Fréttablaðið - 28.04.2016, Síða 18

Fréttablaðið - 28.04.2016, Síða 18
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Á síðasta kjörtímabili voru skattar á bensín og bensínbíla hækkaðir verulega umfram skatta á dísilolíu og dísilbíla. Þessi neyslustýring skýrir hvers vegna bensínlítrinn er 10-15 krónum dýrari á bensínstöðvunum en dísillítrinn og hví sumar tegundir bensínbíla eru vart fáanlegar í bílaumboðum lengur. En er þessi mismunun gegn bensínbílnum ekki réttlætanleg vegna mengunar? Nei. Bensínbíll kann vissulega að gefa frá sér nokkuð meira af gróðurhúsa- lofttegundum en sambærilegur dísilbíll. Aðeins má þó rekja um 4% af heildarútblæstri gróðurhúsaloft- tegunda hér á landi til bíla. Það hefur því litla þýðingu að eltast við bíleigendur sé ætlunin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi svo nokkru nemi. Frá dísilbílnum streymir hins vegar margfalt meira sót og svokölluð NOx en frá bensínbílum. Sót og NOx eru talin skaða öndunarfæri vegfarenda. Það er því í meira lagi hæpið að skattleggja eigi bensínbíla meira en dísilbíla vegna mengunar. Dísilbílar eru almennt dýrari í innkaupum til landsins en bensínbílar og varahlutir trúlega líka. Það kemur því ekki á óvart að þar sem skattlagning er hlut- laus og engin neyslustýring til staðar eru bensínbílar vinsælli en dísilbílar. Þetta var raunin hér á landi þar til hreina vinstri stjórnin skattlagði bensínbílana út af markaðnum. Dísilbílar hafa vissulega sína kosti en ekkert virðist réttlæta að bensínbílar séu skattlagðir umfram dísilbílana. Mér sýnist því niðurstaðan af þessari neyslustýringu vera sú að landsmenn hafi á undanförnum árum keypt dýrari og meira mengandi bíla en þeir hefðu ella gert. Hreina vinstri stjórnin ýtti undir óhreinni útblástur frá bílaumferð, og það jafnvel áður en tekið er tillit til nýlegra frétta af mengunarvarnarbúnaði dísilbíla. Það er mikil þróun í hönnun bíla þessi misserin. Ný tæki og nýjar útfærslur á gamalli tækni skjóta daglega upp kollinum. Ekki er gott að spá um hvað af þessari tækni nær fótfestu. Þess vegna er mikilvægt að stjórn- völd gæti hlutleysis við skattlagningu og lagasetningu um þessi mál. Það er ekki til velfarnaðar að við stjórn- málamenn reynum að stýra þessari tækniþróun. Sótsvört neyslustýring Sigríður Á. Andersen alþingismaður Dísilbílar hafa vissulega sína kosti en ekkert virðist réttlæta að bensínbílar séu skatt- lagðir um- fram dísil- bílana. EINAR KRISTJÁN HILMARSSON, SMÍÐAKENNARI MÆTUM Í KRÖFUGÖNGUNA OG Á 1. MAÍ HÁTÍÐARHÖLDIN – SAMSTAÐAN ER OKKAR STYRKUR! „Ég mæti vegna þess að það þarf að standa vörð um réttindi okkar launafólksins. Sjáumst í 1. maí göngunni.“ Það má segja að eldri borgarar séu tveir hópar, það eru eldri eldri borgarar og svo yngri eldri borgarar. Þetta eru tveir stórir hópar og þessi yngri hópur, hann getur alveg unnið. Hann er ekkert farlama gamalmenni,“ sagði Helgi Pétursson, stjórnar- maður í Félagi eldri borgara og einn af meðlimum Gráa hersins. Herinn var stofnaður í síðasta mánuði til að vekja athygli á kjörum eldra fólks og stuðla að hugarfars- breytingu þegar kemur að málefnum þeirra sem eldri eru. Hátt í 40 þúsund manns á Íslandi eru komin á eftirlaunaaldur, eða orðin 67 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun í þessum hópi næstu árin. Árið 2030 verði þau orðin yfir 70 þúsund. Fólkið, sem skipar hópinn sem nú er 67 ára og eldri, er einstaklingar sem byggðu upp það samfé- lag sem við búum við í dag. Mun betra samfélag en áður var. Það er staðreynd að annars vegar ríkja fordómar í garð eldri borgara á Íslandi og að hins vegar gerum við ekki nægilega vel við þennan hóp. Hann er allt of oft afgangsstærð og það á við um hann rétt eins og aðra hópa í samfélaginu, hann er ekki einsleitur. Hópurinn yfir 67 ára er á ýmsum aldri og í mismunandi stöðu til dæmis eftir heilsufari. Grái herinn segist vilja fá fram skilning á því hversu mikil sóun það er að henda vinnufærum eldri borgurum út af vinnumarkaði. Miðað við fyrrnefnda mannfjöldaspá er það einnig glap- ræði að fækka þeim sem standa undir hverjum og einum. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að alvarleg- um höfuðáverkum hefur fjölgað á síðustu fjörutíu árum. Áður fyrr voru það einkum yngri einstak- lingar sem fengu slíka áverka í umferðarslysum en nú er algengasta orsökin fall úr lítilli hæð. Og það eru mikið til fólk á miðjum aldri og yfir. Þó auð- vitað sé ekki hægt að koma í veg fyrir það alfarið að slysin verði er þessi þróun dálítið lýsandi fyrir ástandið. Við skuldum þessu fólki mun betri meðferð. Öfum okkar og ömmum – mæðrum og feðrum. Við skuldum þeim að breyta okkar eigin hugsunar- hætti. Þeir sem eru vinnufærir og oft vel það eiga að vera eftirsóttur starfskraftur. Í aldrinum býr viska og reynsla sem þeir sem yngri eru geta ekki búið yfir. Þau sem ákveða að yfirgefa vinnumarkaðinn eru ekki þiggjendur ellilífeyris, þeir fá það til baka sem þeir hafa unnið sér inn. Og þeim sem glíma við heilsubrest á síðasta æviskeiðinu eigum við að hlúa að og sjá til þess að þau geti lifað með þeirri reisn sem þau eiga skilið. Í því ekki er ekki fólgið neitt góðverk, heldur réttlæti og meira að segja smá sjálfselska. Af því að öll munum við, séum við svo heppin að fá að lifa lengi, standa í þessum sporum. Og við viljum fá að klára lífið eins og okkur hentar. Efri árin Fólkið, sem skipar hópinn sem nú er 67 ára og eldri, er einstaklingar sem byggðu upp það samfélag sem við búum við í dag. Að kasta rýrð Tilkynning birtist á heimasíðu Framsóknarflokksins í gær. Í henni segir Hrólfur Ölvisson frá því að hann hafi hætt störfum sem framkvæmdastjóri flokksins. „Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Framsóknarflokkinn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þessarar ríkisstjórnar,“ skrifar Hrólfur. Það verður að þakka fyrir þessa tilkynningu. Hins vegar er ólíklegt að þessi eina afsögn verði til þess að rýrð verði ekki kastað á flokkinn. En formaðurinn? Framsóknarflokksins bíður það verkefni að endurheimta það traust sem landsmenn veittu flokknum í síðustu kosningum. Á þessum degi fyrir þremur árum vöknuðu 19 einstaklingar á sunnudagsmorgni sem nýkjörnir þingmenn flokksins eftir stór- sigur. Framsóknarflokkurinn vill ólmur endurheimta það traust sem hann hefur að mörgu leyti glatað á síðustu dögum. Því er það nokkuð skondið að hugsa til þess að núverandi formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur ekk- ert sagt um það hvort hann ætli að halda áfram. Ef markmiðið er að rýrð verði ekki kastað á Fram- sóknarflokkinn, eins og fram- kvæmdastjórinn orðar það, þá hljótum við að fara að sjá viðlíka tilkynningu frá formanninum. sveinn@frettabladid.is 2 8 . a p r í l 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð I ð SKOÐUN 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 D -B 2 9 4 1 9 3 D -B 1 5 8 1 9 3 D -B 0 1 C 1 9 3 D -A E E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.