Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 13

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 13
45/1991 FEYKIR 13 Úti fyrir Hóladómkirkju eftir að Jóna Hrönn hafði þegið prestvígslu hjá föður sínum. Yngsta barn biskupshjónanna Hildur Eyr er lengst til vinstri. Bolli við málverk eftir Gústav Geir son sinn. Hugmyndin er sprottin frá fjárgötum við Laufás. Efst á toppnum trónir tignarlegur smalamaður á glæsifáki. Þessi mynd eins og fleiri á veggjum hjá Bolla og Matthildi, undirstrika hversu nátengd þau eru sveitinni og náttúru landsins. við Tónlistarskólann í Reykja- vik, Bolli Pétur stundar nám við MA og yngst er Hildur Eyr sem dvelur hjá systur sinni í vetur við nám í Hrafnagilsskóla. „Eg vígðist 24. nóvember 1963 til Hríseyjar, sem er talsvert stórt prestakall, 600 manns; um 300 í eynni og svipaður fjöldi á Arskóg- strönd sem einnig tilheyrir prestakallinu. Við undum hag okkar nokkuð vel þessi þrjú ár í Hrísey, sérstaklega Matthildur. Þarna kynntumst við bæði hörðum og mildum vetrum. Einn veturinn snjóaði t.d. svo mikið að Jóhannes Helgi, bróðir Matthildar, sem bjó á neðri hæðinni hjá okkur, þurfti oft að moka sig út úr húsinu. Og einn morguninn var fjörðurinn orðinn fullur af ís. Það var ógleymanlegt þegar ísinn kom. Það fylgdi honum svo mikill kulda- gustur. Tilfinningin var lík- ast því að her væri að nálgast. Eg vandist seint þessari einangrun í eynni. Fastar bátsferðir voru tvo daga vikunnar að mig minnir. Við áttum ekki bíl og ég var bíllaus fyrstu fimm ár prestskaparins. Þá þótti ekkert sjálfsagt að fólk ætti bíl. Maður ferðaðist með mjólkurbílnum fyrstu tvö árin í Laufási, enda var ómegðin strax nokkur hjá okkur; stutt milli elstu barnanna. Merkir Laufásklerkar Ég held ég hafi alltaf verið sveitamaður að upplagi. Þess vegna var auðveldara að fara hingað í Hóla frá Laufási”, segir Bolli. Honum ertíðrætt um Laufásárin en fara verður hratt yfir sögu. Og það var ekki aðeins náttúran og fólkið í sveitinni sem snart Bolla í Laufási, heldur líka saga staðarins. „Það hafa margir merkir klerkar setið Laufás um tíðina. Ég sökkti mér niður í söguna og fann fljótlega út að einn tók öðrum nokkuð fram. Það var séra Björn Halldórsson sem var prestur í Laufási frá 1852-1882. Hann lét byggja bæinn og seinna kirkjuna. Björn var mikið sálmaskáld og mjög virkur í sálmabókanefndinni sem undirbjó útkomu sálma- bókarinnar 1886. Ég lagði mig fram um að kynna mér Björn. Fékk meðal annars í Landsbóka- safni aðgang að bréfaskiftum hans og Páls Olafssonar skálds. Ég nýtti mér þau til að skrifa æviágrip Björns, sem átti upphaflega að vera formáli að ljóðasafni Björns, en varð kannski nær því að vera ævisaga þegar upp var staðið. Bókin átti að vera komin út fyrir löngu, en kemur væntanlega núna eftir áramótin, verður rúmlega 300 síður að stærð. Vígslubiskups- starfiö í mótun Og hér á Hólum talar sagan ekki síður sterkt til mín”, segir Bolli sem greinilega er enn við sama heygarðshomið; sökkvir sér ofan í söguna og grúskið. „Upp á síðkastið hef ég sérstaklega verið að kynna mér sögu Hálfdánar Einars- sonar, sem var samtíma- og samstarfsmaður Herra Gísla Magnússonar biskups þess er stóð fyrir byggingu dóm- kirkjunnar sem nú stendur á Hólum. Það er ljóst að vígslu- biskupsstarfið á eftir að mótast á næstu árum. I erindisbréfinu segir að vígslu- biskup eigi að heimsækja söfnuði og vera prestum og sóknarnefndum til leiðbein- ingar. Ég held að Jretta væri mjög æskilegt og gagnlegt, ef vel tekst til ætti það að draga úr líkum á að prestar einangrist, en að ýmsu leyti er alltaf hætta á því. Ég vona að þessi samskipti við söfnuði og presta verði ríkur þáttur í starfinu hér. Þetta mundi koma sem veruleg viðbót við vísitasíur biskups, enda gallinn við þær að biskup Islands hefurekki tök á að heimsækja söfnuði nema á 25-30 ára fresti og þarf þá að flengjast á milli margra sókna sama daginn. Hólaprentiö á safn Annars ætla ég ekki að fara af stað með neinu offorsi og reyni að forðast að lofa upp í ermina mína. Samt er ljóst að ef embættið á að þróast verður að koma til betri skrifstofuaðstaða embættisins, og ákveðið þrátt fyrir aðhaldsviðleitni stjórnvalda að hér rísi lítið skrifstofuhús- næði. Þá er einnig bygging menningarmiðstöðvar á döf- inni. Henni erætlaðurstaður neðan íbúðabyggðarinnar, þar sem gömlu fjárhúsin standa. Það er líka ákaflega ánægjulegt til þess að vita, hversu gott samstarf er milli kirkjunnar og bændaskólans. Miðstöðin mundi nýtast báðum þessum aðilum fyrir Bolli í ræðustól við biskupsvísluna. náms- og ráðstefnur. Ég sé fyrir mér að þarna yrði gott bókasafn, og vel við hæfi að sálmabækur skipi þar ákveðinn sess. Sálmabækur voru nú fyrst gefnar út hér á Hólum á dögum Guðbrandar og alveg fram á átjándu öld. í tíð Guðbrandar voru gefin út u.þ.b. 100 rit en ekki hef ég tölu á þeim ritum sem út komu eftir það. Stórkostlegt væri að hafa sem mestan hluta af Hólaprenti hér á staðnum, en með Hólaprenti á ég við þau rit sem hér voru útgefin meðan prentverk var á Hólum. Listflutningur í kirkjunni Það er enginn vafi á að menningarmiðstöðin mundi nýtast fyrir margháttaða starfsemi. Ég bind miklar vonir við þessa framkvæmd og treysti því að Jón Bjarnason skólastjóri láti ekki deigan síga, en hann er búinn að vinna markvisst að þessu eins og annarri uppbyggingu héráHólastað. Þarna gæti verið aðstaða fyrir þá sem vilja koma hingað og stunda fræði- mennsku. Ferðamannastraumur er hér mikill á sumrin, svo að þeir sem koma hingað eru taldir í tugum þúsunda. Þarna má gera ráð fyrir banka og verslun. Ég lít Ííka á það sem skyldu mína að skipuleggja likt og í Skálholti, listflutning í kirkjunni, og hef strax orðið var við áhuga tónlistarmanna og ljóðskálda að koma. Að þessu hyggst ég vinna ásamt Hólanefnd og fleiri aðilum, og er sann- færður um að það mundi ekki draga úr áhuga fólks að sækja Hóla heim”.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.