Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 11

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 11
45/1991 FEYKIR 11 RÁtt^lVCl^lfll WY Gömul frásögn ■■^**^*B Jónasar lllugasonar Árni er maður nefndur Árnason. Hann átti sér kenningarnafn, var kallaður gersemi. Hann var lausingi og mjög kenndur við drykk. Eitt haust fékk hann hest og reiðtygi að láni og ríður til Stafnsréttar. Hafði hann nautssin í hendi og ekki annað vopna. Reið hann sem leið liggur fram Svartárdal að Stafni. Þetta var kvöldið fyrir réttina. Var á þeim árum fjölmenni mikið við réttina og komu flestir kvöldiðáður. Varð því oft mannmargt heima í Stafni um nóttina. Hús voru þar ekki stór, önnur en eldhúsið. Það var mikið að lengd og breidd en ekki hátt. Ei var það þiljað, en veggir voru þurrir og harðir af sóti. Hlóðir miklar voru fyrir öðrum gafli hússins, mátti hafa þar þrjá elda í senn. Þó hús þetta væri ekki meir við skraut en sagt er, var það aðaldrykkjarstofa um réttir. Sátu menn með- fram veggjum á kláfum og kirnum, en húsfreyjan var í öndvegi við hlóðirnar og hitaði kaffi og munngát handa gestum. Sátu þá heldri menn úr Húnavatnssýslu og Skagafirði hið næsta henni, á hlóðarsteinum og í öðrum virðingarsætum. Var þar oft glaumur mikill og horna- skvol. Nú er að segja frá Árna, að hann kemur síðla um kvöldið til Stafns. Sleppti hann hesti sínum í túnið en reisti sinina upp við bæjarþil, því enginn mátti með vopnum ganga til eldhúss. Dvaldist honum lengi inni og kneyfði mörg horn. Var nokkuð liðið á nótt er hann sneri til dyra. Þreifaði hann fyrir sér eftir vopni sínu, er út kom, því myrkur var og hann orðinn voteygur. Finnur hann ekki það er hann leitaði. Spurði hann menn er þar voru, hver mundi svo djarfur að taka vopn sín. Gat einhverþess að hundur lægi þar í varpanum og nagaði eitthvað. Snaraðist Árni þangað. Lá þá seppi með sinina og hafði þegar stýft hana allt að miðju. Grípur Árni til heftisins og bregður stúfnum og lýstur hundinn mikið högg. Kvað seppi við hátt. Var eigandi hans þar ekki allfjarri; brást hann reiður við og býst til að hefna áverkans og snýr að Árna. Voru ýmsir vinir og drykkju- bræður Árna þar nærri og hlupu til að veita honum. Skiptu menn þar í tvo flokka og sló í bardaga. Gerðist nú hark mikið og vopnaburður og urðu brátt áverkar með mönnum. Veitti hundingjum miður í fyrstu. Leituðu þeir sér þá vígis í fjóshaugnum, því hann var þar nærri. Létu þeir nú mykjuna ganga sem tíðast, en hinir börðu Ný og glæsileg matvöruverslun var opnuð í Hlíðahverfi sl. laugardag. Hlíðakaup heitir hún og eru eigendur verslunarinnar til hægri á myndinni, Elín Sigríður Þórðardóttir og Ásgeir Einarsson. Þá starfstúlkurnar Bergrún Ingimarsdóttir, Gerður Hallgrímsdóttir, Alma Guðmundsdóttir og Hafdís Skúladóttir. Drangeyjarsundkappi Frá Stafnsrétt. torfuskeklum, er þeir rifu úr veggjum og á öðru sem til fannst; var nú orrusta hin ákafasta og mátti ekki milli sjá hverjir sigra mundu. Bárust tíðindin til eldhúss- ins, að fjölmenni berðist úti fyrir. Heitirhúsfreyjaámenn til fulltingis að stöðva bardagann og gekk hún fyrir út á vígvöllinn. Gekk hún þar á milli með menn sína. Urðu þeir skildir er börðust og varð griðum á komið. Gengu vinir beggja á milli að leita um sættir. Kom mönnum ásamt um að leggja málin í gjörð; voru til þess valdir hinir vitrustu menn. Sögðu þeir upp gjörðina þegar um nóttina. Skyldi jafnt sinar- átið og frumhlaupið, en húsfreyja kvaðst bæta frá sér Árna brennivínsstaupi en hundinum grautarsleikju, en öllum skyldi heimill bæjar- lækurinn til afnota fyrir neðan bæ. Þótti húsfreyju vel farast og stórmannlega og hlaut hún virðing af málinu. Lauk þannig ófrið þeim hinum mikla er nafnfrægastur hefur orðið þar í sveit og lengi verið til vitnað. Hlíöakaup opnar látinn Sautjánda nóvember sl. lést einn mesti íþróttamaður sem Island hefur alið, Haukur Einarsson frá Mið- dal. Haukur er einn fárra Islendinga sem leikið hafa eftir Gretti sterka að synda úr Drangey til lands. Það gerði Haukur sumarið 1939 og er Drangeyjarsund hans líklega þekktast af fjölmörgum íþróttaafrekum, en Haukur synti leiðina á skemmri tíma en nokkur annar hefur gert. Og svo hress var Haukur að loknu sundinu að hann gekk óstuddur til laugar og afþakkaði alla aðstoð. Haukur, sem kenndur er við Miðdal, vann lengstum að prentiðn sem hann nam ungur í Gutenberg. Guðni Jónsson prófessor fylgdist vel með íþróttaferli Hauks og á fertugsafmæli Hauks 19. febrúar 1949, orti Guðni ljóð til vinar síns. Það nefnist Drangeyjarsund og birtist hér. Feril norður fullur móðar fetaði Haukur Grettisslóðar. Fjörðinn Skaga í fang sér tók hann. Faðmlög Ránar dætrum jók hann. Yfir vann hann Ægis hyski eyju frá að Reykjadiski. Dvergar lands í dýru bóli Drangey frá að Tindastóli, álfar, tröll og íslands vættir undrast, skyggnast fram í gættir, líta garpinn grimmum tökum greiða för á öldubökum. Eftir rétta eyktarstundu upp hann sté á Reykjagrundu. Sævi drifin hetjan harða hafði reist sér minnisvarða. Grettis dæmi drengjum sýndi. dáðum nýja kynslóð brýndi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.