Fréttablaðið - 28.04.2016, Blaðsíða 4
Glitrandi hrein glös úr Bosch uppþvottavél!
Nú á sérstöku tilboði.
Opið virka daga
frá kl. 11 - 18
og á laugardögum
frá kl. 11 - 16.
Uppþvottavél
SMU 50M92SK
Orkuflokkur A++.
13 manna. Fimm kerfi.
Hljóð: 44 dB.
Tímastytting þvotta-
kerfa. Hæglokun á hurð.
„AquaStop“-flæðivörn.
Tilboðsverð:
Fullt verð: 118.400 kr.
89.900 kr.
Uppþvottavél
SMU 50M95SK (stál)
Orkuflokkur A++.
13 manna. Fimm kerfi.
Hljóð: 44 dB.
Tímastytting þvotta-
kerfa. Hæglokun á hurð.
„AquaStop“-flæðivörn.
Tilboðsverð:
Fullt verð: 134.200 kr.
99.900kr.
FRÁBÆRT
VERÐ!
Heilbrigðismál Allt að mánaðarbið
er eftir lausum tíma hjá heimilislækni
á heilsugæslustöðvum höfuðborgar
svæðis samkvæmt könnun Frétta
blaðsins. Þá heyrir til undantekn
inga að það sé laus heimilislæknir
og því flestir sem flytja nýir í hverfi
borgarinnar skráðir á stöð án heim
ilislæknis. Einnig hefur reynst erfitt
á mörgum heilsugæslustöðvum að
manna allar stöður.
„Það er ekki gott að fá heimilis
lækna,“ segir Sigríður Dóra Magnús
dóttir, yfirlæknir á heilsugæslustöð
Miðbæjar. „Það er vegna langtíma
skorts. Það hefur til að mynda ekki
verið settur peningur í að manna
námsstöður í langan tíma.“
Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíusson
ar heilbrigðisráðherra til breytinga á
lögum um sjúkratryggingar kveður á
um nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir
heilbrigðisþjónustu sem hefur meðal
annars það að markmiði að styrkja
hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta
viðkomustaðar fólks í heilbrigðis
kerfinu. Þannig þurfa foreldrar að
fá tilvísun hjá heimilislækni til að fá
niðurgreidda sérfræðiþjónustu.
Sigríður segir börn alltaf vera sett í
forgang á heilsugæslustöð Miðbæjar.
Aðspurð hvort stöðin ráði þó við enn
meira álag með tilvísunarkerfi segir
hún erfitt að spá þegar hún hafi ekki
forsendurnar. „En nei, ég sé ekki fyrir
mér að við ráðum við það eins og
staðan er í dag.“
Enginn greiði við barnafjölskyldur
Ólafur Alexander Ólafsson heilsu
hagfræðingur segist styðja það fyrir
komulag að heilsugæslan sé fyrsti við
komustaður í heilbrigðiskerfinu en
nauðsynlegt sé að efla hana um leið.
„Það er verið að auka álagið á
heilsugæsluna og í stað þess að auka
féð í samræmi við það er tekið af
henni fé vegna þriggja einkarekinna
heilsugæslustöðva. Þetta mun leiða til
lengri biðlista og því er þetta enginn
greiði við barnafjölskyldur sem þurfa
oft hraða þjónustu, vegna eyrnabólgu
og annars slíks.“
Ólafur segir breytingarnar í frum
varpinu ekki trúverðugar. „Heilsu
gæslan er þegar sprungin og mun
hún þá springa meira? Þetta er ekki
aðgerð sem er ætlað að skila árangri
því það er ekki verið að veita aukið fé í
heilsugæsluna til að takast á við nýjar
áskoranir og veruleika.“
Illa ígrundað tilvísunarkerfi
Þorbjörn Jónsson, formaður lækna
félags Íslands, tekur undir með Ólafi.
„Heilsugæslan ræður ekki við
verkefnið að fullu. Það er ekki búið
að skapa þær forsendur,“ segir Þor
björn sem segir greiðan aðgang fólks
að sérfræðiþjónustunni hafa létt á
kerfinu hingað til. „Það er þessi greiði
aðgangur sem útskýrir hvers vegna
við búum að þessari góðu þjónustu.
Það er óumdeilt að fyrir þá fjárhæð
sem ríkið leggur í sérfræðiþjónustu,
þá fær það mikla þjónustu á móti
sem heilsugæslukerfið hefur ekki
verið fært um að veita og verður ekki
fært um að veita.“
Þorbjörn segir skort á heimilis
læknum standa í vegi fyrir breyting
um á kerfinu. Þá gagnrýnir hann
að tilvísunarkerfi hafi ekki verið
skoðað betur. „Það er nauðsynlegt
að sérfræðilæknar geti tilvísað sjúk
lingum sín á milli. Það er ekkert víst
að þótt heimilislæknir vísi á lungna
sérfræðing þá dugi það til. Lunga
sérfræðingur gæti séð að það þyrfti
annars konar sérfræðing eða viljað
annað álit.“
Þorbjörn segir góða hugsun í því
að létta byrðina á veikustu sjúk
lingunum. „Það hefði samt verið
eðlilegast að ríkið legði einfaldlega
aukna fjármuni til þeirra. Það er um
það bil milljarður sem ber á milli til
þessa hóps.“
Hann segir alltof skamman tíma til
stefnu. „Þetta er lykilmál og því alltof
skammur tími fyrir okkur að bregðast
við. Það þarf að ræða ígrundað um
útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu og
aðgengi að henni,“ segir Þorbjörn.
erlabjorg@frettabladid.is
kristjanabjorg@frettabladid.is
Heilsugæslan ræður ekki við verkefnin
Í frumvarpi um nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu er gert ráð fyrir að heimilislæknar veiti tilvísun til sérfræði-
lækna. Sérfræðingar og læknar segja heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu ekki ráða við álagið núna vegna manneklu og fjárskorts.
nýsköpun Embla, 11 metra strand
gæslubátur sem byggður er á bylt
ingarkenndri hönnun skrokklags
Rafnar ehf., lagði í gærmorgun úr
Reykjavíkurhöfn, en ferðinni er
heitið á eina stærstu bátaráðstefnu
heims í Gautaborg í Svíþjóð. Aldrei
fyrr hefur opnum báti sem þessum
verið siglt jafn langa vegalengd á jafn
skömmum tíma, ef áætlanir stand
ast, og eru hraðamet ekki útilokuð.
Emblu, sem er af gerðinni Leiftur
RIB 1100, verður siglt yfir úfið Atl
antshafið til Gautaborgar með við
komu í Færeyjum, Hjaltlandseyjum
og Noregi.
„Tilgangurinn með siglingunni
er að sýna fram á afburða sjóhæfni
bátanna okkar sem meðal annars
hefur verið staðfest í samanburðar
tilraunum Magnúsar Þórs Jónssonar,
prófessors í verkfræði við Háskóla
Íslands. Smíðagæði bátsins verða
jafnframt kynnt og ekki síður niður
stöður úr siglingu okkar frá Íslandi
til Svíþjóðar,“ segir Björn Jónsson,
framkvæmdastjóri Rafnar ehf.
Embla er hraðgengur bátur og ver
sig vel. Takist vel til má reikna með
að met verði slegin, þó ekki sé það
markmið í sjálfu sér. Embla kemur
við í Vestmannaeyjum og er ferð
inni heitið til Hafnar í Hornafirði
áður en lagt er út á opið haf.
HSBO bátaráðstefnan stendur
yfir 10.12. maí og munu starfsmenn
Rafnar sýna bátinn og bjóða upp á
reynslusiglingar, en jafnframt halda
fyrirlestra. Báturinn er ríkulega útbú
inn og hentar til ýmissa björgunar,
eftirlits og löggæslustarfa og hefur
nýsmíði Rafnar ehf. vakið mikla
athygli í bátaheiminum síðustu mán
uði. – shá
Útiloka ekki hraðamet á leið til Gautaborgar
Rafnar ehf. er hugarfóstur Össurar
Kristinssonar.
Til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu fyrir börn þarf að hafa tilvísun frá heimilislækni. Bið eftir tíma getur þó verið löng og fáir
heimilislæknar eru á lausu. NoRdIcPhoTos/GETTy
Þetta mun leiða til
lengri biðlista og því
er þetta enginn greiði við
barnafjöl-
skyldur.
Ólafur Alexander
Ólafsson heilsu
hagfræðingur
Það er óumdeilt að
fyrir þá fjárhæð sem
ríkið leggur í sérfræðiþjón-
ustu, þá fær það mikla
þjónustu á móti sem heilsu-
gæslukerfið hefur ekki verið
fært um að veita
og verður ekki
fært um að
veita.
Þorbjörn Jónsson,
formaður Lækna
félags Íslands
NæsTI
hEIlsuGæsla TímI BIðTímI
Fjörður 25. maí 29 dagar
Garðabær 25. maí 29 dagar
Hlíðar 18. maí 22 dagar
Efra Breiðholt 13. maí 17 dagar
Árbær 13. maí 17 dagar
Hamraborg 12. maí 16 dagar
Hvammur 11. maí 15 dagar
Mosfellsumd. 11. maí 15 dagar
Glæsibær 10. maí 14 dagar
Efstaleiti 9. maí 13 dagar
Miðbær 4. maí 8 dagar
Sólvangur 3. maí 7 dagar
Grafarvogur 2. maí 6 dagar
Mjódd 27. apríl 1 dagur
Seltjarnarnes 27. apríl 1 dagur
✿ löng bið eftir tíma hjá lækni
spurt er: Hvenær er laus tími næst hjá heimilislækni?
2 8 . a p r í l 2 0 1 6 F i m m T u D a g u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð
2
8
-0
4
-2
0
1
6
0
3
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
3
D
-B
7
8
4
1
9
3
D
-B
6
4
8
1
9
3
D
-B
5
0
C
1
9
3
D
-B
3
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K