Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 8

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 8
8 FEYKIR 45/1991 Ljósin í klettunum við Ferjuhamarsgil Frásðgn Páls Jónassonar í Utanverðunesi af atferli huldufólks í Hegranesi .Ami Hafstaðsem lengstaf var bóndi í Vík í Staðar- hreppi sagði mér eitt sinn ansi merkilega sögu sem gerðist rétt upp úr aldamót- unum þegar hann var á Hólaskóla. Þegar nemendur voru á Þorláksdag í þann mund að leggja af stað heimleiðis í jólafrí. var svo mikið norðan- rok og hríð að skólastjórinn sleppti engum úr skólanum. Og varð úr aðjólaleyfinu var frestað. A gamlársdag var svo hríðin hætt og fengu allir nemendur þá heimafarar- leyfi. Svo er ekkert með það að Árni fer sem leið liggur niður Hjaltadal, yfir Héraðsvötn fyrir utan og neðan Ás í Hegranesi og þar upp eftir yfir sporðinn á Ásnum. Ástaglið eins og það er kallað á okkar máli í Nesinu. Síðan hélt hann upp hjá Vatnskoti sem þá hét, og nú heitir Svanavatn, yfir vatnið þar fyrir sunnan og af sjónhend- ingu vestur eftir sunnan við Vatnskotsbergið. Fór hann í gegnum svo kallaðan Leirdal sem tekur við af Hrafna- pollallóa, vestur yfir llóana sunnan við Leirdalstjamirn- ar og niður Ferjuhamarsgil sent liggur þarna í gegnum klappimar vestur frá. Dregur gilið nafn af bæ sem var utan og neðan við Kárastaði og hét Ferjuhamar. Með Árna í för var hundur sent aldrei skildi við hann. Ástæðan fyrir því var sú að þegar Árni fór í skólann um haustið rakti hundurinn slóð hans. ^Þegar þeir voru komnir niður í gilið efst. þar sem Ferjuhamarsilóanum slepp- ir. fór hundurinn að ýlfra og varð svo hræddur að hann vill hvergi vera nema milli fóta Árna. En þar sem hann var á skíðum átti hann ekki gott með að hafa hann þar. Brá hann því á það ráð að taka hundinn í fangið og halda á honum. Það var glaðatunglskin og tungl í fyjlingu eða eitthvað nálægt því. nema þegar hann' kom niður úr gilinu og á Vötnin fyrir framan, tók hann eftir því að ljós voru i klettunum bæði sunnan og norðan við gilið. Hann skildi ekkert í þessu og stansaði til að reyna að glöggva sig á þessu. Sagði Árni að þetta hefði ekki getað verið glotti frá tungli, því þetta var svo snentma kvölds að það var í suðaustri og var skuggi frá því einmitt á klettunum. Og þ\í síður vegna þess að hann horfði á ljósin færast til eins og maður gengi með þau. Þegar Árni var kominn yfir á bakkann hinum megin var hundurinn farinn að róast svo hann sleppti honum. En hann reyndist samt enn svo hræddur að hann hljóp hvað af tók beint heim í Hafsteinsstaði, en Árni var þá þar enn í föðurgarði. r .Arni gaf sér tíma til að horfa á Ijósin og var að hugsa um að snúa við og gá hvað þetta gæti verið. Sem hann var að velta þessu fyrir sér, og löngunin til að snúa við var sterk. þá var eins og hvíslað væri að honum að láta þetta afskiptalaust. Vera ekki að hætta neinu þarna og fór hann eftir því. Svo var hann að smá líta viðsuðurog vestur yfir eylendið og sá Vettvangur: Fjósið í Köldukinn í Torfalækjarhreppi Keisaraskurður á jólanótt Dýralæknar þurfa eins og nokkrar aðrar starfstéttir þjóðfélagsins er vera tilbúnir í útköll hvenær sem er sólar- hringsins allan ársins hring. Sigurður H. Pétursson á Merkjalæk í Svínadal héraðs- dýralæknir Austur-Húnvetninga, hefur stundum þurft að sinna útköllum yfir hátíðisdagana, en aðeins einu sinni á 20 ára starfsferli sínum verið kallaður út á sjálfajólanóttina. Varþar um að ræða keisaraskurð á ungri kú frá Köldukinn i Torfalækjarhreppi. „Mér var það ljóst seint um kvöldið að kvígan mundi eiga í erfiðleikum með að bera, en vildi samt þráast við að kalla út dýralækninn þar sem aðalhátíðin var gengin í garð. En þegar leið á nóttina varð samt ljóst að ekki yrði komist hjá því að hringja í Sigurð”, sagði Kristófer Kristjánsson bóndi í Köldu- kinn. „Eg fékk útkallið um fjögurleytið um nóttina. Það var búið að vera slæmt veður og kominn óhemjumikill snjór. Þannig að þó að ekki séu nema 17 kílómetrar í Köldukinn þá tafði færðin mig, og það átti ýmislegt eftir að koma til sem varð þess valdandi að aðgerðin tók lengri tíma en gengur og gerist. Meðal annars var ég ekki nægjanlega vel undir- búinn fyrir aðgerðina sjálfur. Hafði ekki öll tæki meðferðis sem til þurfti. En þó aðstæður ýmsar væru erfiðar var aðgerðin búin um 10 leytið um morguninn og tókst ágætlega”, sagði Sigurður dýralæknir á Merkjalæk. Sigurður segist alltaf þurfa að framkvæma nokkra keisara- skurði á hverju ári, yfirleitt frá einum og upp í þrjá til fjóra. Einu sinni hafi þeir þó komist upp í sex. Annars sagði Sigurður heilsufar búpenings vera yfirleitt gott á þessum tíma. alltaf Ijósin. Það var alltaf verið að fara sunnan fyrir gilið og út í klettana fyrir norðan. Mig minnirað ljósin hafi verið 8 eða 9 hvoru megin. Sá hann ljósin enn þegar hann kom heim á hlað á Hafsteinsstöðum. Þau voru svo sterk og skær. Svo er ekkert meira með það að hann fór inn í bæ til foreldra sinna og systkina og fjölskyldan tók að halda hátíðlegt gamlárskvöld. ný- ársnótt og allt það. En svo þegar hann fór til baka sömu leið og gáði að sporum í snjónum þar sem Ijósin sáust. voru þar engin spor að finna. Sagðist hann þá hafa orðið viss um að þetta hefði ekki verið fólk i einhverjum kvöldskiipaleik, heldur huldu- fólk og það þurfti ekki að spora snjóinn. Það sveif bara á hugarvængjum eins og Árni orðaði það. Þetta er nú sagan sem hann sagði mér og ég trúði henni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.