Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 4

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 45/1991 Jónína Auöur Sigurðardóttir á Hvammstanga hefur tvisvar legið á sæng um áramót: Anægjulegt að eiga sitthvort kynið sinnhvorn daginn „Það var óneitanlega talsverð lífsreynsla að dvelja á fæðingar- heimilinu yfir áramótin tvö ár í röð ogeignastsitthvort kynið sinnhvom daginn”, segir Jónína Auður Sigurðardóttir eigin- kona fréttaritara Feykis á Hvammstanga Eggerts Antons- sonar. Þau hjón eiga þrjú börn og það er líka skemmtileg tilviljun að 12 ár eru á milli þeirra eldri en 12 mánuðir á milli yngri krakkanna. Eggert var við nám í mjólkurfræðum í Oðinsvéum í Danmörku þegar Anton fæddist 29. desember 1987. Jónína Auður fylgdist þá með ílugeldasýningunni frá fæðingarheimilinu, en fékk reyndar um kvöldið bæjar- leyfi til að borða með fjölskyldunni. „Á aðfangadag árið eftir var veðurspáin ákaflega slæm. Þarsemaðséð varfyrir að þetta yrði sitjandi fæðing eins og árið áður þorðu læknarnir ekki annað en senda mig suður. Það var því úr að við skelltum jólapökkunum og hangikjöt- inu, sem búið var að sjóða, niður í kassa og renndum suður. Það passaði að þegar bíllinn staðnæmdist utan við íbúðina sem við höfðum afnot af syðra, heyrðum við í útvarpinu að jólabjöllurnar hringdu hátíðina inn. Það var eins gott að við fórum suður þennan dag, því það var ákaflega leiðinlegt veður á jóladag og næstu daga. Það var síðan 28. sem Kristrún Osk fæddist. Jónína Auður sagði að það væri kannski ekki gott fyrir börnin að fæðast svona seint á árinu. Það setti óneitanlega meiri kröfur á þau varðandi þroska, þar sem nokkurra daga yngri börn yrðu bekk á eftir í skóla. „Þannig að það gætu einhverjir sagt að útreikningarnir væru ekki nógu góðir hjá okkur”, sagði Jónína. ÞÁ. Anton Albert Eggertsson, Jónína Auður Sigurðardóttir og Kristrún Ósk Eggertsdóttir. Hólanesfólk ánægt í jólafrí Ákvörðun breytt. Ekki kemur til uppsagnanna Kveikt á tveimur jólatrjám úr Hólaskógi á Hofsósi Jólalegt er orðið um að litast á Hofsósi eftir að kveikt var á tveim jólatrjám í þorpinu á sunnudag, öðru á vegum hreppsins og hinu hjá Kára- stígssamtökunum. Trén voru sótt í skógræktina á Hólum, höpgvin þar daginn áður. Ibúar við Kárastíg tóku sig saman fyrir nokkrum árum og komu fyrir jólatré á torginu við enda götunnar. „Það var svolítið tómlegra hjá okkur núna en undan- farin ár, þar sem tvær fjölskyldur fluttu burtu á árinu, og að auki fór einn aðalhöfðinginn á sjúkrahús núna fyrir jólin. En Kára- stígssamtökin halda samt sínu striki og menn eru farnir að fmna fyrir nálægð jólanna”, sagði Einar Jóhannsson póstmeistari og skógarhöggs- maður í samtali við Feyki. Einar Jóhannsson og Steinar Sörensson við skógarhögg í Hólaskógi. Kveikt á jólatrénu við Kára- stíginn. Sambýlinu berst höfðingleg gjöf Sambýlinu að Grundarstig 22 á Sauðárkróki barst einstak- lega glæsileg og höfðingleg gjöf á dögunum. Um er að ræða arf frá Jóni Agústssyni frá Brimnesi í Hofsósi er lést fyrir ári. Forráðamenn Svæðisstjómar fatlaðra og íbúar Grundar- stígs-sambýlisins eru ákaf- lega þakklátir fyrir þessa veglegu gjöf. Mikilvægastur er þó sá velvilji sem býr að baki, sérstaklega í ljósi þess hversu erfitt uppdráttar búsetumál fatlaðra eiga annars staðar á landinu þessa dagana. Ákveðið hefur verið að Amar ísfisktogari Skagstrendings fari á veiðar 3. janúar nk. Stjórnendur Skagstrendings fiinduðu með starfsfólki Hólaness- frystihússins í síðustu viku og breyttu þar fyrri ákvörðun sinni að hafa Arnar bundinn við bryggju í janúr. „Þeir samþykktu sjónar- mið okkar að skárra væri að stoppið yrði ísumareftilþess þyrfti að koma”, sagði Magnús Guðmannsson trún- aðarmaður í Hólanesi. Starfs- fólkið getur nú farið mun bjarsýnna í jólafríið heldur en á horfðist. Utlit er fyrir að vinna verði í Hólanesi strax í annarri viku nýs árs, og nóg verður að gera þessa vikuna, þar sem Arnar landaði 115 tonnum á mánudagsmorgun. Magnús bjóst við að hráefnið mundi rétt klárast fyrir jól, en ljóst að ekki gæfist tóm til að vinna það í verðmætustu pakkningar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.