Jökull - 01.12.1953, Blaðsíða 2
FRÁ FÉLAGINU
Aðalfundur var haldinn í 1. kennslu-
stofu háskólans 16. febrúar 1953. Þetta gerð-
ist helzt:
1. Formaður flutti skýrslu um störf fé-
lagsins á liðnu starfsári.
2. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða
reikningar . Samkv. efnahagsreikningi
eru eignir félagsins í árslok 1952 metn-
ar á kr. 87468,49. Félagsmenn voru
170 að tölu.
3. í stjórn voru endurkosnir Trausti Ein-
arsson, Árni Stefánsson og Sigurjón
Rist, en í stað Guðmundar Kjartans-
sonar, sem baðst undan endurkosningu,
var kosinn Sigurður Þórarinsson. Jón
Eyþórsson er formaður til næsta aðal-
fundar. — í varastjórn eru: Einar
Magnússon, Guðmundur Kjartansson
og Þorbjörn Sigurgeirsson. — Endui'-
skoðendur: Páll Sigurðsson, Rögnvald-
ur Þorláksson og Gunnar Böðvarsson.
4. Að lokum var sýnd litkvikmynd af
björgun amerísku skíðavélarinnar af
Vatnajökli vorið 1951. Alfred Elíasson
forstjóri útskýrði myndina.
Úr skýrslu formanns o. fl.
Snjóbíllinn, JÖKULL I, kom til landsins
í maímán. 1952 og kostaði um 35 þús. kr.
Um haustið var hann léður Kaupfélagi Flér-
aðsbúa á Reyðarfirði til reynslu.
Skálar. Sumarið 1952 unnu þeir Stefán
Jónsson trésmiður, Jón Sigurjónsson við-
skiptafræðingur, Kjartan Kjartansson vél-
stjóri og Sverrir Scheving jarðfræðingur
ásamt formanni félagsins að endurbótum á
Breiðárskála. Voru settar stórar bíldyr í
austurgafl skálans á steypta undirstöðu,
fyllt með grjóti og möl í skálagólfið, jafnt
þverbitum, og skálinn málaður að utan. í
vesturenda skálans er trégólf og afþiljuð
þriggja metra löng vistarvera. Einnig var
litið eftir Esjufjallaskála, og reyndist hann
óskemmdur með öllu, þuir og þokkalegur.
í Breiðárskála er geymt timbur til þess
að klæða með Esjufjallaskála að innan, en
ekki hafa verið nein tök á því að flytja það
til Esjufjalla.
Bifreið á Breiðá. Það hefur létt mjög
ferðir og störf þar eystra, að s. 1. tvö sum-
ur hefur verið tveggja smálesta flutninga-
bifreið til afnota. Er hún eign vegagerðar
ríkisins. Er bifreiðin geyrnd í Breiðárskála
að vetrinum.
Rannsóknir. Sumarið 1952 dvöldust fjór-
ir stúdentar frá Durhamháskóla ásamt
Sverri Scheving við rannsóknir að Breiðá
og í Esjufjöllum. M. a. unnu þeir að mæl-
ingum á jöklinum og skriðhraða hans.
Sumarið 1953 hófust rannsóknir á Tind-
fjallajökli á vegum félagsins. Verður nán-
ar skýrt frá rannsóknum þessum síðar.
JÖKULL kemur út í seinna lagi að þessu
sinni, en ætlazt er til að hann sé tilbúinn
um hver áramót. Þess má geta, að ritið
hefur hlotið lofsamlega dóma í merkum
erlendum tímaritum, og hefur eftirspurn
eftir því aukizt verulega síðan.
r ----------s
JÖKLARANNSÓICNAFÉLAG ÍSLANDS
P. O. B. 884, Reykjavík
Félagsgjald (þar í ársritið Jökull) kr. 50.00
ICELAND GLACIOLOGICAL SOCIETY
P. O. B. 884, Reykjavík
Annual subscription for receipt of the
journal JÖKULL £ 1-0-0, or $ 3.00
Ritstfóri Jökuls:
JÓN EYÞÓRSSON
Fornhaga 21, Reykjavík
^J