Fréttablaðið - 28.04.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.04.2016, Blaðsíða 16
Viðskipti Hér á landi er Amazon vinsælasta netverslunin. Viðskipti við Amazon voru nær tvöfalt meiri en við næst- vinsælustu netverslun landsins, AliExpress, á fyrsta ársfjórðungi 2016. Þetta sýna tölulegar upplýs- ingar frá Meniga sem ná til tuttugu þúsund Íslendinga. Heildarvelta á netverslunarmarkaði fer áfram vaxandi og mælist meðalupphæð sem keypt er fyrir í hvert skipti nú 5.600 krónur. Viðskipti við AliExpress hafa þó aukist gríðarlega milli ára, eða um 30,7 prósent. Á sama tíma hafa við- skipti við Amazon vaxið um 7,6 prósent. Amazon er vinsælasta net- verslunin í öllum aldurshópum en er þó með töluvert minni hlutdeild hjá yngsta aldurshópnum, 16-25 ára, eða 33 prósent, samanborið við 43 prósent hlutdeild hjá 36-55 ára. Ali Express er næstvinsælasta netverslunin hjá öllum aldurs- hópum, með stærstu hlutdeild hjá 26-35 ára einstaklingum, eða 26 prósent. Heimkaup.is er svo þriðja vinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, nema þeim yngsta, 16-25 ára, þar sem Asos er með sextán prósenta hlutdeild. Af tíu vinsælustu netverslunum landsins hefur Asos vaxið mest í vinsældum milli ára, eða um 42,5 prósent. Vinsældir Forever 21 hafa hins vegar dalað verulega, og sala dregist saman um 30,5 prósent milli ára. Netverslun virðist áfram vera að sækja í sig veðrið. Heildarvelta á markaðnum hefur aukist um sautj- án prósent á milli ára. Meðalsalan hefur hins vegar minnkað um tíu prósent milli ára og mælist nú 5.600 krónur. Fimmtán prósent fleiri eru þó að versla á markaðnum miðað við sama tímabil í fyrra. Fjöldi viðskipta hefur aukist um þrjátíu prósent á milli ára og því er ljóst að fleiri einstaklingar eru farnir að versla á markaðnum, og almennt sé fólk farið að versla oftar og fyrir lægri upphæðir í einu. Sá aldurshópur sem eyðir mestu í meðalsölu á netinu er 46-55 ára, og eyðir hann að meðaltali 6.235 krónum. Sá hópur sem verslar minnst í meðalsölu er 56-65 ára hópurinn sem eyðir að meðaltali 4.542 krónum, eða 27 prósentum minna. Úrvinnsla Meniga er byggð á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. – sg Amazon er vinsælasta netverslunin hérlendis 6,2 6,3 7,3 20,7 -11,6 -14,4 -11,0 -26,9 mars til ágúst 2014 september 2014 til febrúar 2015 mars til ágúst 2015 júlí til des­ ember 2014 janúar til júní 2014 janúar til júní 2015 ✿ Breytingar á lánamarkaði n Ný sjóðsfélagalán lífeyrissjóða í milljörðum króna n Uppgreiðslur lána Íbúðalánasjóðs í milljörðum króna 20 15 10 5 0 -5 -10 -15 -20 -25 september 2015 til febrúar 2016 júlí til des­ ember 2015Heimild: Fjármálastöðugleiki Seðlabanka Íslands 2016 Milljarðar króna Amazon 40,9 22,2 10,2 8,2 6,3 5,4 4,7 1,9 0,9 0,5 Aliexpress.com Heimkaup.is ELKO Target Asos Skór.is Ígló og Indí ShopUSA Forever 21 ✿ Vinsælustu netverslanir notenda Meniga Sala á fyrsta ársfjórðungi í milljónum Heimild: Meniga 30,7% hafa viðskipti við AliExpress aukist um á milli ára. Lífeyrissjóðir hafa lánað mun hærri upphæðir til húsnæðiskaupa að undan förnu með beinum hætti miðað við síðustu ár. Lífeyrissjóðirnir lánuðu nær fjórfalt meira með sjóðs- félagalánum á fyrstu tveimur mán- uðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóðanna námu 12 milljörðum króna frá byrjun desember til loka febrúar, hærri upp- hæð en lánuð var út til sjóðsfélaga allt árið 2014. Sigríður Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálastöðug- leikasviðs Seðlabankans, benti á í kynningu sinni á ritinu Fjármála- stöðugleika, sem Seðlabankinn gaf út í síðustu viku, að tilfærsla væri að verða milli lánveitenda á húsnæðis- lánamarkaði. Uppgreiðslur Íbúða- lánasjóðs hefðu aukist hratt, þær námu tæplega 27 milljörðum króna á síðari hluta ársins sem er nærri tvöfalt miðað við sama tímabili árið 2014. Nærtækasta skýringin á auknum vinsældum sjóðsfélagalána sé að lífeyrissjóðirnir hófu fyrir áramót að bjóða húsnæðislán á hagstæðari kjörum en þeir hafi boðið áður og hagstæðari kjörum en bankarnir bjóði upp á. Magnús Árni Skúlason, hag- fræðingur hjá Reykjavík Economics, bendir á að ein ástæða þess sé að strangari reglur gildi um bankana en lífeyrissjóði. „Bankarnir eru undir reglum Fjármálaeftirlitsins um eigin- fjárbindingu og alls kyns regluverki í því samhengi. Hins vegar eru lífeyris- sjóðirnir það ekki. Þeir þurfa því ekki að leggja þann kostnað ofan á lánin.“ Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræði- deildar Háskóla Íslands, bendir á að lífeyrissjóðir séu með lengri fjár- mögnun en bankarnir. Skuldbinding- ar lífeyrissjóða til sjóðsfélaga séu ekki greiddar út fyrr en sjóðsfélagar fari á eftirlaun, sem sé áratugum eftir að þeir hefji að greiða lífeyri. Bankarnir séu hins vegar að stærstum hluta fjár- magnaðir með óbundnum innistæð- um, sem hægt sé að taka út hvenær sem er. Það geri lífeyrissjóðum auð- veldara fyrir en bönkunum að lána út til langs tíma. Þá séu lífeyrissjóðir nánast einu aðilarnir hér á landi sem geti lánað fjármagn til langs tíma í einhverjum mæli. Áður fyrr hafi lífeyrissjóðir að mestu leyti gert það í gegnum Íbúða- lánasjóð. Íbúðalánasjóður hafi lánað um 60 prósent allra íbúðalána Íslandi, að mestu með því að gefa út skulda- bréf sem lífeyrissjóðir keyptu. „Þann- ig að það var í raun peningur lífeyris- sjóðanna sem Íbúðalánasjóður var að lána út.“ Í dag hafi hins vegar verulega dregið úr umsvifum Íbúðalánsjóðs og nánast sé búið að loka honum. Þá hafi lífeyrissjóðir einnig fjármagnað megnið af svokölluðum sértryggðum skuldabréfaútgáfum bankanna sem bankarnir hafa nýtt til að fjármagna sín íbúðalán. Ásgeir segir að svo virðist sem stefnubreyting hafi orðið hjá lífeyris- sjóðunum. Þeir hafi tekið ákvörðun um að lána í aukunum mæli fé sjálfir til íbúðakaupa í stað þess að gera það í gegnum milliliði, þótt þeir hafi alltaf gert það í einhverjum mæli. Í Fjármálastöðugleika Seðla- Lífeyrissjóðir auka umsvif á markaði Uppgreiðslur lána hjá Íbúðalánasjóði hafa aukist verulega en lífeyrissjóðir hafa lánað margfalt meira gegnum sjóðsfélagalán. Stefnu- breyting hefur orðið hjá lífeyrissjóðum að sögn hagfræðings. Þeir lána í auknum mæli sjálfir í stað þess að gera það í gegnum milliliði. bankans kemur fram að skuldir heimilanna sem hlutfall af lands- framleiðslu hafi lækkað um 11 prósentustig á árinu 2015 og nemi nú 83,8 prósentum af landsfram- leiðslu. Lækkunina megi rekja til hærri landsframleiðslu og skulda- lækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar með beinni lækkun húsnæðislána og heimildar til nýtingar séreignarlíf- eyrissparnaðar. Skuldahlutfallið sé nú svipað og það var árið 1999. Ingvar Haraldsson ingvar@frettabladid.is Bankarnir eru undir reglum Fjármála- eftirlitsins um eiginfjárbind- ingu og alls kyns regluverki í því samhengi. Hins vegar eru lífeyrissjóðirnir það ekki. Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Econo- mics 2 8 . a p r í l 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r16 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 D -C 6 5 4 1 9 3 D -C 5 1 8 1 9 3 D -C 3 D C 1 9 3 D -C 2 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.