Jökull - 01.12.1953, Blaðsíða 45
EYSTEINN TRYGGVASON:
Lambárdalsjökull
JÖKULÍS UNDIR GRJÓTURÐ.
Kerling við Eyjafjörð er að norðanverðu þver-
brött niður að botni Lambárdals. Þarna er mjög
mikið grjóthrun úr fjallinu, svo að stundum
heyrist þaðan sífelldur kliður frá þessu hruni.
Svo var a. m. k. 18. ágúst 1952, er ég kom þangað.
Allt það grjót, sem hrynur úr hömrunum norð-
an í Kerlingu, fellur niður á jökul þann, sem
fyllir Lambárdalinn, en skriðjökullinn flytur
það frá fjallinu niður dalinn.
A neðri hluta jökulsins, fyrir neðan snælín-
una, eyðist jökullinn vegna bráðnunar, en sam-
Uppdráttur af Lambárdalsjökli og næsta um-
hverfi. Sá hluti jökulsins, sem er hulinn grjóti,
er merktur punktum. (E. Tryggvason teiknaði).
Sketch map of Lambárdalsjökull. The dotted
areas are covered by a thick layer of débris and
big basalt blocks.
Yfirborð Lambárdalsjökuls 12. ágúst 1953.
Jökulís sést í 'sprungu neðst á myndinni.
(Ljósm. E. Tryggvason).
The surface of Lambárdalsjökull. Notice the
crevasse in the foreground.
tímis myndar grjótið og aurinn, sem jökullinn
ber með sér, lag á yfirborði hans.
Þegar ég var þarna, 18. ágúst 1952, var jökul-
tungan orðin snjólaus upp að 1000 m. hæð, en
12. ágúst 1953 var snjórinn horfinn upp fyrir
1100 m. línuna.
Nú er ástand þessa jökuls þannig, að um
helmingur hans er hulinn grjóti og möl, svo að
hvergi sér þar í ís nema í sprungum, eða þar
sem rennandi vatn hefir grafið rásir. Víða er þó
aurlagið svo þunnt, að ísinn kemur í ljós,
þegar allstórum steinum er velt við, en fremst á
jöklinum er lagið þykkara, og er þar nokkur
gróður, aðallega mosi og skófir, en einnig hafa
einstakar blómplöntur fest þar rætur, t. d.
dvergvíðir, Ólafssúra og fjallasveifgras.
Grjótið á jöklinum er mjög mismunandi að
stærð, allt frá leir og sandi að stórgrýti fleiri
metra í þvermál. Steinarnir eru yfirleitt hvass-
brýndir. Mest er þarna basalt (blágrýti), en
einnig er talsvert af líparíti.
Grjótlag þetta mun tefja mjög bráðnun
jökulsins og valda því, að hann styttist seinna
en aðrir jöklar við hlýnandi veðráttu, enda hef-
ir hann ekki styttst neitt á síðustu áratugum,
og þess sjást engin merki, að hann hafi nokkru
sinni, síðan ísöld lauk, gengið lengra fram, en
þangað sem hann liggur nú.
Sá hluti jökulsins, sem hulinn er aur og grjóti,
er lítið sprunginn, og virðist hreyfing hans
vera mjög lítil og sennilega engin næst jökul-
sporðinum, en nær Kerlingu er jökullinn all-
mikið sprunginn. Með hlíðum fjallsins lá geig-
43