Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 21

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 21
45/1991 FEYKIR 21 Velheppnaðir jólatónleikar Bjarkar Samkórinn Björk á Blönduósi gekkst fyrir jólatónleikum í félagsheimilinu á Blönduósi sl. sunnudag. Kórinn fékk til liðs við sig fleira tónlistarfólk í héraðinu. Skemmtunin er árvisst framlag til að gleðja eldri borgara í Húnaþingi. Húsfyllir var og undirtektir mjög góðar. Skemmtunin samanstendur af söngdagskrá og kaffíveit- ingum. Um 130 manns komu fram að þessu sinni, en Bjarkarfélagar fengu til liðs við sig, kirkjukór Undirfells- og Þingeyrarsóknar, Barna- kór Blönduóss og lúðrasveitina á Blönduósi. Starfsamkórins Bjarkar er mjög blómlegt nú eins og undanfarna vetur. Þrettándakvöld Heimis Heimisfélagar eru himinlif- andi þessa dagana yfir þeim góðu móttökum sem nýja platan, Undir bláhimni, hefur fengið. Þá verður hin árlega þrettándagleði kórsins haldin í Miðgarði laugardaginn 4. janúar nk. og hefst kl. 21. Þrettándagleðin verður eins og jafnan áður byggð upp á söng og skemmtiatriðum. Hljómsveit Geirmundar leikur síðan fyrir dansi. Að sögn Þorvaldar á Sleitustöðum formanns Heimis er Undir bláhimni að verða uppseld hér heima, en mikl eftirspurn hefur verið utan af landi eftir plötunni. Sjúkrahús Skagfirðinga Heimsóknartímar yfirjól og áramót Aðfangadagur 18 - 21 Jóladagurl5 -17 og 19 - 21 Gamlársdagur 18 - 21 Nýársdagur 15-17 og 19 -21 Aðrir tímar eJUr samkomulagi 8 JAFNAR QREBDSLUR VAXTALAUSAR AF ÖLLUM HÚSQÖQNUM FRAM AÐ JÓLUM OPIÐSUNNUD. KL. 13-17 \T\ PN búðin þín! Bréf til Guðbergs Bergssonar Sauðárkróki, 7. desember A dauða mínum átti ég von, ekki því að ég fengi senda bók frá þér. Ég þakka, það má ekki minna vera. Við eigum að vera kurteis á Islandi. Ég er orðinn gamall og gleyminn. Ég er búinn að gleyma því, að ég hafi skrifað þér bréf. Ég hef nokkuð lengi fylgst með þér. Fyrst heyrði ég þess getið, að þú hefðir skrifað vonda bók. Vondar bækur geta orðið «góðar, þegar höfundar þeirra eru dauðir. Nú um stundir hef ég hlutstað á þig tala í útvarp. Þú hefur góðan málróm og flytur nokkuð vel. Flutningur er listgrein, þegar orð og hljómar eru í samræmi. Ég er byrjaður að lesa bókina. Hún hefur þann kost, hvað hún er skrifuð á fallegri íslensku. Margir sem tala í útvarp, flytja vel og tala góða íslensku, þó eru frávik. Nýlega talaði maður nokkur í útvarp og sagði í stuttri ræðu tíu eða tólf sinnuni „hérna, hérna”. Ég varð leiður á þessu stagli og lokaði. Hér á landi er löðrandi af skáldum og listamönnum. Það er gott ef þeir eru ekki leirskáld og klessumálarar. Ég held það sé gagn að skáldum. Það er fróm ósk mín, að merkilegar hugsanir líði um huga þinn og þú komirþeim frá þér. Með kveðju, Björn Egilsson. JOLAGJAFIRIIRVALI BRAUN RAKVELAR BRAUN HÁRBLÁSARAR BRA UN HEIMILISTÆKI BLACK & DECKER RAFMAGNSVERKFÆRl PFAFF SAUMAVÉLAR OG OVERLOCKVÉLAR NASA LEIKJATÖLVUR MEÐ TURBO STÝRIPINNUM OG 4 LEIKJUM KR. 11900 Kaupvangstorgi 1 • Sími 35132 • 550 Sauðárkróki ''//V/M SNJÓMOKSTURSDAGAR 'W UM JÓL OG ÁRAMÓT verða sem hér segir: LEIÐIR: Des, 1991 Jan.1992 Reykjavík - Akureyri - Húsavík 16, 18,20,21,23,26 27 og 30 2, 3 og 6 Brú - Hólmavík 16, 18,20,21,23,27 og 30 2, 3 og 6 SkagasL - Blönduós - HvammsL 16,17,18,19,20,21, 2,3 og 6 23,26,27 og 30 Varmahlíð- SteinsLbyggÖ 16,18,20,21,23,26, 27 og 30 2,3 og 6 Vanmahlíð - Sauðáikr. - Hofsós 16,17,18,19,20,21, 23,26,27 og 30 2.3 0G6 Sauðárkrókur - Hólar 16,18,20,21,23,26, 27 og 30 2,3 og 6 Hofsós - Siglufjörður 16,18,20,21,23,26, 2,3 og 6 27 og30

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.