Jökull


Jökull - 01.12.1953, Blaðsíða 46

Jökull - 01.12.1953, Blaðsíða 46
Gljúfurárjökull í Svarfaðardal Gljúfurárjökull var mældur 9. ágúst 1953. Lít- il snjófönn var við jökultotuna, svo þar var ekki hægt að koma við nákvæmri mælingu. Vörðurnar frá 1939 voru hrundar að mestu, en fundust þó og voru hlaðnar að nýju á sama stað. Mælt var frá G2 í stefnu Gi—G2 að jökli og mældist 114 m. Jökullinn hefir því styttst um 114—68 = 46 metra á 14 árum. Jökultotan mældist 540 m yfir sjó (loftvogar- mæling). í austurhlíð Gljúfurárdals upp af jökultot- unni eru margar greinilegar jökulöldur. Neðsta aldan (I) er 35 m yfir dalbotni við jökulendann. Greinileg. Næsta aldan (II) er 50 m yfir dalbotni við jök- ulendann. Greinileg. Næsta aldan (III) er 75 m yfir dalbotni við jökulendann. Ogreinileg. Efsta aldan (IV) er 115 m yfir dalbotni við jök- ulendann. Neðsta aldan (I) er mynduð eftir 1939 og er næstum enginn gróður milli hennar og jökulsins, en utan hennar er talsvert áberandi gróður. Efsta aldan (IV) er sennilega mikið eldri en sú næstefsta (III). Jökullinn hefir áður gengið ca. 800 m lengra fram dalinn og eru mjög skörp gróðurskil við vænleg sprunga, sem vart mun hafa verið undir 10 metrum á breidd snemma í ágúst 1953. Á sú, sem kemur undan jöklinum (þ. e. Lambá, en það nafn bera flestar smáár á þess- um slóðum), er mjög skolug, og var sjóndýpt vatnsins um 10 cm, er ég kom að henni í ágúst 1953. Jökullitur Glerár mun að mestu leyti kominn úr þessari Lambá. í fjöllunum vestan Eyjafjarðar eru margir jöklar, sem að meira eða minna leyti eru huldir möl og grjóti. Fólk, sem ferðast um fjöllin, get- ur gengið yfir þá án þess að vita, að jökulís sé undir fótum þess. Slíkir jöklar eru ekki sýndir á korturn af landinu, og enn þá veit enginn, hve margir eða hve stórir þeir eru, en þeir eru merkilegt rannsóknarefni fyrir jarðfræðinga og aðra þá, sem kynnast vilja jarðsögu landsins. Eysteinn Tryggvason. Gljúfurárjökull, 9. ág. Blekkill heitir tindurinn 1 baksýn. Myndin tekin af yztu jökulöldu, um 800 m frá jökulsporði. fremstu jökulröndina, sem samsvarar IV hér að ofan. Snælínan á jöklinum var um 820 m yfir sjó. Aðstoðarmaður við mælinguna var Jón Sigur- geirsson Akureyri. Reykjavík 25. nóv. 1953. Eysteinn Tryggvason. VIÐBÆTIR. Hinn 29. júlí 1939 setti ég mælingavörðu við Gljúfurárjökul, austan árgils- ins, og fara hér á eftir nokkur atriði úr vasa- bók minni frá þeim tíma: Ld. 29. júlí. Frá Urðum fylgdi mér piltur að Kóngsstöðum í Skíðadal. Bóndinn þar, Osk- ar Júlíusson, tók vel erindi mínu og fylgdi mér fram að Gljúfurárjökli. Hverhóll heitir næsti bær, sem í byggð er, framan við Kóngsstaði. Þar fyrir framan eru mörg eyðibýli. Skíðadalur er þó grösugur og byggilegur í bezta lagi. Gljúfurárdalur er hengidalur og rnynni hans um 120 m hærra en botn Skíðadals. Gljúfurár jökull er mikill jökulbunki, svipaður eystra sporði Tungnahryggsjökuls. Hæð jökultotunn- ar mældist 525 m. Jökullinn hefur náð 800—1000 m lengra fram fyrir eigi alllöngu. Sést þar glögg byrjun á hliðaröldum V-löguðum, en þar fyrir utan sjást lítil merki hliðaraldna. Hlíðarnar eru allar skriðu orpnar, en gróðurteigingar meiri hið efra í hlíðinni. Jökullinn virðist hafa náð 100 m upp í hlíðarnar rétt neðan við núverandi sporð. Jón Eyþórsson. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.