Jökull - 01.12.1964, Page 38
Leiðangursmenn komu á
Grímsfjall um miðnætti
24 maí, en þá var snjór
kringum skálann og mik-
ill hrímkleggi á þakinu.
Photo: M. Jóhannsson.
vatnsborði voru 2 m, og hæð Depils því 35.5 m.
Árð áður var tilsvarandi hæð 47.43 m og hækk-
un A yfirborði Grímsvatna því tæpir 12 metrar.
Litli-Mósi var kominn í kaf. Stóri-Mósi mæld-
ist 11.5 m upp úr, en var 23.22 m árið áður.
Hækkun í Grímsvötnum samkvæmt því 11.7 m.
Þriðjud. 26. maí. Um morguninn var skál-
inn tjargaður utan, en kl. 14.30 var haldið af
stað til Kverkfjalla í ágætu veðri. Leituðum
enn að snjómastri, árangurslaust. Kl. 18.15 kom-
um við á Brúðarbungu eftir 33 km akstur af
Grímsfjalli. Sáum yfir Brúarjökul og upptök
sprungusvæðis. Komum kl. 22.00 á melkoll við
Hveradalahöfða eftir að hafa ekið tæpa 43 km.
Miðvikud. 27. maL Veður dásamlega fagurt.
Frost í nótt 8 st. Kl. 11.00 var lag af stað austur
að „Kverk“. Þaðan sá ylir Brúarjökul, þar sem
hann ryðst fram á Kverkárnes. Kverkjökull hef-
ur bersýnilega verið tviskiptur, meðan hann
var lengri. Þá hefur jökulsporðurinn náð langt
norður á Ranann og klofnað þar um mikinn
tind.
Kl. 18.00 héldum við af stað og ætluðum á
Eystri-Kverkfjöll, en þá sló yfir léttri þoku, svo
að við tókum stefnu rakleitt til Grímsvatna.
Um. 8 km frá Grimsfjalli bilaði vatnsdæla í
Jökli 2. Þeir Þórður og Gunnar tóku að sér
dæluskiptin, en hinir héldu á staðinn, þar sem
snjómerkið átti að vera. Þar hófu fjórir að
grafa gryfju, en hinir héldu heim í skála á snjó-
bílnum Bris. Viðgerð á Jökli 2. lokið kl. 00.20.
Var þá búið að grafa gryfju í 210 cm dýpt og
skrásetja snjólög, en borun með ísbor frestað
til morguns.
Fimmtud. 28. mai. Þoka og hlýtt í veðri.
Haldið til Grímsvatna og borað úr gryfjubotni.
Þegar borholan var orðin 386 cm, fannst greini-
lega snjólag síðasta sumars, grófur ís með sand-
kornum. Snjólag síðasta árs er því 596 cm á
Grímsvatnasvæðnu, þar sem snjómerkið var
áður. Vatnsinnihald eða eðlisþyngd var ekki
mæld vegna áhaldaskorts, en íslög og snjógerð
skráð. 1
Við rætur Grímsfjalls að austan var borað
niður í rúma 400 cm og reist einfalt mastur
úr 2 þuml. járnpípu. Stóð mastrið 4.35 m í
snjó, en 5.53 m upp úr. Það er 1514 m yfir
sjó og 2.5 km frá skálanum.
Föstud. 29. maí. A-kaldi og gott veður. Þoku-
ruðningur, en sér til lofts. Frost um 8 st. Hald-
ið heimleiðis kl. 07.40. Vegmælir 133.1 km.
Hæðarmælir 1765 (1719) m. Kl. 09.25, eftir 14
km akstur, urðum við varir við fyrstu sprung-
una, er lá í vægan boga frá NV—SA. Beygðum
norður á bóginn til þess að komast á norður-
jaðar sprungusvæðisins. Eftir að hafa ekið
þannig 2—3 km, tókum við stefnu í SV og
komum að snjómastri kl. 11.30.
Gunnar Guðmundsson gekk í stefnu á Páls-
fjall og mældi 463 m frá mastri að fyrstu
sprungu. )
Kl. 13.20 komum við að neðri járnstöng, og
mældust 4.9 km milli stanga.
Þaðan gekk ferðin greiðlega niður á jökul-
sporð. Komum þangað kl. 15.15.
Magnús Jóhannsson
(ágrip dagbókar).
96
JOKULL 1964