Jökull


Jökull - 01.12.1953, Blaðsíða 44

Jökull - 01.12.1953, Blaðsíða 44
„Er jökullinn nokkuð brattur þarna og töluvert sprunginn ...“ Ljósm. Arni Kjartansson. ág. kl. 8:30 frá Reykjavíkur-flugvelli. Varð fyrst að undirrita skjal, jress efnis, að við flýgjum á eigin ábyrgð, ennfremur voru menti færðir í björgunarbelti og fallhlífar, áður en farið var. Fyrst var flogið með ströndinni austur undir Skeiðarársand. Þar var sveigt inn yfir jökulinn og litazt um, einkum kringum tjaldstaðinn norð ur af Miðfellstindi, en engar slóðir sáust. Var síðan lent á Fagurhólsmýri. Þar var beðið eftir frekari upplýsingum frá Skaftafelli og fyrir- skipunum frá Reykjavík, og var komið fram yfir hádegi, þegar lagt var af stað upp á jökul. Við vorum með mat til þriggja daga og all- an nauðsynlegan útbúnað til jöklaferða, og bárum við ca. 60 pund hver maður. Veður var gott, gekk á með smáskúrum fyrst, en komið bezta veður undir kvöld, sól og frost. Frá Fagurhólsmýri fórum við í stefnu á Stórhöfða og komum að jöklinum vestanvert við Sléttu- bjargir; gengum við upp með þeim og síðan stefnt vestanvert við Knapp. Er jökullinn nokk- uð brattur þarna og töluvert sprunginn, og þurftum við oft að taka á okkur krók vegna þessa. Færið upp var mjög þungt, og óðum við snjóinn í mjóalegg alla leið upp undir Knapp. Vorum við tæpa níu tíma að komast upp und- ir brún, en þar var setzt niður og eldaður kvöldmatur. Veður var hið bezta, sem hugsazt getur. Var nú komið nokkurt frost og sólin gengin undir; færið orðið ágætt og við orðnir nokkuð þreyttir. Gekk okkur greiðlega yfir sléttuna milli Knapps og Hvannadalshnúks og tjölduðum við rætur hans rétt fyrir miðnætti og höfðum þá verið röska tíu tíma á leiðinni. Miðvikudagur 19. ágúst. Vaknað kl. 7 um morguninn og farið strax á fætur og hitað kaffi. Veður var stillt, en þoka lá vfir öllu, og skyggni var ekkert. Þó rofaði til öðru hvoru, og sáum við hnúkinn. Við bjuggumst við að heyra eitthvað í flugvél og fá samband við 'Sigurð, en ekkert heyrðist. Urn 9-leytið létti þokunni, og var þá farið strax af stað og gengið á Hvannadalshnúk sunnan frá. Sléttan uppi var alveg sprungulaus, en á leið okkar upp urðu fyrir okkur 2 sprungur, en hægt var að fara yfir þær á snjóbrúm. A tindinum vorum við í bezta veðri, sól og logni. Voru nú teknir upp sjónaukar og litazt um í allar áttir, ef eitthvað sæist á jöklinum, sem gæti bent okkur á þá horfnu. Þokuslæðingur lá yfir Hrúts- fjallstindum, og gátum við ekki skoðað það svæði þarna af tindinum, eins vel og við hefð- um óskað. Eftir þriggja stundarfjórðunga dvöl á tindinum var farin sama leið niður. Þegar við erum nýkomnir niður af tindinum, flaug flugvél yfir okkur, og náðum við sambandi við Sigurð og fengum þá fyrirskipun um að ganga að Hrútsfjallstindum og leita þar og við Hrúts- fjallið sjálft. Var okkur sagt að ganga stóran sveig austur á jökulinn til að losna við sprungu- svæði, sem væri erfitt yfirferðar. Var því leið- in fyrst yfir hæð 2041 m, síðan í Tjaldskarð, það- an yfir að hæð 1922 m, og svo stefnt á Hrúts- fjallstinda. Hálfan km frá Hrútsfjallstindum var slegið upp tjöldum, og urðu þar tveir menn eftir, en fjórir fóru síðasta áfangann að tind- unum. Var það mjög greiðfær leið. Frá Hrúts- fjallstindum héldum við að Hrútsfjalli. Engin merki mannaferða sáust þarna, og héldum við því til baka í tjaldstað. Björn Pálsson og Sig urður höfðu flogið yfir tjaldstaðinn og kastað niður við tjöldin heimabökuðu rúgbrauði og smjöri, og var það vel þegið. Fimmtudagur 20. ágúst. Vaknað snemma morguns og haldið til baka sömu leið og við komum. Veður var hið bezta og fegurð og hrikaleiki fjallanna stórkostleg. Er samband náðist við Sigurð úr flugvél Björns Pálssonar þá um morguninn, var ákveðið, að halda niður af jöklinum þá um daginn; var því gengið rösklega, hver hæðin kvödd af annarri, unz halla tók niður jökulinn. Til Fagurhóls- mýrar komum við milli 6 og 7 um kvöldið eftir langan áfanga. Fengum við þar mat, mik- inn og góðan, og síðan var flogið til Reykja- víkur um kvöldið. A. K. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.