Jökull - 01.12.1979, Blaðsíða 88
hraði beggja þessara berglagasyrpna var hægur,
eða um 300 m á milljón árum. Miklu hraðari var
upphleðslan á Suðvesturlandi á þessum tíma, eða
um 1000 m/m.á. I jarðlagastaflanum, sem hlóðst
upp á svæðinu frá Esju norður til Borgarfjarðar er
um það bil 1/3 molabergs- og brotabergsmyndanir
tengdar jöklum og leysingu þeirra. Þar koma fyrir
13 jökulbergslög á tímakafla, sem nær frá upphafi
plíó-pleistósen upp að Gilsársegulskeiðinu
(3,1— 1,8 m. ár).
Eldvirkni á plió-pleistósen var ekki einskorðuð
við gliðnunarbeltin. A.m.k. á tveimur svæðum utan
þeirra hlóðust upp talsvert þykk berglög, þ.e. um
miðbik Snæfellsness, og á Skaga. Grímsey er hlaðin
upp af berglögum frá þessu sama tímabili og
sennilega gildir hið sama um Grímseyjargrunn.
Berglögum Grímseyjar hallar til SV í átt að Eyja-
fjarðarál, djúpum sigdal, sem gæti markað legu
gliðnunarbeltis á plíó-pleistósen. Það hefur náð frá
Kolbeinseyjarhrygg suður að þversprungubelti,
sem liggur um Flateyjarsund í átt til Húsavíkur
(mynd 6). Breytingar urðu á gosbeltunum á
Suðurlandi þannig að sú greinin, sem liggur suð-
vestan við Vatnajökul hóf sitt skeið líklega fyrir um
það bil 2 milljónum ára. Eiginlegt mislægi sést ekki
við jaðra þessa nýja gosbeltis, en vestan þess hallar
plíó-pleistósenum berglögum í átt til Reykja-
ness-Langjökuls-gliðnunarbeltisins, sem sýnir, hvar
þau eru upprunnin og þá um leið, að á Suðurlandi
hafa gosbeltin tvö verið virk samtímis allar götur
síðan.
Yngra pleistósen. Berglög frá yngra pleistósen, þ.e.
frá Brunhes-segultímabilinu, sem hófst fyrir
700.000 árum og varir enn, eru einkum bundin
virku gosbeltunum. Mörkin milli yngra pleistósen
og plíó-pleistósen eru næstum alls staðar einkennd
af mislægi, og vantar bæði ofan á plíó-pleistósenu
berglögin og neðan á þau ung-pleistósenu. Orsökin
er sú, að rof hefur enn ekki náð að jöðrum gosbelt-
anna, þar sem upphleðsla berglagastaflans fer
fram, en ung-pleistósenu berglögin ná langt til
Jiliðar frá upptökum sínum. Berglög frá
yngra-pleistósen eru aðallega tvenns konar, grá-
grýtis-hraunlög og móberg. Oft má rekja grágrýtið
til upptaka, einkum dyngjuhraunin, sömuleiðis
móbergið í hryggjum og stöpum, sem svo mjög setja
svip sinn á landslag á útbreiðslusvæði ung-pleistó-
senu bergmyndananna. Hæð móbergsfjallanna
gefur hugmynd um þykkt meginjökulsins á þeim
tíma, sem þau mynduðust (mynd 11).
Ung-pleistósenar gosmyndanir má að langmestu
leyti rekja til eldstöðvakerfa, sem enn eru virk. Alls
munu vera um 30 eldstöðvakerfi í virku gosbelt-
unum þar af 6 útkulnuð.
Lítið er vitað um fjölda jökulskeiða og hlýskeiða
á þessu 700.000 ára tímabili. Einna lengst aftur
verður sagan rakin í Grafningshálsum og Hengla-
fjöllum þar sem menjar finnast um 4 jökulskeið
(mynd 13) og jafnmörg hlýskeið. Hátt hlutfall mó-
bergsmyndana í ung-pleistósenum berglögum,
einkum sunnanlands, bendir til, að jökulskeið hafi
varað hlutfallslega lengur en á plíó-pleistósen. Rofs
gætir lítið í ung-pleistósenum myndunum og raunar
yfirleitt í virku gosbeltunum, vegna þess hve upp-
hleðsla var þar hröð. Þó er vitað, að mikill flutn-
ingur efnis átti sér stað með jöklum og jökulám ekki
síst frá eldgosum undir ísbreiðum jökulskeiðanna.
Utan gosbeltanna gætir rofs þeim mun meira. A
Suðvesturlandi grófust 800—1000 m djúpir dalir á
síðustu 1,8 ármilljónum. Og á Suðausturlandi mun
rofið hafa verið jafnvel enn hraðara. Efni sem
þannig féll til við eldgos og rof hefur borist út á
landgrunnið og lengra til hafs með botnstraumum.
Póstglasíal. Póstglasíalar jarðmyndanir hafa orðið
til eftir að land varð íslaust. Þar eru fyrirferðamest
hraunin og framburður vatnsfalla. Póstglasíali
tíminn hófst fyrst á norðanverðu landinu í úr-
komuskugga, þar sem stór svæði voru orðin íslaus
fyrir 12.000—13.000 árum, en síðast á suðaustan-
verðu landinu, sem enn var að stórum hluta jökli
hulið við upphaf hólósentímans fyrir 10.000 árum
(mynd 14). A póstglasíala tímanum hafa kringum
25 eldstöðvakerfi verið virk og heildarframleiðsla
þeirra af hraunum og lausum gosefnum er talin
nema 400—500 km3. Hraun þekja yfir 10% af yfir-
borði landsins. Um 90% gosefnanna er basalt en
10% súrt og ísúrt berg. Eldvirknin er ekki jafndreifð
eftir gosbeltunum. Mest er hún á Miðsuðurlandi
norðaustur í Vatnajökul. Framleiðsla einstakra
eldstöðvakerfa er einna mest í Mýrdalsjökli (Kötlu)
og Grímsvatnakerfinu 30—40 km3, en minnst í
Tindfjallajökli og Hofsjökulkerfinu. Algengust
stærð einstakra hrauna er 0,1 —1,0 km3 en stærstu
sprunguhraun allt að 12—15 km3. Enn stærri eru
sum dyngjuhraunin t.d. Skjaldbreiður og Trölla-
dyngja í Ódáðahrauni. Afkastamest í framleiðslu á
súru og isúru bergi hefur Hekla verið, en á hennar
reikning skrifast meira en helmingur af heildar-
rúmmáli slíkra bergtegunda, sem upp hafa komið á
póstglasíala timanum. Auk Heklu hafa Öræfajök-
ull, Dyngjufjöll og Snæfellsjökull framleitt súra
gjósku í sprengigosum, en i dag eru slík gjóskulög
undirstaða gjóskutímatalsins.
f lok síðasta jökulskeiðs gekk sjór á land og um
86 JÖKULL 29. ÁR