Jökull


Jökull - 01.12.1951, Side 17

Jökull - 01.12.1951, Side 17
Snjómœlingar á Vatnajölili 1951. Sigurjón Rist notaði hvert tækifæri, sem gafst, til þess að grafa niður úr vetrarsnjónum og mæla þykkt hans og vatnsgildi. Vegna illviðra urðu jsessar mælingar færri en ella hefði orðið. Snjómælingar voru gerðar á þessum stöðum: Snjó- Vatns- Hað dýpt gildi m cm mm T4 Sunnan Esjufjalla . . 650 114 435 S2 Suðaustan Esjufjalla 760 150 570 S3 Austan Esjufjalla .. . 900 176 ? S4 Norðaustan Esjufjalla 1120 230 1290 S9 Norðlingalægð 1300 420 1900 S22 Við Grímsvötn 1580 415 1860 S32 Á Dyngjujökli 1410 360 1580 S37 Upp af Köldukvíslarj. 1540 240 1160 S43 Á Skeiðarárjökli .... 940 150 S50 Norðan Esjufjalla . . . 1540 520 2580 Á meðan leiðangurinn dvaldist á jöklinum hafði fennt 50 cm við S6 og 24 cm við S5. Eðlis- þyngd nýsnævisins var 0,37. Snjór var að þessu sinni óvenjulega lítill á sunnanverðum jöklin- um. Við S4 virtist vera óleyst um 30 cm hjarn- lag frá vetrinum 1949—1950. Snælínan hefur því verið 1100 m yfir sjávarmál sumarið 1950. ★ Lón við Breiðamerkurjökul. Við jaðar Breiða- merkurjökuls hafa myndazt þrjú allmikil lón, siðan jökullinn styttist svo mjög. Hið vestasta, Breiðárlón, er 24 m djúpt. Jökulsárlón er 35 m, en það er raunar klofið í tvennt af jökul- kambi fremst á Esjufjallarönd. Vestari hlutinn hefur ekki verið mældur. Stemmulón við austan- verðan Breiðamerkurjökul er víðáttumikið, en um dýpt þess er ekki vitað. Fjallsá kemur einnig úr 45 m djúpu lóni við austanverðan Fjallsjökul, en svo nefnist jök- ullinn milli Breiðamerkurfjalls og Ærfjalls. Milli Ærfjalls og Múlans kernur önnur jökul- tunga, sem sameinast Fjallsjökli fremst. Undan honum kemur Hrútá, og heitir hann Jrví að réttu lagi Hrútárjökull. — Nafnið Fjallsjökull var fallið i gleymsku. Þ. Thoroddsen nefnir ltann Eystri-Hrútárjökul. En hví skyldi Fjallsá koma .undan Hrútárjökli? /. Ey. ★ Smájöklar við Flateyjardal. I byrjun mai 1940 var ég við annan mann á ferð úti í Fjörð- um austan Eyjafjarðar og fór frá Hvalvatns- firði til Flateyjardals inn eftir Iíaðaldal, yfir egg- ina í botni dalsins, sem er um 750 m há, og nið- ur í Ytri-Brettingsstaðadal. Báðum megin við eggina eru jöklar, sem ekki eru sýndir á korti. Á flugmyndum landmælingadeildar vegamála- stjórnarinnar sjást þessir jöklar, og með saman- burði við þær telst mér til, að jöklarnir renni niður í ca. 600 m hæð í báðum dölunum. Þeir liggja aðallega milli 750 m og 600 m hæðar. I hinu mikla ritverki þeirra Ahlmanns og Sig- urðar Þórarinssonar, Vatnajökull, er kort yfir hæð snælínu á Islandi og er hún þar áætluð 1000—1100 m við utanverðan Eyjafjörð. Virðist rétt að þetta sé athugað nánar með tilliti til Jaeirra jökla, er að ofan getur. Trausti Einarsson. ★ Enskir frœðirnenn, sex að tölu, frá Durham University Exploration Society dvöldust að Breiðá og i Esjufjöllum frá byrjun júlí fram um miðjan september. Unnu Jieir einkum að því að gera uppdrátt af Esjufjöllum og jökul- jöðrunum frá Fellsfjalli að Ivvískerjamúla. Eru uppdrættir þessir gerðir i 1:25000 og hinir Jjarf- legustu fyrir allar rannsóknir á þessum slóðum. Þeir félagar höfðu flestir nýlokið prófi við Durliam háskóla í Englandi, en frá þeim há- skóla hafa komið hingað ungir fræðimenn á Bob Young og Hal Lister ferðbúnir til Esjufjalla. Ljósm.: Sverrir Scheving. 15

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.