Jökull


Jökull - 01.12.1979, Blaðsíða 91

Jökull - 01.12.1979, Blaðsíða 91
öld orðið gliðnun á sprungusveimi samfara gosi í megineldstöð. Virðist svo sem hlaðast þurfi upp viss spenna til þess að slík gliðnun verði og því getur megineldstöð í eldstöðvakerfi gosið nokkrum sinnum án þess að um gliðnun viðkomandi sprungusveims verði að ræða. Stærstu gosin á sögulegum tíma hafa orðið í sprungusveimum suðvestur af Vatnajökli. 1 Eldgjá um 930 og í Lakagígum 1783. Heildarmagn hrauns og gjósku úr íslenskum eldstöðvum á 11 öldum fslandsbyggðar er áætlað eftirfarar.di, og eru þá bæði hraun og gjóska reikn- uð sem hraun með eðlisþyngdinni 2,5. Hraun km3 gjóska km3 basísk 25 6 ísúr 7 1 súr 0,3 2,8 samanlagt 32 10 Samanlagt eru þetta 42 km3, þaraf 10% ísúr og 7% súr. Framleiðsla, um 4 km3/öld, virðist hafa verið svipuð allan tímann síðan ísöld leið og raunar frá upphafi núverandi fslands fyrir um 16 milljónum ára, en þáttur súrra og ísúrra gosefna hefur á sögu- legum tíma verið um það bil tvöfalt meiri en á nútíma í heild. ÁGRIP GJÓSKUTÍMA TAL OG BEITING ÞESSÁ ÍSLANDI Sigurður Þórarinsson Raunvísindastofnun Háskólans Fyrstur manna til að lýsa íslenskum jarðvegs- sniðum með gjóskulögum er Gísli biskup Oddsson, í ritinu Um undur íslands, sem hann samdi síðvetrar 1638. Gísli dregur þá ályktun af tilvist öskulaganna í jarðveginum, að eldfjallaaska hafi hvað eftir annað farið illa með landið. Á lögum eldfjallaösku í jörðu er byggð sú tíma- talsaðferð, sem í doktorsritgerð Sigurðar Þórarins- sonar 1944 hlaut nafnið tefrókrónólógía. Tefra er forngrískt orð, notað um venjulega ösku, en Aristoteles notaði það um eldfjallaösku, er hann lýsti gosi á eynni Vulcano, sem aska barst úr til Italíuskagans. Tefra er nú notað sem samheiti á þeim föstu gosefnum, er berast loftleiðis frá gjós- andi eldstöð og heita ýmsum nöfnum eftir grófleika og öðrum eiginleikum: hraunkúlur, gjall, vikur, sandur, aska, dust. Islenska samheitið, sem nú er notað, er nýyrðið gjóska og tefrókrónólógía er gjóskutímatal, þ.e. tímatal byggt á gjóskulögum. Gjóska úr stórgosum getur dreifst yfir feikna stór svæði. Mynd 1 er kort af útbreiðslu gjósku úr Oskjugosinu 1875. Mun það vera fyrsta kort sem gert er af stóru gjóskulagi. Þar eð gjóskulög mynd- ast jarðsögulega séð á augabragði, eru stór gjósku- lög hin ákjósanlegustu leiðarlög og tímamælar, ef hægt er að ákveða aldur þeirra. Könnun gjóskulaga og aðgreining þeirra fer fram sumpart úti í náttúrunni, sumpart á rannsóknar- stofum. Uti er kannaður í jarðvegssniðum litur laganna og grófleiki. Mæld er dýpt niður á þau og þykkt þeirra og afstaða til annarra gjóskulaga í sniðunum. Á rannsóknastofum eru gerðar efna- greiningar og ýmsir aðrir eiginleikar mældir og kannaðir, svo sem steinasamsetning, ljósbrot glers, magn snefilefna o.fl. Hefur möguleiki á að greina lög í sundur mjög aukist með tilkomu örgreinis (.microþrobe). Með ýmiskonar útreikningum, byggð- um á kornastærðardreifingu gjóskusýna er hægt að ráða í sitthvað um það gos, sem myndaði viðkom- andi gjóskulag. Nákvæmastar verða aldursákvarðanir gjósku- laga sem hægt er með einu eða öðru móti að rekja til þeirra eldstöðva er mynduðu þau og sýna fram á, að um er að ræða gos, sem vitað er um aldur á skv. skráðum heimildum. Hér á landi ná skráðar heimildir um gos aftur til landnámsaldar. Fara má nærri um aldur gjóskulaga með því að geislakols- mæla lifrænan jarðveg hið næsta yfir eða undir þeim. Einnig má ráða aldur gjóskulaga út frá af- stöðu við önnur, þegar aldursákvörðuð lög, afstöðu til fornleifa o.s.frv. Gosið hefur á 30—40 stöðum hérlendis síðan landnám hófst, en líklega á einum 200 stöðum eftir lok síðasta jökulskeiðs. Mynd 2 sýnir til hvaða átta gjóska hefur borist í gosum Heklu, 15 að tölu á sögulegum tíma, og mynd 3 sýnir útbreiðslu nokk- urra gjóskulaga frá sama tíma. Fundist hafa um 150 gjóskulög í einu og sama jarðvegssniði. Flest íslensk gjóskulög eru basísk eða ísúr og svört eða brún að lit, en stærstu lögin eru ljós líparít- eða dasítlög. 12 ljós lög hafa mikla eða allmikla út- breiðslu. Hérlendis hefur gjóskutímatali verið beitt í eftirfarandi tilgangi: JÖKULL 29. ÁR 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.