast að þeirri
niðurstöðu, að þennan stað verði að
varðveita.
Víkurgarður:
Nafli Reykjavíkur
Það virðist ekki vera pláss í
bókhaldinu fyrir fólk með
starfsreynslu sem ákveður
að skella sér á skólabekk til
að bæta við sig þekkingu og
miðla sinni reynslu í leiðinni.
Sigrún Dögg
Kvaran
f.h. stjórnar SÍNE
Þórir Stephensen
fv. dómkirkju-
prestur og staðar-
haldari í Viðey Við hljótum að sýna þessu
fólki þá virðingu að varð-
veita legstaði þess. Sagt hefur
verið, að umhirða kirkju-
garða sé mælikvarði á menn-
ingu samfélagsins.
365.is Sími 1817
Í KVÖLD KL. 19:00
UNDANÚRSLIT EVRÓPUDEILDARINNAR
Undanúrslit Evrópudeildarinnar hefjast í kvöld þegar
Villarreal fær Liverpool í heimsókn. Það er til mikils að
vinna fyrir bæði lið því sigur í keppninni veitir þátttökurétt
í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Láttu ekki þennan stórleik framhjá þér fara.
VILLARREAL – LIVERPOOL
Erna
Bjarnadóttir
hagfræðingur
Bændasamtaka
Íslands
2 8 . a p r í l 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r24 S k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð I ð
2
8
-0
4
-2
0
1
6
0
3
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
3
D
-D
5
2
4
1
9
3
D
-D
3
E
8
1
9
3
D
-D
2
A
C
1
9
3
D
-D
1
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K