Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1979, Qupperneq 88

Jökull - 01.12.1979, Qupperneq 88
hraði beggja þessara berglagasyrpna var hægur, eða um 300 m á milljón árum. Miklu hraðari var upphleðslan á Suðvesturlandi á þessum tíma, eða um 1000 m/m.á. I jarðlagastaflanum, sem hlóðst upp á svæðinu frá Esju norður til Borgarfjarðar er um það bil 1/3 molabergs- og brotabergsmyndanir tengdar jöklum og leysingu þeirra. Þar koma fyrir 13 jökulbergslög á tímakafla, sem nær frá upphafi plíó-pleistósen upp að Gilsársegulskeiðinu (3,1— 1,8 m. ár). Eldvirkni á plió-pleistósen var ekki einskorðuð við gliðnunarbeltin. A.m.k. á tveimur svæðum utan þeirra hlóðust upp talsvert þykk berglög, þ.e. um miðbik Snæfellsness, og á Skaga. Grímsey er hlaðin upp af berglögum frá þessu sama tímabili og sennilega gildir hið sama um Grímseyjargrunn. Berglögum Grímseyjar hallar til SV í átt að Eyja- fjarðarál, djúpum sigdal, sem gæti markað legu gliðnunarbeltis á plíó-pleistósen. Það hefur náð frá Kolbeinseyjarhrygg suður að þversprungubelti, sem liggur um Flateyjarsund í átt til Húsavíkur (mynd 6). Breytingar urðu á gosbeltunum á Suðurlandi þannig að sú greinin, sem liggur suð- vestan við Vatnajökul hóf sitt skeið líklega fyrir um það bil 2 milljónum ára. Eiginlegt mislægi sést ekki við jaðra þessa nýja gosbeltis, en vestan þess hallar plíó-pleistósenum berglögum í átt til Reykja- ness-Langjökuls-gliðnunarbeltisins, sem sýnir, hvar þau eru upprunnin og þá um leið, að á Suðurlandi hafa gosbeltin tvö verið virk samtímis allar götur síðan. Yngra pleistósen. Berglög frá yngra pleistósen, þ.e. frá Brunhes-segultímabilinu, sem hófst fyrir 700.000 árum og varir enn, eru einkum bundin virku gosbeltunum. Mörkin milli yngra pleistósen og plíó-pleistósen eru næstum alls staðar einkennd af mislægi, og vantar bæði ofan á plíó-pleistósenu berglögin og neðan á þau ung-pleistósenu. Orsökin er sú, að rof hefur enn ekki náð að jöðrum gosbelt- anna, þar sem upphleðsla berglagastaflans fer fram, en ung-pleistósenu berglögin ná langt til Jiliðar frá upptökum sínum. Berglög frá yngra-pleistósen eru aðallega tvenns konar, grá- grýtis-hraunlög og móberg. Oft má rekja grágrýtið til upptaka, einkum dyngjuhraunin, sömuleiðis móbergið í hryggjum og stöpum, sem svo mjög setja svip sinn á landslag á útbreiðslusvæði ung-pleistó- senu bergmyndananna. Hæð móbergsfjallanna gefur hugmynd um þykkt meginjökulsins á þeim tíma, sem þau mynduðust (mynd 11). Ung-pleistósenar gosmyndanir má að langmestu leyti rekja til eldstöðvakerfa, sem enn eru virk. Alls munu vera um 30 eldstöðvakerfi í virku gosbelt- unum þar af 6 útkulnuð. Lítið er vitað um fjölda jökulskeiða og hlýskeiða á þessu 700.000 ára tímabili. Einna lengst aftur verður sagan rakin í Grafningshálsum og Hengla- fjöllum þar sem menjar finnast um 4 jökulskeið (mynd 13) og jafnmörg hlýskeið. Hátt hlutfall mó- bergsmyndana í ung-pleistósenum berglögum, einkum sunnanlands, bendir til, að jökulskeið hafi varað hlutfallslega lengur en á plíó-pleistósen. Rofs gætir lítið í ung-pleistósenum myndunum og raunar yfirleitt í virku gosbeltunum, vegna þess hve upp- hleðsla var þar hröð. Þó er vitað, að mikill flutn- ingur efnis átti sér stað með jöklum og jökulám ekki síst frá eldgosum undir ísbreiðum jökulskeiðanna. Utan gosbeltanna gætir rofs þeim mun meira. A Suðvesturlandi grófust 800—1000 m djúpir dalir á síðustu 1,8 ármilljónum. Og á Suðausturlandi mun rofið hafa verið jafnvel enn hraðara. Efni sem þannig féll til við eldgos og rof hefur borist út á landgrunnið og lengra til hafs með botnstraumum. Póstglasíal. Póstglasíalar jarðmyndanir hafa orðið til eftir að land varð íslaust. Þar eru fyrirferðamest hraunin og framburður vatnsfalla. Póstglasíali tíminn hófst fyrst á norðanverðu landinu í úr- komuskugga, þar sem stór svæði voru orðin íslaus fyrir 12.000—13.000 árum, en síðast á suðaustan- verðu landinu, sem enn var að stórum hluta jökli hulið við upphaf hólósentímans fyrir 10.000 árum (mynd 14). A póstglasíala tímanum hafa kringum 25 eldstöðvakerfi verið virk og heildarframleiðsla þeirra af hraunum og lausum gosefnum er talin nema 400—500 km3. Hraun þekja yfir 10% af yfir- borði landsins. Um 90% gosefnanna er basalt en 10% súrt og ísúrt berg. Eldvirknin er ekki jafndreifð eftir gosbeltunum. Mest er hún á Miðsuðurlandi norðaustur í Vatnajökul. Framleiðsla einstakra eldstöðvakerfa er einna mest í Mýrdalsjökli (Kötlu) og Grímsvatnakerfinu 30—40 km3, en minnst í Tindfjallajökli og Hofsjökulkerfinu. Algengust stærð einstakra hrauna er 0,1 —1,0 km3 en stærstu sprunguhraun allt að 12—15 km3. Enn stærri eru sum dyngjuhraunin t.d. Skjaldbreiður og Trölla- dyngja í Ódáðahrauni. Afkastamest í framleiðslu á súru og isúru bergi hefur Hekla verið, en á hennar reikning skrifast meira en helmingur af heildar- rúmmáli slíkra bergtegunda, sem upp hafa komið á póstglasíala timanum. Auk Heklu hafa Öræfajök- ull, Dyngjufjöll og Snæfellsjökull framleitt súra gjósku í sprengigosum, en i dag eru slík gjóskulög undirstaða gjóskutímatalsins. f lok síðasta jökulskeiðs gekk sjór á land og um 86 JÖKULL 29. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.