Jökull - 01.12.1964, Side 40
V. Hofsjökull 1962/63 1963/64
Nauthagajökull 1962/64 (2 ár)) ............................ -4-43
Múlajökull 1962/64 (2 ár) ................................. -4-56
VI. Langjökull
Hagafellsjökull vestari 1962/64 (2 ár) .................... -4- 320
— eystri 1961/63 (2 ár) ...................... -4- 155 ?
VII. Noröurlandsjöklar
Gljúfrárjökull 1962/64 (2 ár) ............................. -t-37
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Af 29 jökulsporðum, sem mældir voru haustið
1964, hafa 8 reyuzt vaxandi eða kyrrstæðir. Auk
þess hefur Brúarjökull sprungið og hlaupið
fram marga kílómetra, eins og nánar er skýrt
frá á öðrum stað í þessu hefti. Síðujökull hefur
líka sprungið mjög og gengið nokkuð fram.
Virðist allmikill gangur í mörgum skriðjöklum
frá Vatnajökli, en annars staðar hafa skriðjökl-
ar hopað, sumir mjög mikið.
Drangajökull. Byggð hefur nú fallið niður
um sinn í Reykjarfirði nyrðra og í Leirufirði.
Er því óhægt um vik að fylgjast með árlegum
breytingum skriðjökla þar. Verður annaðhvort
að gera þangað sérstakar ferðir í ágústlok eða
taka myndir af jökulsporðunum úr flugvél.
Jökulsporðurinn í Kaldalóni er orðinn mjög
lítill, en lítið hefur gengið á hann síðustu 2—3
árin.
Snœfellsjökull. Austan i Snæfellsjökli er nú
orðið ekki um neina eiginlega skriðjökla að
ræða. Þar hefur mælingum verið haldið uppi
síðan 1931 á Hyrningsjökli og frá 1934 á Jökul-
hálsi. Þá lá Hyrningsjökull niður í kvosina
sunnan undir Goskúlu, en svo mætti nefna
gjall- og vikurgígana austan i Snæfellsjökli, 825
m yfir sjó, þar sem hún er hæst. Norðan Gos-
kúlu lá skriðjökulsjaðar niður að jafnsléttu á
Jökulhálsi og þakti alla norðausturhlíðina að
Geldingafelli. Á síðustu 30—33 árum hefur
jökullinn hopað um 1000 m á þessum slóðum.
Hyrningsjökull er horfinn og að norðaustan
hefur jökulkápan hörfað upp í miðjar hlíðar.
Hefur hún verið þunn og er enn. Sum árin
hafa komið upp langir hryggir í mælingastefn-
una, og verða mælingatölur þá hálfgerð mark-
leysa.
Haustið 1964 sá mælingamaðurinn, Haraldur
Jónsson, hreppstjóri í Gröf, ekki fært að mæla
í merkjastefnurnar og valdi því litla jökul-
tungu í slakka vestur af Goskúlu og setti þar
ný merki til þess að miða við eftirleiðis.
Á Goskúlu stendur sæluhús Ferðafélags Is-
lands, og eru veggir þess grafnir í rauðagjall
upp að þakbrún. Nokkur jarðhiti er þar í gjall-
inu, og myndast smáskútar undir vetrarsnjón-
um. Veturinn 1932/33 mældist 3—5 st. hiti í slík-
um skútum, þótt 5—7*st. frost væri úti.
I Skeiðarárjökli hefur verið talsverður gang-
ur sumarið og haustið 1964. Hannes á Núps-
stað segir (21. des.), að jökullinn gangi „óð-
fluga“ fram í lónin austan við mælingastaðinn.
Ragnar i Skaftafelli segir, að mikill gangur
muni vera í jöklinum við Fæirnestinda. Hafi
hann hækkað þar til muna síðan haustið 1963.
Heiman frá Skaftafelli að sjá hækkaði jökull-
inn í stefnu á Hviríildalsskarð svo mikið frá
því í maí til 14. ágúst, að ganga varð 18 metr-
um hærra (lóðrétt) upp í túnbrekkuna á Hæð-
um til þess að sjá sömu klettasyllu í Lóma-
gnúpi. Frá 14. ágúst til októberloka varð enn
að hækka sig um 5 m í sama skyni. Segir Ragn-
ar, að hækkun hafi orðið á jöklinum alla leið,
svo langt sem sést norður eftir og fram á jökul-
sporð. „Það er eiris og hækkun verði meiri, eftir
því sem framar kemur. . . Það er eins og straum-
röst gangi eftir honum miðjum alla leið og
dreifist síðan út til hliðanna."
Við Morsárjökul var ekki hægt. að mæla á
venjulegum stað vegna lóna. Var mælt frá
merki, sem sett var upp 1960. Hafði jökullinn
hopað þar 200 m á 4 árum.
Skaftafells- og Svínafellsjökull. Guðlaugur á
Svínaíelli segir, að báðir séu óvenjulega mikið
sprungnir.
Flosi Björnsson á Kvískerjum getur þess, að
JÖKULL 1964
98