Fréttablaðið - 28.04.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.04.2016, Blaðsíða 28
Í framtíðinni vonast ég til þess að ég sjálfur og fleiri fatahönnuðir fari að nýta betur Norðurlöndin fyrir sýningar og sölusvæði enda er fagurfræðin okkar svipuð og þeirra. Þarna höfum við mikla mögu- leika á því að koma vörum okkar fyrir og leyfa þeim að dafna og vaxa. Ási Már fatahönnuður Fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson, betur þekktur sem Ási Már, setti á laggirnar eigið fatamerki síðasta haust undir nafninu ASI MAR. Í lok næsta mánaðar mun hann, ásamt fjór- um öðrum hönnuðum, halda sam- eiginlega sýningu á haustlínum sínum í glæsilegum húsakynn- um Safnahússins við Hverfis- götu í Reykjavík. „Ég er að vinna bæði með herra- og kvenfatnað. Mér finnst gaman að leika mér með ólíka hluti eins og hefðir og nýbylgju, glamúr við götufatn- að o.fl. Á þessu ári hef ég verið að þróa merkið mitt ásamt því að vera stílisti og pistlahöfundur fyrir tímaritið Man.“ Með Ása Má á sýningunni verða Rey, Skaparinn, Ýr og Sævar Markús en öll eru þau eigendur verslunarinnar P3. „Þar sem salurinn rúmar ekki marga munum við ekki koma eins mörgum fyrir og við vilj- um. Því munum við bjóða upp á upphengda sýningu í verslun okkar, P3. Þar sem sú dagsetning er óákveðin mæli ég með því að fólk fylgist með á Facebook-síðu okkar.“ Hörð og Hvöss form Innblásturinn að línunni sem Ási Már mun sýna í næsta mánuði er sóttur í framtíðarsýn á klassíska rómantík. „Þar mun ég blanda saman smáatriðum frá klassísk- um málverkum við hörð og hvöss form. Ég vinn mikið með snið sem upphefja líkamann og vinn með þær línur sem eru nú þegar til staðar. Blanda það síðan með því að ýkja viss form, bæta við þau og gera öfgafyllri. Með hönnun minni vil ég segja sögu eða vekja tilfinn- ingu, hvort sem hún er unnin út frá fegurð, ótta eða aðdáun.“ Línan sem hann vinnur að þessa dagana inniheldur smá myrkur að hans sögn. „Þar sem efnin verða dökk og hörð, formin verða graf- ísk og skorin en síðan hræri ég inn blíðleika og rómantískum smáat- riðum. Því miður get ég ekki farið nánar út í það að svo stöddu.“ LéttLeiki fram undan Eftir sýninguna mun Ási strax leggja drög að næstu sumarlínu sinni. „Eftir allt þetta myrkur er kominn tími á liti, leikgleði og létt- leika. Samhliða því mun ég vinna að nokkrum nýjum verkefnum sem eru ekki fatatengd. Það er margt sem mig langar að gera en hefur setið á hakanum um tíma. Nú gefst mér loks tími til þess að einbeita mér að þeim og þróa frekar. Þó að þetta sé ekki fatnaður mun ég sitja fastur við teikniborðið. Fyrir utan þau verkefni ætla ég að reyna að njóta sumarsins í faðmi fjölskyld- unnar, vina og dýranna minna.“ Aðspurður um möguleika ís- lenskra fatahönnuða segir hann fullt af hæfileikaríku og kláru fólki hér á landi en það krefj- ist mikillar þrautseigju að halda út. „Ég er ávallt mjög spennt- ur fyrir útskriftarnemendunum frá Listaháskóla Íslands en það eru miklir meistarar sem hlúa að þeim hæfileikum þar. Í framtíð- inni vonast ég til þess að ég sjálfur og fleiri fatahönnuðir fari að nýta betur Norðurlöndin fyrir sýningar og sölusvæði enda er fagurfræð- in okkar svipuð og þeirra. Þarna höfum við mikla möguleika á því að koma vörum okkar fyrir og leyfa þeim að dafna og vaxa.“ Nánari upplýsingar um hönnun Ása Más má finna á Facebook undir ASI MAR. viLL segja sögu eða vekja tiLfinningu Glæsileg húsakynni Safnahússins í Reykjavík verða vettvangur sameiginlegrar sýningar á haustlínum fimm íslenskra fatahönnuða. Ási Már er einn þeirra en hann vinnur bæði með herra- og kvenfatnað. „Mér finnst gaman að leika mér með ólíka hluti,” segir fatahönnuðurinn Ási Már. MYND/ANTON BRINK Ási Már hannar bæði herra- og kvenfatnað. MYNDIR/ÁSI MÁR OG ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt) LÆKKAÐ VERÐ! Verð fyrir afnám tolla 21.980 Verð nú 17.980 GLÆSILEG BUXNASENDING FRÁ GARDEUR Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin BelladonnaStærðir 38-58 Flottur sportfatnaður, fyrir flottar konur Nánari upplýsingar á Texasborgarar.is og Facebook BLT-SAMLOKA MEÐ FRÖNSKUM 1.490 KR. Alsæla með spældu eggi og bernaise fyrir klink af BLT-samloku með frönskum gegn framvísun þessa miða. Aðeins 1.490 kr. fyrir tvo. Klipptu miðann út og taktu með þér. Gildir til 25. maí 2016. 2 FYRIR 1 2 8 . a p r í l 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 D -F C A 4 1 9 3 D -F B 6 8 1 9 3 D -F A 2 C 1 9 3 D -F 8 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.