Jökull


Jökull - 01.12.1982, Blaðsíða 130

Jökull - 01.12.1982, Blaðsíða 130
Hörður Hafliðason Fœddur 4. mars 1923 — Dáinn 17. seplember 1982 Fallinn er frá Hörður Hafliðason, reyndasti jöklafari landsins. Kallið kom óvænt og allt of snemma. Hann var manna hraustastur. Ungur að árum var Hörður í hópi þeirra skíða- manna, sem tengdust jöklarannsóknum. Um tví- tugt tók hann þátt í rannsóknaferðum á Mýr- dalsjökul og síðar björgunarleiðangri til Bárðarbungu vegna Geysisslyssins. Árið 1950 var hann einn af stofnendum Jöklarannsóknafélagsins, og síðan fór hann í flestar ferðir félagsins á Vatna- jökul. Alltaf var leitað til Harðar um þátttöku í rannsóknarferðum, við boranir, landmælingar, þyngdarmælingar og þykktarmælingar. Hörður vann að þykktarmælingum á jökli frá upphafi íssjármælinga fyrir sjö árum. Það var mik- ið lán fyrir okkur yngri menn. Með honum vorum við öruggir. Reynsla hans var mikil og hann vissi ávallt hvernig bregðast skyldi við, ef bíll fór í sprungu eða datt niður um ís, belti valt af, meiðar eða drif brotnuðu, tjöld var að fenna í kaf. Hann hélt rósemi sinni og viðbrögð hans voru hnitmiðuð við erfiðustu aðstæður, blautur, kaldur, svangur og þreyttur. Til þess þarf mikinn sálarstyrk og seiglu. Við reglubundinn vinnudag á jökli var Hörður alltaf að, hélt röð og reglu í búðunum, gerði við það sem bilaði og var listasmiður á járn. En þegar fréttir komu um óvænt atvik heim í búðir og rætt var um viðbrögð vafði hann þegjandi saman svefn- pokanum. Það var til marks um að hann byðist til þess að fara og jafnframt dæmigert um fyrirhyggju hins reynda jöklafara, sem aldrei treystir því hve löng hin stysta ferð kann að verða. Við fráfall Harðar sækja á ótal myndir, allt frá því að hann færði mér, veðurathugunarmanni, vistir og nýjan fisk í Jökulheima sumarið 1963, þar til við ákváðum að skríða í pokana á þurrum sandhól við Drekann sl. vor og gátum nælt okkur í nokkurra tíma svefn uns élin vöktu okkur að morgni. Þannig endaði síðasta ferð okkar. Það leyndist engum hve Hörður naut ferðalaga, að sjá heim til Jökulheima úr Heimaskarði, elda þar kjötsúpu, ganga um hlaðið, tína upp rusl og stinga því í vasann, finna vað á Tungná og leið upp jökulinn, virða fyrir sér svip Kerlingar, horfa á drílin hverfa eitt af öðru, endalausa snjóbreiðuna framunda, en Þóristind einan rísa upp yfir fjall- lendið að baki, skima eftir Pálsfjalli, Þórðarhyrnu og Hábungu og loks greina Svíahnúka. Hann naut þessara mynda og við lærðum það af honum. Hörður var einstaklega góður ferðafélagi. Gam- ansemi hans var græskulaus og frásagnarlistin fág- uð þegar stund gafst til skrafs. Hógværð einkenndi allt fas hans. Hann brosti og hnykkti gjarnan til kolli ef honum var skemmt, en þagði og gekk burt ef honum mislíkaði umræðuefni. Hann var einkar tillitssamur við ferðafélaga. Ég sé hann í minningunni ganga skrefi eftir Eggerti V. Briem áttræðum þegar vaðið var yfir Tungná á eyrum í lok leiðangurs sumarið 1976. Man hann sauma saman sviðinn og blautan svefnpoka minn í ofsaveðri á Bárðarbungu vorið 1978. Hlaupa uppi hrakinn fugl á Vatnajökli, bera hann í búðir og tyggja ofan í hann mat. Gantast hins vegar við hrafninn í Jökulheimum, sem öllum mat stelur, en er nú orðinn svo matvandur að hann lætur saltkjöt ósnert. Mikill er nú skaði okkar sem vinnum að jökla- rannsóknum. Þessar rannsóknir eru bornar uppi af mönnum, sem kunna að ferðast um jökla á örugg- an hátt. Þar var hlutur hans stór. Við félagarnir mátum Hörð Hafliðason manna mest og eigum honum mikla skuld að gjalda. Hann hins vegar mat mest þá viðurkenningu fyrir störf sín að aðrir ynnu með honum að þeim störfum af áhuga og einlægni. Marga samrýnda félaga og vini átti hann í Jöklarannsóknafélaginu og Flugbjörgunar- sveitinni. Þeir munu halda áfram að feta í sporin hans. Helgi Björnsson 126 JÖKULL 32. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.