Jökull - 01.12.1979, Blaðsíða 96
Sjávarhiti hér viö land á hlýskeiðum isaldar
hefur verið svipaður og nú er, en þó virðast sæ-
dýrasamfélög í seti frá síðasta hlýskeiði i Fossvogi
við Reykjavík gefa til kynna lítið eitt hærri meðal-
hita. I byrjun og lok jökulskeiða hafa hins vegar
lifað við strendur landsins einkennisdýr ískalds
sjávar, svo sem jökultodda, og hefur þá meðalhiti
sjávar verið um eða lægri en 0° C. Slíkt samfélag frá
lokum síðasta jökulskeiðs er þekkt í Saurbæ í Gils-
firði.
Fyrir 18.000—15.000 árum tók að hlýna í lok
síðasta jökulskeiðs, en loftslagsbreytingin til hins
betra var þó ekki samfelld og a.m.k. tvö kuldaköst
eru þekkt frá þessum tíma (síðjökultíma). Gengu þá
jöklar fram og ýttu upp allmiklum jökulgörðum og
eru þeir eldri, Álftanesröðin, 12.000—12.500 ára,
en hinir yngri, Búðaröðin, um 11.000 ára.
í byrjun nútíma fyrir 9000—10.000 árum óx
birki á Norðurlandi, en ekki er vitað til þess að það
hafi þá vaxið sunnanlands. Þetta gæti bent til þess,
að hluti íslensku flórunnar hafi lifað af kulda síð-
asta jökulskeiðs á jökulskerjum á Norðurlandi.
Fyrir 9000 árum breiddist birki allhratt út og hefur
meginhluti láglendisins líklega fljótlega klæðst
birkiskógi, svo sem sjá má af frjórannsóknum og
lurkalögum í mýrum. Á þessum tíma, birkiskeiðinu
fyrra, hefur meðalárshiti verið um það bil 2° C
hærri en nú er og úrkoman eitthvað minni. Fyrir
6500 árum jókst úrkoman og mýrar blotnuðu og
breiddust út á mýraskeiðinu fyrra. Meðalárshiti
hefur þó verið lítið eitt hærri en nú er, því að
svarðmosi var algengur og gróbær á þessum tíma,
en það er hann tæplega hér á landi í dag. Fyrir 5000
árum dró úr úrkomu og birki breiddist aftur út á
birkiskeiðinu síðara. Talið er að allt að þvl helm-
ingur landsins hafi verið klæddur birkiskógi á
þessum tíma og meðalárshiti hefur líklega verið
2—3° C hærri en nú er. Urkoman var minni og
vetur mildari. Fyrir 2500 árum versnaði loftslag og
mýrar blotnuðu og urðu aftur útbreiddar á mýra-
skeiðinu siðara.
Birkiskógarnir eyddust enn frekar upp úr land-
námi, en grös urðu útbreidd og plöntutegundir,
sem fylgja manninum, skutu upp kollinum. I kjöl-
farið fylgdi jarðvegseyðing af völdum vatns og
vinds.
ÁGRIP
JARÐHITIÁ ISLANDI
Ingvar Birgir Fridleifsson
Orkustofnun
Hitastigull er mjög hár á Mið-Atlantshafs-
hryggnum eins og öðrum plötumótum þar sem
tvær plötur rekur hvora frá annarri. Island myndar
um 500 km breiða spildu á hryggnum miðjum og er
hitastigull á allri þeirri spildu mun hærri en
meðalhitastigull jarðar. Hitastigull á landinu er
hæstur við gosbeltið, sem liggur frá Reykjanesi
norður í Langjökul, en lækkar tiltölulega reglulega
útfrá gosbeltinu jafnframt því sem jarðlögin eldast.
Hæsti hitastigullinn utan þekktra jarðhitasvæða
mælist 165°C/km á Kjalarnesi, en hinn lægsti
37°C/km á Eiðum (mynd 1). Vegna hins háa
hitastiguls er jarðhiti mjög víða á landinu (mynd 2)
og eru þekktir um 1000 jarðhitastaðir. Varma-
magnið, sem út streymir, er þó mjög mismunandi
mikið. Jarðhitasvæðum landsins er skipt í lághita-
svæði og háhitasvæði eftir hámarkshita í efstu
jarðlögunum og er hámarkshiti á 1 km dýpi
< 150°C á lághitasvæðunum en 200°C á há-
hitasvæðunum. Mynd 4 sýnir dæmigerða hitaferla
í borholum á lághita- og háhitasvæðum.
Lághitasvæðin einkennast af laugum og hverum
og eru einkum í rofnum jarðlögum frá tertíer og
plíó-pleistósen. Heita vatnið er að uppruna regn-
vatn, sem nær að síga djúpt niður í berggrunninn
og hitnar við að renna um heit jarðlög. Með
samanburði á tvívetnishlutfalli regnvatns víðs
vegar á landinu og vatns í laugum hefur komið i
ljós, að heita vatnið á flestum vatnsmestu jarðhita-
svæðum landsins hefur fallið sem regnvatn inni á
hálendinu og hripað þar niður í berggrunninn, en
síðan runnið djúpt i jörðu í átt til sjávar. Saman-
burður á rennslisstefnum vatnsins út frá tvívetnis-
mælingum og jarðlagabyggingu landsins (mynd 3)
bendir til að auðveldustu rennslisleiðir vatnsins séu
eftir göngum, sprungum og á jarðlagamótum, og
því gjarnan samsíða jarðlagastrikinu. Á mörgum
vatnsmestu jarðhitasvæðum landsins er strikið i
stórum dráttum hornrétt á jafnhæðarlínur lands-
ins, en rofstefna einstakra dala og fjarða samsíða
strikinu (t.d. Borgarfjörður, Mosfellssveit, Hruna-
mannahreppur). Þar sem strikið er samsíða
ströndum landsins er jarðhiti hins vegar óveru-
legur, eins og t.d. á Austfjörðum. Við slíkar að-
stæður þyrfti vatnið að renna þvert á jarðlaga-
94 JÖKULL 29. ÁR