Jökull


Jökull - 01.12.1964, Side 35

Jökull - 01.12.1964, Side 35
FLOKKUN OG SAMSTÆÐUR hafíss eða milli isreks og fastiss-spangcir við ströndina. sludge krap: næsta stig eftir svifís. ísnálar og ís- þynnur mynda ísgraut í sjólokunum og hlaupa jafnvel saman í hvíta krapagúla, er standa upp úr. Þá hefst skrið og krapaför í straumvatni. Krapið endurvarpar lítt birtu, svo að sjórinn verður fölgrár yfir að líta. strip spöng: löng og mjó ísröst, 1000 m eða minna á breidd, oftast úr smájökum, sem lónað hafa frá aðalísbreiðu og þjappazt sam- an af vindi og sjó. tabular berg sléttaborg: gríðarstórir borgarísjakar með þverhníptum íshömrum á alla vegu, en sléttir að ofan. Brotna úr ísþiljum, einkum við Suðurskautslandið. Lárétt hjarnlög sjást í hömrunum. tide crack fjörubrestur: nefnist sprunga, er ætíð verð- ur milli strandskarar og fastiss, sem jafnan hefst og sígur með sjávarföllum. tongue tunga: oddar, sem skaga allmarga kílóm. út úr ísjaðrinum vegna vinda og strauma. very close pack ice samfellt isrek: jakar liggja fast saman, en ekki samfrosta. Sér varla í auðan sjó. íshula 7/8—8/8- very open pack ice jakastangl (hrul): mjög strjálir, stakir jakar. íshula 1 /s—3/8- water sky vatnshiminn (Þ. Th.): Dökkir skuggar á lofti, er skýin endurspegla vakir í ísbreiðu, sund eða polla. winter ice vetrarís: lagnaðarís frá síðasta vetri, oftast sléttur og lítt sprunginn. Þykkt frá 15—200 cm. ísrek er einkum brotinn vetrarís á reki. weathered ice veöraður is: ishrannir og stóris veðrast og volkast smám saman og verða ávalir eða jafnvel sléttir að ofan. young ice nýlegur lagnaðarís (nýís): millistig úr hemi eða íslummum í vetraris, 5—15 cm þykkur. Eftirfarandi yfirlit er til hægðarauka, er finna skal viðeigandi orð til að lýsa hafís. I. Hafís A. Myndun og eyðing 1. íshroði a. svifís b. krap c. hem (innan við 5 cm á þykkt) d. íslummur (um 30 cm á þykkt og 3 m 1 þvermál) 2. Nýlegur lagnaðarís (þykkt 5—15 cm) 3. Vetrarís (15—200 cm) 4. Stórís, norðanís (þykkt yfir 200 cm) 5. Vorís, ísfrauður. 6. ískurl (varla yfir 200 cm í þvermál). B. Fastís 1. Fastís, (landfastur lagnaðarís) 2. Fjarðafreri (skörin allt að 200 cm upp úr sjó) 3. Isþiljur (skörin yfir 200 cm upp úr sjó) 4. Strandskör, fjörumóður. C. ísrek 1. íshula og þéttleiki a. jakastangl (!/s—3/s) b. gisið ísrek (3/s—e/s) c. þétt ísrek (6/8—7/s) d. samfellt ísrek (7/s—8/8» sér vart í sjó) e. hafþök af ís, jakarnir samfrosta 2. Skipulag a. ístakmörk b. ísjaðar (snjallur eða grisjaður) c. bugur d. tunga e. spilda f. isbelti g. spöng h. isdrómi 3. Háttalag a. hrönnun, skrýfing b. hrófun 4. Jakastærð a. jakar (léttir eða þungir eftir þykkt; litlir, meðal, stórir og gríðarstórir eftir stærð) b. íslummur (minni en 30 m í þvermál) c. stórir jakar (allt að 10 m í þvermál og 5 m upp úr) d. veltijakar (mara í kafi að mestu) e. kurl (innan við 200 cm í þvermál) JÖKULL 1964 93

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.