Fréttablaðið - 28.04.2016, Síða 26

Fréttablaðið - 28.04.2016, Síða 26
Frida Pedersen hefur klippt skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar á hverjum mið- vikudegi í fimm ár. MYNDIR/ERNIR Það er nóg að gera hjá sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálparinnar við að flokka notaðan fatnað sem stuðningsfólk hefur komið með. Fötin eru síðan seld til fjáröflunar eða gefin fátækum. Hér eru Anna María og Jóhanna. Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir situr í stjórn Fjölskylduhjálpar. Tölvan er orðin gömul og þarfnast endurnýjunar. Rúnar Jóhannsson sjálfboðaliði að störfum. Kærleikskerti eru framleidd hjá Fjöl- skylduhjálpinni til fjáröflunar. Jón Elís- son hefur séð um vinnuna við kertin. Hér er stæða af dósum sem bíður. Tryggvi Snorrason sjálfboðaliði að störfum. Nytjamarkaður Fjölskylduhjálparinnar í Hamraborg. Matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í Iðufelli í Breiðholti. Mikið úrval er af alls kyns fatnaði, notuðum og nýjum, á styrktarmarkaði Fjöl- skylduhjálparinnar við Iðufell. Nýr fatnaður er seldur á mjög góðu verði á styrktarmarkaði Fjölskylduhjálpar Íslands. þjónustu sl. 5 ár. Fólk kemur hingað úr öllum hverfum borgarinnar og nærliggjandi sveit- arfélögum.“ 50 sjálfboðaliðar Hjá Fjölskylduhjálpinni starfa 50 sjálfboðaliðar og aldrei hefur verið skortur á fólki sem vill hjálpa til og gera góðverk. „Það eru sex til átta konur sem starfa í Kópavogi og síðan erum við með stóra starfs- stöð í Reykjanesbæ. Þar starfa 15 sjálfboðaliðar. Til okkar kemur fólk í samfélagsþjónustu og leggur fram krafta sína, einnig hafa ör- yrkjar hjálpað okkur og fólk sem er hætt að vinna. Við byrjuðum með tvær hendur tómar og ég er stolt af því hvern- ig starfið hefur þróast,“ segir hún. „Í fyrstu notuðum við eigin bíla, borguðum fyrir síma og annað sem þurfti. Jón Ásgeir Jóhannesson borgaði leigu fyrir okkur í Eski- hlíð fyrstu þrjú árin og það var í rauninni til þess að starfsemin gat gengið. Fasteignafélagið Reit- ir hefur verið okkar stærsti stuðn- ingsfulltrúi, það útvegaði okkur húsnæðið í Iðufelli 14 og hefur verið mjög sanngjarnt með leigu- verð. Við tökum alltaf á móti notuð- um fatnaði og leikföngum og erum þakklát fyrir allan stuðning.“ Ásgerður segir að félagið njóti mikillar velvildar almennings hér á landi sem nær út fyrir landstein- ana. Árið 2014 gaf bandaríska fyrir tækið Cain Meetings & In- centives veglegan frystiklefa og setti hann upp í höfuðstöðvunum í Iðufelli. KærleiKsKerti Fjölskylduhjálpin hefur búið til kærleikskerti úr mör fyrir leiði eða til notkunar utanhúss og til gjafa til að fjármagna starfsem- ina. „Eins og gefur að skilja er mikil þörf á fjármagni í svona miklu hjálparstarfi. Sjálfboða- liðar aðstoða við kertagerðina en töluverð vinna er í kringum hana. Eimskip hefur boðið frysti- geymslu án gjalds til að geyma fyrir okkur mörlagerinn.“ Íslandsforeldri Íslandsforeldri er starfsemi undir Fjölskylduhjálpinni. Fólk getur skráð sig sem foreldri og greiðir þá 500, 1.000 eða 2.500 krónur á mánuði. „Við viljum styðja fátæk börn á Íslandi. Fátækt er veruleiki á Íslandi og þessi börn verða út- undan í samfélaginu. Við fengum yndislega konu, Margréti Hrafns- dóttur, til að vera verndari þess- ara samtaka. Við höfum fengið frábært fólk í lið með okkur sem Íslandsforeldra og markmiðið í ár er að Íslandsforeldrar verði orðn- ir 1.000 talsins. Í dag eru við með 400 Íslandsforeldra og viljum gjarnan fá fleiri í þann hóp. Með aðstoð Íslandsforeldra höfum við getað keypt lýsi, egg, fisk, kæfu og ávexti fyrir barnafjölskyld- ur. Einnig höfum við aðstoðað við kaup á íþróttafatnaði á börn og unglinga og öðru sem vantar til frístunda þegar við höfum fengið sérstaka styrki til þess.“ Hægt er að afla sér frekari upp- lýsinga á heimasíðunni www.fjol- skylduhjalp.is, á Facebook-síðunni Fjölskylduhjálp Íslands og á Face- book-síðu Íslandsforeldra. Stjórn Fjölskylduhjálpar Íslands Í stjórn Fjölskylduhjálpar Íslands eru Ásgerður Jóna Flosadótt- ir formaður, Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir varaformað- ur, Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir og Anna Valdís Jónsdóttir, verkefnastjóri í Reykjanesbæ. 2 8 . a p r í l 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ h e I M I l I 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 D -E 8 E 4 1 9 3 D -E 7 A 8 1 9 3 D -E 6 6 C 1 9 3 D -E 5 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.