Jökull


Jökull - 01.12.1953, Page 41

Jökull - 01.12.1953, Page 41
SvigSur á Svínafellsjökli í Oræfum Chevrons on Svínafellsjökull í greinarkorni, sem birtist í síðasta árgangi þessa tímarits, lýsti ég nokkuð svigðunum á Morsárjökli í Oræfum og gat einnig svigða á Kvíárjökli og Fjallsjökli. Síðastliðið haust gafst mér tækifæri til að skoða Öræfajökul og skriðjökla hans, betra en mér hafði áður gefizt, er ég tók þátt í leitinni að þeim brezku stúdentum, sem týndust á jöklin- um. í þrjá daga (18.—20. ágúst) var ég tímunum saman í flugvél yfir jöklinum, ýmist í björgun- arflugvél frá Keflavík eða í sjúkraflugvél Björns Pálssonar, og var skyggni yfirleitt ágætt. Því miður fengust engar nýtilegar Ijósmyndafilmur í Reykjavík um þessar mundir, og varð því lítið um myndatöku. Úr loftinu sá ég svigður víða þar, sem ég hafði ekki veitt þeim eftirtekt áður. A Skaftafellsjökli eru svigður nokkuð greinilegar, svo og á Falljökli og hér og þar á Breiðamerkurjökli, einkum neð- an við jökulfossa, er falla niður frá Öræfajökli. T. d. eru mjög fallegar svigður í jöklinum, þar sem hann sveigir niður með Breiðamerkurmúla. Einnig eru fallegar svigður á jökli þeim, er geng- ur niður Austurdal í Esjufjöllum. Þó báru af svigðurnar á Svínafellsjökli. Allt frá innsta jökulfossi og fram á fremsta jaðar er skriðjök- ull þessi settur svigðum svo reglulegum, að leit- un mun á jökli, sem hafi svo reglulegar svigður. Jökullinn er miklu hreinni en Morsárjökull og lítill sem enginn hæðarmunur á svigðahryggj- um og svigðadölum. í vissri birtu sáust svigð- urnar vart, og ég geri ekki ráð fyrir, að maður tæki mikið eftir þeim, þótt maður gengi eftir jöklinum. Virtist mér auðsætt, að svigðurnar koma fram vegna mismunandi gerðar íssins, þannig að það skiptast reglulega á bönd með mismunandi þéttum ís. Mér virtist og líklegt, að á þessum jökli séu þessi reglulegu skipti háð árstíðaskiptum, þannig að hver svigða sé mynd- uð af þeim ís, er jökulfossinn skilar frá sér á einu sumarmisseri og einu vetrarmisseri, og sé þá einhver eðlismunur á sumar- og vetrarísn- um, og geta ýmsar orsakir legið hér til. Skrið jökulfossanna er að líkindum annað á sumrum en á vetrum. Á vetrum safnast snjór í sprung- ur jökulfossanna og pressast saman við ísinn, 1. mynd. Svigður á Svína- fellsjökli í Öræfum séðar Úr lofti. Chevrons on Svínafells- jökull in Öreefi. Flugmynd: S. Þórarinsson. 18/s 1953. 39

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.