Jökull - 01.12.1982, Blaðsíða 63
ara. Mómyndunin hefur því staðið yfir í um 5,000
ar, að því er virðist samfellt. Gróður hefur ekki náð
ser á strik eftir þetta gos, sem sést á hinum þykku
lögum af vindfluttri gjósku og foksandi ofan á
gjóskulaginu.
Þriðja ljósa gjóskulagið frá Heklu, H3, lagðist síð-
an ofan á áðurnefnd áfokslög. Aldur H3 er um 2800
ar. Lægðin var áfram örfoka og áfokslögin ofan á H3
eru um 2 m að þykkt. Þau eru nær eingöngu úr
gjósku úr Hs, sem við veðrun brotnar niður í þunnar
plötur, og kalla mætti plötuvikur. Lítið er um fok-
sand, en þess í stað má finna plöntuleifar, mest
rætur, sem bendir til þess aðgróður hafi verið farinn
að ná sér á strik einhvers staðar í nágrenninu. A
etnum stað í bökkum Trjáviðarlækjar er opna í 0.3
m þykkan fokjarðveg með þekktum gjóskulögum
(landnámslaginu svokallaða frá því um 900 e. Kr.
og Kötlulagi frá 1000 e. Kr.). Þar ofaná liggur
fjórða ljósa Heklulagið, Hh frá 1104 e. Kr., sem
eyddi byggð í Þjórsárdal. Þykkt þess hér er um 1 m.
Afþessari lýsingu má ráða, aðaðstæðuríTrjávið-
arlækjarlægðinni hafi verið eftirfarandi: Fyrir
10,000 árum og þar til fyrir 9,000 árum hlóðust upp
áraurar þegar meginjökullinn hörfaði upp fyrir há-
lendisbrúnina. Vatnaset settist þá til í smátjörnum
(aldursgr. 8,950 ár). Síðan hófst mómyndun, sem
stóð yfir samfellt í um 5,000 ár, þar til gjóskulagið H4
féll fyrir 4,000 árum. Næstu 2,800 árin a.m.k. átti
gróður erfitt uppdráttar í lægðinni, eða þar til fok-
jarðvegur tók að myndast skömmu fyrir landnám.
Arið 1104 dró enn einu sinni til tíðinda, er gjósku-
lagið H, féll og eyddi byggðí Þjórsárdal. Samkvæmt
gömlum heimildum náði gróður sér fljótt, svo vel, að
skógarhögg var stundað í Þjórsárdal og náði há-
marki á 16. og 17. öld. En á 18. og 19. öld náði
jarðvegseyðing og uppblástur yfirhöndinni í kjölfar
Heklugosanna 1693 og 1766. Núer lægðin viðTrjá-
viðarlæk að mestu ógróin, ef undan er skilið kræklótt
kjarr,sem hangir í hlíðum, og nýrækt til að hefta
sandfok.
JÖKULL 32. ÁR 59