Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 6

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 45/1991 „Naut töluverðra forréttinda hjá gestum" Erling Örn Pétursson í Tindastóli segir frá hóteljólum Yfirleitt eru jólin sjálfsagt með svipuðu yfirbragði hjá börnum og unglingum á sama aldursskeiði. Ekki er þó ólíklegt að einhver blæbrigðamunur sé, þá trúlega vegna að- stæðna á heimilum. An efa hafa jólin hjá Erling Erni Péturssyni verslunarstjóra í Tinda- stóli verið svolítið öðruvísi en hjá öðrum strákum á Króknum. Hann ólst nefnilega upp á hóteli, fyrst Hótel Tindastóli og síðan Villa Nova, enda oft kallaður Erling á hótelinu. „Ég er fæddur á Hótel Tindastóli, herbergi númer fjögur og átti heima þartil 10 ára aldurs. Við fluttum vorið ‘56 á Villa Nova. Það var geysileg breyting, enda „villan” mikið stærra og flottara hús og það voru mikil umskipti fyrir mig í sjálfu sér. Við höfðum verið í einu herbergi á Tindastóli alla tíð, en nú fékk ég sérherbergi í suður- partinum þar sem áður var póstafgreiðsla og flugafgreiðsla seinna”. Varstu ekki hálfpartinn öfundaður af strákum hérna í bænum að eiga heima á hóteli? „Það held ég ekki, en ég var náttúrlega kenndur við hótelið; ólíkt því að krakkar voru yfirleitt kenndir við mömmu sína og pabba á þessum árum; en ég held að menn hafi ekkert verið að spekúlera í því í sjálfu sér hvort það væri eitthvað skemmtilegra að búa á hóteli. Jólagæs í Tindastóli Ég hef líklega verið fimm eða sex ára á Hótel Tindastóli. Það að ég skuli muna eftir þessum jólum kemur til af því að óvenju margir kost- gangarar voru í mat á hótelinu þessi jól, þar á meðal Lárus læknir. Nema hvað að það var ákveðið að hafa gæs á aðfangadag. Mamma hafði aldrei verið með gæs áður. Þetta var stór og mikil gæs. Þá var til siðs ef allt árið um kring. Ég fékk alltaf mikið af jólagjöfum. Sérstaklega er mér minni- stæðust ein jólin á Tindastóli þegar ég var sjö til átta ára gamall. Þá eignaðist ég upptrekktan fólksbíl með útvarpi í; sem var spiladós. Strákar úr öllum bænum hópuðust að til að sjá þetta fyrirbrigði. Svona lagað hafði aldrei áður sést hérna á Krók, þetta þótti stórmerki- legt. Ég passaði bílinn talsvert vel og átti hann örugglega í einhver ár. Þegar við vorum að flytja úr Villunni, ég þá kominn langt yfir tvítugt, rakst ég á „boddíið” af honum. Jólin voru talsvert mikið öðruvísi á þessum tíma. Engin leikföng til í búðum, en Eiríkur á Gili smíðaði vörubíla. Þeir voru mjög eftirsóttir. Ég átti einn slíkan og var með hann í vegavinnu lengi. Við Bjarni Jóns Nikk vorum mikið saman. Lékum okkur mikið með vörubíla og lögðum vegi. Þetta voru geysilegar vegaframkvæmdir. Menn unnu yfirleitt 7-8 tíma á dag upp um allar brekkur. Alvöru bílaleikur Ég var líka mikið með kaupfélagsstrákunum, sérstak- lega Gumba. Það var einmitt árið sem við fluttum, búið að kaupa „Villuna” ogvarverið að standsetja hana. Kaup- félagið var þá nýbúið að fá nýjan „steisjón”bíl og hann stóð fyrir sunnan vefnaðar- vörudeild Gránu. Þá var Jón Siff deildarstjóri þarna. Við Gumbi laumuðumst inn í bílinn í bílaleik. Jón sat við Myndarlegir ungir menn: Erling Örn Pétursson og Gumbi (Guðmundur Sveinsson). sjóða hangikjöt til að hafa í matinn á jóladag svo að það var svo sem nóg að narta í. Gæsin var látin malla í ofnum í einn og hálfan tíma, en var eins og vörubílsdekk ennþá þegar hún vartekin út. Það var aðeins hægt að skera smávegis utan af svo henni var fleygt inn í ofninn aftur. Það var ekki fyrren um 11 leytið um kvöldið sem gæsin var étin. Ég man ennþá eftir húrrahrópunum hjá Lárusi lækni þegar gæsin var tilbúin. Ég held að pabbi hafi fengið gæsina hjá einhverjum bryta á skipi sem kom hingað. Bíll meö „græjum" Ég var einbirni að því leyti að Háken uppeldisbróðir fór að heiman þegar ég var sjö ára gamall. Ég naut því tölu- verðra forréttinda hjá gest- unum og kostgöngurum á hótelinu, og eins hjá sölu- mönnum sem voru að koma skrifborðið hjá glugganum beint á móti. Einhvern veginn hefur bíllinn hrokkið úr gír hjá okkur og byrjaði að renna í áttina að glugganum. Jón Siff lítur upp og sér bílinn koma æðandi beint að glugganum, og sjálfsagt hefur hann virst vera mann- laus því við vorum svo litlir að við náðum ekki einu sinni upp fyrir mælaborðið. Bíllinn fór fram af stéttinni og á húshliðina fyrir neðan glugg- ann. Þá sá ég í Jón sem var staðinn upp og hoppaði upp í loftið skelfingu lostinn. Ógreiddir reikningar Við urðum alveg óskaplega hræddir, það var alveg voðalegt hvað við vorum hræddir. Hlupum út í Villu eins og fætur toguðu og földum okkur í kjallaranum. Þar lágum við lengi dags og það var farið að leita að okkur. Fólk var farið að óttast um okkur þegar við loksins þorðum að gefa okkur fram. Ég man eftir að Tommi Hallgríms, sem var mikill vinur okkar Gumba, píndi okkur á þessu í mörg ár. Þegar við vorum orðnir fulltíða menn og staddir í veislu, þá galaði Tommi upp: „Þið eruð ekki búnir að borga viðgerðina á sendi- ferðabílnum ennþá, bölvaðir gemlingarnir ykkar”. En það sá furðulítið á húsinu. Bíllinn skemmdist ekki mikið heldur, en ég gleymi því aldrei hvað Jón Siff og við urðum hræddir”. menn voru með svona stórar gæsir í jólamatinn að farið væri með þær suður í bakarí og þær steiktarí bakarofnum hjá Guðjóni. Hún var fyllt samkvæmt öllum kúnstar- innar reglum, með ávöxtum og öllu tilheyrandi. Svo man ég eftir því að þegar átti að fara borða gæsina, þá kom babb í bátinn því það vann ekkert áhald á henni. Það kom sem sagt í ljós að hún var vel við aldur gæsin. Þeirvoru báðirorðnir blóðrauðir í framan, Lárus læknir og pabbi við að reyna að skera gæsina, búnir að bretta upp að olnbogum og það var náttúrlega mikið hlegið. Ofninn á hótelinu var nú kyntur og gæsinni stungið inn í. Búið var að Villa Nova nýbyggð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.